Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1992, Side 5

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1992, Side 5
reikningsskilin með þessum hætti er nauðsynlegt að uppgjörsgrundvöllur fyrir reikningsskil ríkisins verði á rekstrargrunni. Á árinu 1989 var ríkisreikningur í fyrsta sinn gerður upp á hreinum rekstrargrunni. Áður voru reikningsskil ríkissjóðs sett fram í ríkisreikningi á greiðslugrunni en með ýmsum frávikum varðandi færslu rekstrargrunns. Greiðslugrunnur væri því aðeins ásættanlegur sem endanlegur uppgjörsgrunnur að Rík- isendurskoðun væri ætlað að árita ríkisreikning með því áliti að hann gæfi glögga mynd af greiðsluuppgjöri ríkis- sjóðs. Einnig væri greiðslugrunnur ásættanlegur ef lán- tökur ríkissjóðs yrðu óheimilar og ríkissjóður stæði ein- göngu í staðgreiðsluviðskiptum sem greitt væri fyrir með innheimtum sköttum. í samþykkt alþjóðasamtaka ríkisendurskoðunarstofn- ana INTOSAI eru settar fram almennar leiðbeinandi reglur um endurskoðun. Endurskoðuninni er skipt í tvo megin þætti þ.e.a.s. fyrirfram og eftiráendurskoðun. Starfsemi Ríkisendurskoðunar hefur fyrst og fremst beinst að eftiráendurskoðun. í leiðbeinandi reglum INTOSAI kemur fram eftirfarandi: FYRIRFRAMENDURSKOÐUN OG EFTIRÁENDURSKOÐUN 1. Fyrirframendurskoðun er endurskoðun sem á sér stað áður en aðgerðir á sviði stjórnunar eða fjármála eru framkvæmdar. Eftiráendurskoðun er endurskoð- un sem á sér stað eftir að aðgerðir hafa verið fram- kvæmdar. 2. Virk fyrirframendurskoðun er ómissandi í sambandi við skynsamlega meðferð hins opinbera á fjármun- um sem því er treyst fyrir. Getur ríkisendurskoðun framkvæmt hana eða önnur endurskoðunarstofnun. 3. Fyrirframendurskoðun sem ríkisendurskoðun fram- kvæmir hefur þann kost að með henni er hægt að koma í veg fyrir tjón. Sá galli fylgir að slíkt hefur í för með sér óhemjumikla vinnu og í almennum lög- um er ekki alltaf kveðið skýrt á um ábyrgð. Eftirá- endurskoðun sem ríkisendurskoðun framkvæmir beinir athygli að ábyrgð viðkomandi aðila. Hún kann að leiða til þess að bætur fáist vegna tjóns og getur komið í veg fyrir að brot endurtaki sig. 4. Það er háð löggjöf, aðstæðum og þörfum hvers lands hvort ríkisendurskoðun framkvæmir fyrirframendur- skoðun. Endurskoðun eftirá er óhjákvæmilega verk- efni fyrir sérhverja ríkisendurskoðun, án tillits til þess hvort hún framkvæmdir einnig fyrirframendur- skoðun. Þessu til viðbótar mætti nefna annan þátt í starfsemi Ríkisendurskoðunar sem er fyrir utan svið hefðbund- innar endurskoðunar. Þetta svið hefur verið nefnt stjórnsýsluendurskoðun og felur í sér könnun á með- ferð og nýtingu á ríkisfé. Til skýringar á því hvað felst í stjórnsýsluendurskoðun er hér 4. grein áðurnefndra reglna. FJÁRHAGSLEG ENDURSKOÐUN OG STJÓRNSÝSLUENDURSKOÐUN 1. Hefðbundin verkefni ríkisendurskoðunarstofnana er endurskoðun á lögmæti og reglusemi fjármálastjórn- unar og bókhalds. 2. Til viðbótar hefðbundinni endurskoðun, sem er óumdeilanlega mikilvæg og hefur mikla þýðingu, er til annars konar endurskoðun sem snýr að frammi- stöðu, virkni, hagkvæmni og skilvirkni í opinberri stjórnsýslu. Þessi endurskoðun nær ekki aðeins til sérstakra þátta stjórnunar, heldur líka til stjórnunar- starfa í heild sinni, þar með talið skipulag og stjórn- unarkerfi. 3. Markmið endurskoðunar hjá ríkisendurskoðunar- stofnunum - lögmæti, reglusemi, skilvirkni, hag- kvæmni, og virkni í sambandi við fjármálastjórnun - eru í grundvallaratriðum öll jafnmikilvæg; það er ríkisendurskoðunar að ákvarða hversu ríka áherslu ber að leggja á hvert atriði fyrir sig. LÖG UM REIKNINGSSKIL RÍKISSJÓÐS. Með lögum nr. 52/1966 um ríkisbókhald, gerð ríkis- reiknings og fjárlaga er kveðið á um hvernig færa skuli reikninga ríkissjóðs, ríkisstofnana, fyrirtækja og sjóða í ríkiseign. Um efnisskiptingu ríkisreiknings segir að hann skuli skiptast í tvo hluta A-hluta og B-hluta. A- hluti nær yfir fjárreiður ríkissjóðs og ríkisstofnana, en B-hluti yfir ríkisfyrirtæki og sjóði í ríkiseign. Með ríkis- fyrirtækjum er átt við rekstraraðila, sem standa að öllu eða verulegu leyti undir kostnaði við starfsemi sína með tekjum af sölu vöru eða þjónustu eða hafa starfsemi með höndum, sem í meginatriðum er hliðstæð starfsemi einkaaðila. Um rekstur ríkisins segir að færslur hvers reiknings skuli miða við raunveruleg skipti ríkisins við aðra aðila, athafnir þess og framkvæmdir, án tillits til þess hvort greiðslur hafi farið fram í reiðufé. Öll skuldaskipti sem koma fram við lokun ríkisreiknings, hvort sem eru úti- standandi kröfur ríkissjóðs eða skuldir skulu færðar. Þá segir að gjöld skuli færð á því ári er afhending verð- mæta fer fram og hvers konar vinna eða þjónusta er innt af hendi, er hefur í för með sér fjárhagslega skuld- bindingu fyrir ríkið eða greiðslur úr ríkissjóði. Um tekj- ur ríkissjóðs segir að þær skuli færðar á því ári er þær eru lagðar á eða hæfar til ákvörðunar samkvæmt ákvæðum gildandi laga. Þannig er kveðið skýrt á um í lögum um ríkisreikning að hann sýni allar þær athafnir stjórnvalda á reikningstímabilinu sem hafa í för með sér fjárhagslegar skuldbindingar óháð því hvernig þær eru greiddar. í lögum um ríkisbókhald er kveðið á um að fjármála- ráðherra fari með úrskurðarvald og setji reglur um framkvæmd laganna. Þá er ennfremur kveðið á um að skipuð sé sérstök nefnd, ríkisreikningsnefnd, er vera skuli fjármálaráðherra til ráðuneytis um atriði er varða uppsetningu fjárlaga og ríkisreiknings. Nefndin er skip- 5

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.