Norðurslóð - 23.10.2002, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 23.10.2002, Blaðsíða 1
NllHHllH Svarfdælsk byggð & bær 26. ÁRGANGUR MlÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 10. TÖLUBLAÐ Sauðfjárslátrun að ljúka Svarfdælskt fé vænt að vanda Fallþunginn rúmum tveimur kílóum yfír meðalþunga Slátrun er nú að mestu lokið og eins og oft áður var fallþungi svarfdælskra dilka langt yfir meðallagi á Sláturhúsi Norð- lenska á Húsavík. Að sögn Sig- mundar Hreiðarssonar hjá Norð- lenska var meðalfallþungi svarf- dælskra dilka eftir september- uppgjör 17,46 kg á meðan með- alfallþunginn í húsinu er 15,39. Af þeim sem lögðu inn hjá slát- urhúsi Norðlenska var Gunnar Þessar kindur eru að vísu ekki „riðfríar" eins og nýju œrnar á Ingvör- um en verðurgir fulltrúar svarfdœlsku sauðkindarinnar engu að síður. Rögnvaldsson í Dæli með mestu meðalvigt 20,59 kg. Enn vantar nokkuð upp á að fullheimt sé á nokkrum bæjum. í hrossasmölun í afréttinni sást til nokkurra kinda sem hörfuðu sem skjótast upp á eggjar og hurfu sjónum manna. Að sögn Þor- steins Hólm Stefánssonar fjall- skilastjóra vantar enn hátt í tuttugu ær af nokkrum bæjum. I veðurblíðunni sem af er hausti hafa þær ekki séð neina ástæðu til að hugsa til heimahaganna en kuldakastið um helgina verður sjálfsagt til að minna þær á að hollt er heima hvað. Frá því var sagt í síðasta blaði að von væri á fjölgun sauðfjár í dalnum þar sem aftur kæmi fé í Ingvarir. Það var svo í síðustu viku að 89 frískleg haustlömb skoppuðu tindilfætt ofan af flutn- ingabíl frá Hjarðarfelli á Snæ- fellsnesi ofan á skínandi nýtt fjárhúsgólfið á Ingvörum, hinum nýja eiganda Árna Steingríms- syni til ómældrar gleði og yndis- auka. Sem kunnugt er hafa lömb þessi til að bera þá arfgerð sem gerir þau riðuþolnari en annað fé en riða hefur tvívegis komið upp á Ingvörum frá því að fjár- skipti urði í sveitinni 1988. hjhj Fiskidagurinn mikli í suður-kóreska sjónvarpinu Hróður Fiskidagsins mikla á Dalvík hefur borist víða um lönd. Nú síðast höfðum við spurnir af því að í suður-kóreska sjónvarpinu hefði verið sýnd tíu mínútna dagskrá frá Fiskidegin- um. Að sögn Þórðar Kristleifs- sonar ferðamálafulltrúa voru sjónvarpskonur frá Suður-Kór- eu staddar hér í þrjá daga í sum- ar og tóku þá þessar myndir. Myndirnar voru síðan sýndar sem innslag í blandaðan morg- unsjónvarpsþátt helgaðan Is- landi. Þórður fékk þáttinn send- an á myndbandi nú á dögunum og lét vel af þætti Dalvíkinga og fiskidagsins mikla í þeirri ágætu landkynningu. Sem kunnugt er komu um 14 þúsund manns á fiskidaginn síðasta en Suður- Kóreubúar munu vera 48,3 milljónir. Urðakirkja 100 ára Þann 20. júlí sl. voru liðin 100 ár frá því Urðakirkja var vígð. I tilefni af því verður há- tíðarmessa í kirkj- unni nk. sunnudag kl. 13.30. Prófastur Eyjafjarðarpró- fastsdæmis Hann- es Örn Blandon verður við mess- una ásamt sóknar- presti Magnúsi G. Gunnarssyni. Urðakirkja var bændakirkja og hafði Sigur- hjörtur Jóhannesson bóndi á Urðum mestan veg og vanda af byggingu hennar eftir að gamla kirkjan fauk af grunni sínum í hinu fræga Kirkjuroki 20. september árið 1900. Yfirsmiður var Gísli Jónsson bóndi Hofi. Sigurhjörtur afhenti söfnuðin- um kirkjuna til eignar árið 1917. Kirkjan hefur fengið duglega yfirhalningu á síðasta ári og er nú á henni ný klæðning og ný einangrun, nýtt þak og nýir gluggar og hleðslan undir henni hefur verið endurnýjuð. Að sögn Höllu Karlsdóttur formanns sóknarnefndar mun nefndin bjóða kirkjugestum upp á hátíð- arkaffi eftir messuna á sunnu- daginn. Þegar kólnar í veðri er notalegt að setjast inn í bakarí ogfá sér hress- ingu með mömmu sinni. Opnunartími: Mán.-fös. 10-19.30 laug. 10-18 sun. 13-17 Matvöruverslun - rétt hjá þér Hafnartorg - Dalvík - s: 466 1200 STÓRMARKADUR

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.