Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1992, Blaðsíða 35

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1992, Blaðsíða 35
fara með allar hugsanlegar tengda atburði í sam- ræmi við Alþjóðlegan reikningsskilastaðal nr. 10, „Contingencies an events occuring after the bal- ance sheet date“ Opinber framlög, önnur en fjárframlög 20. Opinbert framlag kann að vera í formi yfirfærslu eignar sem ekki er metin til fjár, t.d í formi lands eða annarra eigna sem nýtist fyrirtækinu. Við slíkar aðstæður er venjulega metið markaðsverð eignar- innar og bæði eignin og framlagið fært á því verði. Önnur aðferð, sem einnig er notuð, er að færa bæði eignina og framlagið á lágmarksverði. Framsetning eignatengdra framlaga 21. Opinber framlög (eða hluti þeirra) sem tengjast eignum er unnt að færa með tvennum hætti í reikn- ingshaldi og eru báðar aðferðirnar jafngildar. 22. Önnur aðferðin er með þeim hætti að litið er á framlagið sem fyrirfram innheimtar tekjur og þær tekjufærðar á rekstur með kerfisbundnum og við- eigandi hætti á endingartíma eignarinnar. 23. Hin aðferðin er fólgin í því að draga framlagið frá bókfærðu verði eignarinnar. Framlagið er þá tekju- fært í rekstrarreikning á endingartíma eignarinnar með lægri afskriftum. 24. Kaup á eignum og móttaka framlaga vegna þeirra getur valdið verulega auknu sjóðsstreymi hjá fyrir- tæki. Af þeim sökum og í því skyni að sýna brúttó- fjárfestingu í eignum eru slíkar hreyfingar oft sýnd- ar sem sérstakar færslur í fjármagnsstreymi og/eða sjóðsstreymi, hvort sem framlagið er dregið frá verðmæti umræddrar eignar við gerð reikningsskila eða ekki. Framsetning tekjutengdra framlaga 25. Tekjutengd framlög eru tekjufærð í rekstrarreikn- ingi, annað hvort ein sér eða undir almennri yfir- skrift, eins og t.d. undir „Öðrum tekjum“ Önnur aðferð er að draga framlögin beint frá þeim út- gjöldum sem falla til vegna þeirra. 26. Stuðningsmenn fyrrnefndu aðferðarinnar telja að ekki sé rétt að jafna saman framlögum og gjöldum sem tilkomin eru vegna þeirra. Þegar framlagið er aðgreint frá gjöldum auðveldar það samanburð við önnur útgjöld sem framlagið hefur engin áhrif á. Til stuðnings síðarnefndu aðferðinni er því haldið fram að fyrirtækið hefði líklega ekki stofnað til þessara útgjalda ef framlagið hefði ekki fengist og því kunni að vera villandi að sýna útgjöldin án þess að láta framlagið vega upp á móti þeim. 27. Báðar aðferðirnar teljast fullgildar við framsetn- ingu tekjutengdra framlaga. Nauðsynlegt er að skýra frá framlagi í skýringum til að koma í veg fyr- ir allan misskilning. Auk þessa getur verið viðeig- andi að gefa sérstaka skýringu um áhrif framlaga á aðra tekju- og útgjaldaliði. Endurgreiðsla opinberra framlaga 28. Opinber framlög eru stundum endurkræf þar sem tiltekin skilyrði hafa ekki verið uppfyllt. Opinbert framlag sem er endurkrafið kallar á matsbreytingu en hefur ekki áhrif á fyrri reikningstímabil (sbr. Al- þjóðlegan reikningsskilastaðal nr. 8, Óreglulegir liðir, leiðréttingar vegna fyrri reikningstímabila og breytingar á reikningsskilavenjum). 29. Endurgreiðsla opinbers framlags skal fyrst jafnað á móti þeim hluta framlagsins sem ekki hefur verið tekjufært. Að því marki sem slík endurgreiðsla er hærri eða ef ekki er um að ræða neinn ótekjufærð- ann hluta framlags er endurgreiðslan strax færð í rekstrarreikning. 30. Endurgreiðsla eignatengds framlags skal færast til hækkunar á bókfærðu verði eignarinnar eða til lækkunar á fyrirfram innheimtum tekjum. Saman- safnaðar viðbótarafskriftir, sem búið væri að gjald- færa ef að framlagið hefði ekki fengist, skal gjald- færa strax. Þær aðstæður sem valda endurgreiðslu framlags geta orsakað að nauðsynlegt getur verið að athuga hvort bókfært verð eignar sé orðið hærra en markaðsverð hennar. Aðrar tegundir opinberrar aðstoðar 31. Skilgreiningin á opinberu framlagi sbr. 3. grein þessa staðals nær ekki til þeirra tegunda framlaga sem ekki unnt að verðleggja með góðu móti, svo og viðskipti við hið opinbera sem ekki er unnt að skilja frá venjulegum viðskiptum fyrirtækis. 32. Dæmi um aðstoð, sem erfitt er að verðleggja er t.d. ókeypis tækniaðstoð, aðstoð við markaðssetningu og veiting opinberrar ábyrgðar. Dæmi um aðstoð, sem ekki er unnt að skilja frá venjulegum viðskipt- um fyrirtækis, er þegar innkaupastefna hins opin- bera tryggir hluta af sölu fyrirtækis. Þótt enginn ágreiningur sé um ávinninginn af slíkri aðstoð, gætu tilraunir til að skilja viðskiptin frá opinberri aðstoð reynst flóknar. 33. Avinningurinn í ofannefndum dæmum kann að vera með þeim hætti að nauðsynlegt sé að gefa skýringar á eðli og umfangi aðstoðarinnar og hversu lengi hún muni vara, til þess að koma í veg fyrir að reikningsskilin verði villandi. 34. Lán, sem veitt eru með engum eða lágum vöxtum, eru ein tegund af opinberri aðstoð, en ávinningur aðstoðarinnar er ekki reiknaður með hugsanlegum vaxtaútreikningi. 35. í þessum staðli telst uppbygging efnahagslífsins, til að mynda endurbætur á almennum flutninga- og samgöngukerfum, ekki til opinbers framlags né heldur uppsetning endurbættra kerfa t.d. áveitu- og 35

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.