Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1992, Page 7

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1992, Page 7
töku skulda hjá viðkomandi aðila. Ekki er um peninga- legar greiðslur að ræða og því ekki sýnt í greiðslu- grunni. Ef aftur á móti ríkissjóður hefði í stað þess að yfirtaka skuldir viðkomandi aðila greitt framlag til að bæta eiginfjárstöðu þess sem í hlut átti eins og gert hef- ur verið í fjölmörgum tilvikum myndi slíkt koma fram í greiðslugrunni fjárlaga. Hins vegar hafa slíkar ákvarðanir í för með sér að skuldir ríkissjóðs aukast um þá yfirtöku og hallinn van- talinn að sama skapi. Pessi tvö dæmi sýna að greiðslu- grunnur einn og sér gefur ranga mynd af þeim útgjöld- um sem stjórnvöld gangast undir á tilteknum tímum. Fjárlög margra þjóðlanda eru sett fram á greiðslu- grunni en jafnframt er lagaskylda að ríkissjóði er skylt að greiða öll ríkisútgjöld með peningum. Peim er ein- ungis heimilt að standa undir útgjöldum sínum með innheimtu skatta ásamt því að taka lán á fjármagns- markaði. Við slík skilyrði sýnir greiðslugrunnur öll út- gjöld og gefa þannig raunhæfa mynd af starfsemi ríkis- sjóðs. í þeim tilvikum þar sem slík ákvæði eru ekki til staðar gerir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn þær kröfur til aðildaþjóða sinna að upplýsingar um ríkisfjármál séu til viðbótar þeim upplýsingum sem greiðslugrunnur getur bætt við andvirði skuldaviðurkenninga þegar afhending verðmæta eða þjónustu hafa átt sér stað. Þegar litið er til laga um ríkisbókhald og þeirra fyrir- mæla sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setur um upplýs- ingar til sín um ríkisfjármál er ljóst að í fjárlögum eigi að sýna allar fjárskuldbindingar sem með formlegum hætti er gengist undir burtséð frá því hvort peninga- greiðslur hafa farið fram eða ekki. A undanförnum árum hafa fjárlög ekki sýnt í nokkr- um tilvikum viðskipti sem ekki hafa haft í för með sér samtímis beinar peningagreiðslur. Þetta hefur leitt til þess að afkoma ríkissjóðs í fjárlögum hefur verið talin betri en hún raunverulega er og skuldir ríkissjóðs van- taldar. Við gerð ríkisreiknings fyrir árið 1989 hafa þess- ar skuldbindingar aftur á móti verið teknar með að fullu í ríkisreikningi. Mál þessi hafa m.a. verið til umfjöllunar hjá starfs- hópi á vegum ríkisreikningsnefndar og er gert ráð fyrir að með fjárlögum fyrir árið 1993 verði þær breytingar á framsetningu fjárlaga að þau verði sett fram á rekstrar- grunni ásamt því að sýna samhliða sjóðstreymi þ.e.a.s. breytingar á handbæru fé. MISMUNUR Á REIKNINGSSKILUM EINKAFYRIRTÆKJA OG RÍKISSJÓÐS Efnahagsreikningur ríkissjóðs er í veigamiklum atrið- um frábrugðinn efnahagsreikningum einkafyrirtækja að efni til. í 38. gr. laga um ríkisbókhald er kveðið á um að í A-hluta ríkisreiknings skuli ekki eignfæra efnislega ijármuni. Þessi ákvæði eiga hins vegar ekki við um ríkis- fyrirtæki í B-hluta reikningum. Þar skal færa efnislega fjármuni til eignar og afskrifa miðað við matsverð í árs- lok og miða afskriftatíma við endingartíma fjármuna. Framangreind ákvæði kveða á um að efnisleg fjármuna- myndun í A-hluta ríkissjóðs sé færð til gjalda jafnóðum og hún fellur til en sé ekki eignfærð. Af þessum sökum koma fastafjármunir ríkissjóðs svo sem húseignir, önn- ur mannvirki og tæki ekki fram sem eign hans í efna- hagsreikningi heldur eru þeir í raun afskrifaðir til fulls þegar á fyrsta ári. Lán sem tekin eru beint til að fjár- magna slíkar fjárfestingar birtast á hinn bóginn skulda- megin í efnahagsreikningi. Slíkt gefur til kynna að eignastaða ríkisins sé mun verri en hún er í raun. I lög- um um ríkisbókhald er kveðið á um að eigi sjaldnar en á 10 ára fresti skuli gera sérstök yfirlit yfir verðmæti óeignfærðra fjármuna m.v. áætlað endurnýjunarverð að frádregnum afskriftum. Að teknu tilliti til þeirra verð- mæta sem eignaskráin sýnir fæst fram raunveruleg eignastaða ríkissjóðs með sama hætti og fram kemur í efnahagsreikningi einkafyrirtækja. Grundvöllurinn fyrir þessum mismun er að leita í þeim eðlismun sem er á rekstri einkafyrirtækja og rekstri ríkissjóðs. Hjá einkafyrirtækjum er kappkostað að jafna tekjum á móti gjöldum sem verða til við öflun þeirra þ.e. reynt er að sýna ráðstöfun fjármuna. Hjá ríkissjóði er hins vegar reynt að jafna skattheimtu á móti ráðstöfun (gjöld eða tilfærslur) þ.e. reynt er að sýna ráðstöfun fjármagns. Ekki er samræmi á milli A-hluta ríkissjóðs og einka- fyrirtækja þegar kemur að því að taka tillit til áhrifa verðbólgu á reikningsskilin. í A-hluta er engin tilraun gerð til þess að leiðrétta reikningsskilin með tillit til verðbreytinga. Einkafyrirtæki gera venjulega rekstur sinn upp á hreinum rekstrargrunni. I ríkisreikningi eru ennþá nokkur frávik frá rekstrargrunni þegar kemur að því hvernig sýna eigi innheimtu skatta. Hér er einkum um að ræða tekju- og eignaskatta félaga, þar sem álagning skatta birtist hjá ríkissjóði ári síðar heldur en skattstofn myndast. A þessum grundvelli hafa reikningsskil bandarískra ríkis og fylkja verið færð. Hins vegar hefur ríkisreikninganefnd þar í landi tekið ákvörðun um það að breytt skuli um grunn reikningsskila (GASB nr. 11.). í júlí 1994 mun verða tekin upp hreinn rekstrargrunnur í reikningsskilum opinberra aðila þar í landi. Banda- ríska ríkisreikninganefndin hefur hins vegar ekki enn gefið út yfirlýsingar, svo vitað sé, um hvernig fara skuli með nokkur veigamikil atriði í þessum reikningsskilum. FORTÍÐARVANDI Mikil umræða hefur farið fram opinberlega á undan- förnum misserum um svokallaðan fortíðarvanda ríkis- sjóðs sem má einkum rekja til tveggja megin þátta. 7

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.