Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1992, Side 27

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1992, Side 27
óskattlagt fjármagn og eigið fé. Það er frá þessari flokk- un sem ótvírætt má víkja, þegar þurfa þykir og raunar uppsetningaratriðum ef við á. Til dæmis að taka má benda á ársreikning viðskiptabanka, sem rekin er í hlutafélagsformi, en þar er ekki viðeigandi að sýna veltufjármuni og skammtímaskuldir. Annað dæmi um frávik frá uppsetningarformi laganna er, þegar fyrirtæki kjósa að skipta bundnu óskattlögðu fjármagni í tvo hluta, þ.e. skattkvöð og eigin hluta skattlegra aðgerða sem færist til hækkunar á óráðstöfuðu eigin fé. Sá hátt- ur er í samræmi við góða reikningsskilavenju, a.m.k. erlendis, og hér á landi hefur Reikningsskilanefnd FLE mælt með þeim framsetningarhætti.8 Og ætla verður að tilmæli nefndarinnar geri það að verkum, að nýjar að- ferðir verði að góðri reikningsskilavenju. I niðurlagi 99. greinar segir að upplýsa beri um veð- setningar og ábyrgðarskuldbindingar annað hvort í reikningnum sjálfum eða skýringum með honum. Sömu fyrirmæli er raunar einnig að finna í 102. grein sem fjall- ar um lágmarkskröfur um efni skýringa í ársreikningi. 100. grein í fyrstu málsgrein þessarar greinar segir að kröfur á eða skuldir við dótturfélög eða móðurfélög skuli sér- greina í efnahagsreikningi. Þó er heimild gefin til þess að skýra frá slíkum kröfum og skuldum í skýringum fremur en í reikningnum sjálfum. Hið sama gildir um veðsetningar og ábyrgðir. í 99. greininni segir að kröfur á dótturfélög skuli sérgreina meðal fastaijármuna. Ekki verður séð að ávallt sé ástæða til þess að flokka þessar kröfur á þann hátt. Eðlilegast virðist að flokka kröfur á milli skyldra aðila á venjulegan hátt; venjulegar við- skiptakröfur eru skammtímaeign en kröfur í skulda- bréfaformi geta verið til langs tíma og flokkast sam- kvæmt því sem langtímaeign. Hitt er svo annað mál, að gild ástæða er til þess að upplýsa um kröfur á milli skyldra aðila, þar sem sá möguleiki er vissulega til stað- ar að fyrirtæki hagræði tölum í viðskiptum milli slíkra aðila. Sá möguleiki gerir það þó ekki að verkum að við- skiptakröfur milli móður- og dótturfélaga skuli alltaf flokkast sem langtímaeign, eins og lögin virðast gera ráð fyrir. Samkvæmt annarri málsgrein 100. greinar ber að upplýsa um lánafyrirgreiðslu félags til hluthafa, stjórn- armanna eða framkvæmdastjóra. Þessi krafa um upp- lýsingar í ársreikningi er vafalaust gerð vegna þess að sú hætta er fyrir hendi, að stjórn félags heimili að fé sé ráðstafað á annan hátt en samrýmist hagsmunum hlut- hafa. Það væri til dæmis óeðlileg ráðstöfun að lána framkvæmdastjóra fé án þess að krafan bæri eðlilega vexti. Ekki verður þó ráðið af texta laganna að upplýsa beri um kjör á lánveitingum til umræddra aðila, heldur aðeins heildarfjárhæð fyrirgreiðslunnar. I þessu sam- bandi er það að mínum dómi ekki fyrirgreiðsla til þess- ara aðila, þó að þeir skuldi á viðskiptareikningi vegna viðskipta við félag, ef skuldin er innan venjulegra við- skiptahátta. Hið sama gildir um fyrirframgreiðslur í laun. Rétt er vekja athygli á því, að ráðstöfun fjár til of- angreindra aðila getur haft skattalegar afleiðingar í för með sér. Til að mynda leiðir lánafyrirgreiðsla til þess- ara aðila til upplausnar á skattalegum varasjóði, sem til skamms tíma var heimilt að leggja í. Þá getur lánafyrir- greiðslan haft áhrif á útreikning verðbreytingarfærslu samkvæmt ákvæðum skattalaganna, þegar svo háttar til að útlánin bera ekki eðlilega vexti. Krafan samkvæmt umræddri málsgrein er sú, að heildarfjárhæð lánafyrir- greiðslu til ofangreindra aðila skuli sérgreind í efna- hagsreikningi. Þá skal samkvæmt öðrum málslið þessar- ar greinar veita upplýsingar um veðtryggingu og ábyrgðarskuldbindingar sem félag kann að hafa tekið á sig gagnvart hluthöfum, stjórn eða framkvæmdastjórn. Þær upplýsingar skuli annað hvort koma fram í efna- hagsreikningum sjálfum eða skýringum með honum. Loks segir í þriðju málsgrein 100. greinar að upplýsa þurfi um ábyrgðarskuldbindingar sem félag hefur tekið á sig gagnvart aðilum öðrum en þeim sem um er rætt í fyrstu og annarri málsgrein. Slíkan fróðleik verður að birta í skýringum með ársreikningi. 101. grein í fyrstu málsgrein þessarar greinar segir, að rekstrar- reikningur skuli þannig gerður að hann gefi skýra mynd af því hvernig hagnaður eða tap myndaðist. Þó að þessi fyrirmæli hljóði sakleysislega, þá er hér býsna ströng krafa gerð um efni og form rekstrarreiknings. í þessu sambandi er athyglisvert að engin skírskotun er til góðrar reikningsskilavenju eða fyrirmæla laga að öðru leyti; reikningurinn á að gefa skýra mynd af rekstri. Eins og vakin var athygli á í umræðu um 95. greinina hér að framan, þá hafa erlendir dómstólar komist að þeirri niðurstöðu að þessi fyrirmæli laga, þ.e. um að rekstrarreikningurinn sé skýr, séu þyngri á metunum en góð reikningsskilavenja takist henni ekki að gefa skýra mynd. Samkvæmt því væri þessi grein laganna þýðing- armest, ef innlendir dómstólar tækju eins á þessu máli. Til þess að setja þessa umræðu í samhengi skal tekið eitt dæmi. Fyrirtæki kaupir landareign í byrjun árs fyrir 20 millj. króna. A viðkomandi ári hækkar landareignin í verði um 50% og verðbólga var engin á árinu. Sam- kvæmt boði góðrar reikningsskilavenju hefur fyrirtækið ekki haft tekjur af þessari fjárfestingu. Rekstrarreikn- ingurinn skýrir því ekki frá 10 millj. króna tekjum sem fyrirtækið hafði á vissan hátt á árinu. Nú er hægt að ímynda sér að hluthafi hafi átt viðskipti með bréf sín og að hann hafi í því sambandi treyst á skýra frásögn af tekjumyndun fyrirtækisins í rekstrarreikningi; verðlagn- ing hans á bréfunum miðaðist sem sé við afkomu fyrir- tækisins. Hafa fyrirmæli laganna í umræddri málsgrein 101. greinar verið virt? Hefur hluthafinn verið blekktur, þó að reikningurinn sé í samræmi við grundvallarreglur laga, sbr. 97. grein, og góða reikningskilavenju um skráningu eigna og tekna? Þessum spurningum læt ég 27

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.