Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1992, Page 33

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1992, Page 33
Theodór Sigurbergsson, löggiltur endurskoðandi ALÞJÓÐLEGUR STAÐALL NR. 20 Inngangur 1. í þessum staðli er fjallað um reikingshaldslega með- ferð og skýringar á opinberum framlögum, svo og upplýsingar um aðrar tegundir opinberrar aðstoðar. 2. í staðlinum er ekki fjallað um: a) sérstök vandamál vegna reikningshaldlegrar meðferðar opinberra framlaga í reikningsskilum við verðbólguaðstæður eða í tengslum við viðbót- arupplýsingar af svipuðu tagi; b) opinbera aðstoð sem veitt er fyrirtæki í formi ávinnings sem er fáanlegur við ákvörðun skatt- skyldra tekna eða er ákvarðaður eða takmarkað- ur á grunni skattskyldu (svo sem tekjuskattlaus tímabil, skattaafsláttur vegna fjárfestinga, auknar afskriftarheimildir og lækkaðir tekjuskattar), c) þátttöku hins opinbera í eignarhaldi fyrirtækis. Skilgreiningar 3. Eftirfarandi hugtök eru notuð í þessum staðli í þeirri merkingu sem hér greinir: Hið opinbera: Stjórnvöld, opinberar stofnanir og aðrar stofnanir hvort sem þær starfa á afmörkuðum svæðum, á landsvísu eða á alþjóðavettvangi. Opinber aðstoð: Aðgerð hins opinbera sem felst í því að veita einu eða fleirum fyrirtækjum, sem upp- fylla viss skilyrði, tiltekna aðstoð. Opinber aðstoð í þessum staðli er ekki ávinningur sem aðeins er veitt- ur óbeint með aðgerðum sem snerta almenn við- skiptaskilyrði, eins og uppbygging atvinnulífs á þró- unarsvæðum eða setning viðskiptahamla. Opinber framlög:1 Aðstoð sem hið opinbera veitir í formi yfirfærslu fjármuna til fyrirtækis að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Skilyrði þessi snerta rekstur fyrirtækisins og geta verið vegna skuldbindinga frá fortíð eða í framtíð. Hugtakið nær ekki til opinberr- ar aðstoðar sem ekki er með góðu móti unnt að verðleggja eða viðskiptum við hið opinbera sem ekki er unnt að greina frá venjulegum viðskiptum fyrirtækis. Eignatengd framlög: Opinber framlög þar sem skil- yrði fyrir veitingu framlaga slíkra eru að fyrirtækið kaupir, byggir eða aflar sér eignar með öðrum hætti til langs tíma. Jafnframt geta verið viðbótarskilyrði eins og t.d. takmarkanir á staðsetningu eigna, gerð þeirra, á hvaða tímabili skal afla eignanna, og eign- arhaldstíma. Tekjutengd framlög: Opinber framlög önnur en þau sem eru eignatengd. Víkjandi lán: Lán þar sem lánveitandi skuldbindur sig til að fella niður kröfu um endurgreiðslu að upp- fylltum tilteknum skilyrðum. Markaðsverð merkir: Sú fjárhæð sem unnt er að selja eign fyrir ef hæfur kaupandi er fús til að kaupa og hæfur seljandi er fús til að selja, í viðskiptum milli óskyldra aðila. Skýringar 4. Opinber aðstoð getur verið af ýmsum toga, bæði hvað varðar eðli hennar og svo skilyrða sem sett eru fyir henni. Tilgangurinn með aðstoðinni kann að vera að hvetja fyrirtæki til að taka upp nýja stefnu sem það hefði við venjulegar aðstæður ekki tekið upp án þessarar aðstoðar. 1 Opinber framlög eru stundum nefnd öðrum nöfnum, svo sem niður- greiðslur eða fjárstuðingur. 33

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.