Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1992, Side 31

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1992, Side 31
gengast að ekki sé greiddur hærri arður en 10% til 15% vegna ákvæða í skattalögum, en þar segir að frádráttar- bærni arðs takmarkist við tiltekið hlutfall. Það hefur lengst af verið 10%, en var hækkað fyrir nokkrum árum í 15%. Undir lok ársins 1991 var ákveðið með breyting- um á skattalögunum að arður verði ekki frádráttarbær hjá félögum og kemur sú regla til framkvæmda fyrir ár- ið 1992. Sú regla er háð sérkennilegu ákvæði þess efnis, að samhliða verði með lagasetningu um skattlagningu eignatekna sett ákvæði sem koma í veg fyrir tvísköttun arðs. Rétt þykir að lokum að geta þess í þessu sam- bandi, að ekki er heimilt að samþykkja hærri arð- greiðslur til hluthafa en félagsstjórn gerir tillögu um. Hér er væntanlega litið svo til, að félagsstjórn hafi betri yfirsýn yfir málefni félags en hluthafar almennt og því megi ekki ganga gegn vilja stjórnarinnar í þessu efni. í 108. greininni segir að leggja verði í lögbundinn varasjóð af hagnaði hvers árs eftir ákveðnum reglum. Tilgangurinn með myndun þessa svonefnda varasjóðs er væntanlega sá að leyfa fyrirtækinu sjálfu að eiga eig- ið fé sem ekki er unnt að greiða út til hluthafa. Með þeim hætti er staða fyrirtækisins treyst til áframhald- andi rekstrar. Hitt er svo annað mál, að þessi ákvæði hafa að mínum dómi ekki verið mikilvirk til þess að ná fram þessu hlutverki. Regla laganna er sú að leggja beri 10% af hagnaði, þ.e. þeim sem skilgreindur er í 101. grein, þar til varasjóðurinn nemur 10% af hlutafé. Eftir það skal leggja 5% af hagnaði í sjóðinn þar til hann nemur 25% af hlutafé. Síðan er valkvætt hvort meira er sett í varasjóðinn og stjórn og aðalfundur ákveða, hvort það skal gert. í annarri málsgrein 108. greinar segir að yfirgengi við útgáfu nýs hlutafjár skuli leggja í lögbundinn varasjóð. Ekki er að mínum dómi ljóst, hvort yfirgengi hlutafjár kemur í staðinn fyrir tillög í varasjóðinn samkvæmt þeim reglum um framlög af hagnaði sem getið var um hér að framan. Líklegast hefur þó framkvæmdin verið sú, að yfirgengið hlífir fyrirtækjum við viðbótarframlög- um á kostnað óráðstafaðs eigin fjár. Af þessu er ljóst, að staða á lögbundnum varasjóði getur verið samansett af tveimur eðlisólíkum framlögum, annað er hagnaður en hitt er innborgað eigið fé. Þetta finnst mér vera afar óheppileg skipan mála vegna umrædds eðlismunar. Um þennan sjóð skal að lokum rifjað upp, að stöðu á lög- bundnum varasjóði má nú endurmeta en endurmatið takmarkast við hlutfall útgefinna jöfnunarhlutabréfa. Eðlilegast er að endurmat reikningsins takmarkist á þennan hátt til þess að viðhalda því hlutfalli sem er á milli hlutfjárins og lögbundna varasjóðsins. 1109. greininni segir að þeir hluthafa sem eiga minnst einn tíunda hlutafjárins geti krafist þess að arður sé ákveðinn allt að einum fjórða af hagnaði, þó þannig að hann sé ekki hærri en 2% af eigin fé. Með þessum hætti er verið að tryggja rétt minnihlutaaðila til þess að fá arð, ef tilefni er í raun til þess. Ljóst er að félagsstjórn, en í henni eiga yfirleitt sæti fulltrúar meirihluta hluta- hafa, getur í krafti valds síns komið í veg fyrir eðlilegar arðgreiðslur til hluthafa. Þessi regla tryggir rétt minni- hlutaaðila að einhverju marki. Þessar reglur voru þó skertar talsvert með lagabreytingunni 1989, því að hlut- föllin voru áður 50% af hagnaði og 5% af eigin fé. Samkvæmt ákvæðum 110. greinar skulu hluthafar endurgreiða það fé sem þeir hafa fengið andstætt ákvæðum lagannna. Þetta gildir þó ekki um arðgreiðsl- ur, enda hafi hluthafar ekki vitað eða mátt vita að greiðslan var andstæð lögum. Hins vegar geta þeir sem ábyrgð bera á reikningnum, þ.e. stjórn, framkvæmda- stjórn og endurskoðandi, orðið ábyrgir gagnvart félag- inu fáist ekki endurgreiðslur frá hluthöfum. Að lokum eru ákvæði um það í 111. og 112. grein að hluthafafundur og félagsstjórn geti ákveðið að gefa fé sem horfir til almenningsheilla. Sú gjöf verður þó að vera innan skynsamlegra marka með hliðsjón af fjár- hagstöðu viðkomandi félags. Þá er félagsstjórn óheimilt að lána fé til stjórnarmanna, hluthafa eða fram- kvæmdastjórnar án eðlilegra trygginga. Nú kemur til greina að skilja þessi fyrirmæli þannig að aðeins þurfi að vera til staðar trygging fyrir útlánum til þessara að- ila, en í þeim felist ekkert að því er kjör varðar. Fé- lagsstjórn væri samkvæmt því heimilt að lána fram- kvæmdastjóra fé og lánið bæri hvorki vexti né verðbæt- ur, en hins vegar þyrftu að vera viðunandi tryggingar fyrir láninu. Mér finnst þessi skýring mjög þröng og hitt eigi betur við að fyrir löggjafanum hafi vakað að óeðli- leg lánafyrirgreiðsla til umræddra aðila gæti hvorki far- ið fram án viðunandi trygginga né viðunandi kjara að öðru leyti. Lokaorð Þá meginniðurstöðu vil ég draga af þessari umfjöllun um ársreikningskafla hlutafélagalaganna, að óheppilegt sé að hafa nákvæm ákvæði í lögum um gerð reiknings- skila. Reynslan sýnir að þróun í reikningagerð er ör, svo að hætta er á að einstök ákvæði laga verði úrelt. í því sambandi skiptir einnig máli að talsverðan tíma tek- ur að koma við breytingum á lögum; það tók til að mynda rúmlega fjögur ár að breyta hlutafélagalögunum frá því að nefnd var skipuð til þess að endurskoða lög- in. Nefndin lauk raunar starfi sínu vel og fljótt en nokk- urn tíma tók að koma frumvarpi um breytingarnar í gegnum alþingi. Farsælli lausn á þessu máli er að mín- um dómi sú, að sérstök nefnd eða nefndir hafi það hlut- verk með heimild í lögum til þess að setja reglur á þessu sviði. Ef til vill hefur sú skipan mála komist á með breytingum á bókhaldslögunum, sem samþykktar voru undir lok ársins 1991, en að sjálfsögðu er ekki komin reynsla á það fyrirkomulag enn. 1 Með því að Danmörk gekk í Efnahagsbandalagið voru num- in úr gildi ákvæði dönsku hlutafélagalaganna um gerð árs- reikninga. Þess í stað voru sett sérlög um gerð ársreikninga, 31

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.