FLE blaðið - 01.01.2012, Side 9

FLE blaðið - 01.01.2012, Side 9
Könnun á árshlutareikningi ISRE 2410 og ISRE 2400 Endurskodunarnefnd FLE 2010-2011 tók saman Þann 3. nóvember s.l. hélt endurskoðunarnefnd félagsins nám- skeið þar sem meðal annars var farið yfir alþjóðlega staðla vegna könnunar á árshlutareikningum og ársreikningum. Staðl- arnir sem um erað ræða eru annars vegar ISRE 2410 "Review of interim financial information performed by the independent auditor of the entity" og hins vegar ISRE 2400 "Engagements to review financial statements". Staðlarnir eru um margt líkir enda fjalla þeir báðir um könnun á sögulegum fjárhagsupplýs- ingum en það eru þó nokkur mikilvæg atriði sem greina þá að. í þessari grein verður fjallað nokkuð ítarlega um efni ISRE 2410 og er greinin sett fram í samræmi við uppbyggingu staðalsins. f lok greinarinnar verður stiklað á stóru varðandi helstu atriði sem eru frábrugðin í ISRE 2400. ISRE 2410 Review of interim financial information performed by the independent auditor of the entity Kynning Tilgangur ISRE 2410 er að setja fram reglur um hvernig endur- skoðandi getur tekið að sér verkefni um að kanna árshlut- areikning og einnig form og innihald þeirrar áritunar sem lögð er fram í tengslum við slíka könnun. Staðallinn afmarkast við könnun árshlutareikninga sem framkvæmd er af óháðum end- urskoðanda einingarinnar en fjallar ekki um könnun ársreikn- ings af fagaðila sem ekki er endurskoðandi einingarinnar, ISRE 2400 fjallar um slíka könnun. Könnun árshlutareikningsins getur bæði verið á reikninginn í heild sinni eða samandregna útgáfu en miðað er við tímabil sem er styttra en heilt reikn- ingsár. í staðlinum kemur fram að með því að aðlaga hann getur endurskoðandi einingarinnar notað hann við könnun á öðrum sögulegum fjárhagsupplýsingum þar með talið ársreikn- ingi. Af þessu leiðir að ef kjörinn endurskoðandi einingarinnar er, af einhverjum ástæðum, fenginn til að kanna ársreikning einingarinnar þá ber honum að haga vinnu sinni í samræmi við ISRE 2410 og vísa í árituninni í þennan staðal en ekki ISRE 2400. Undirstöðuatriði könnunar samkvæmt ISRE 2410 Endurskoðandinn skal fylgja IFAC code of ethics, þ.e. siða- reglum FLE. Endurskoðandinn skal innleiða gæðakerfi sem tryggir gæði verkefnisins (e. Implement quality control proced- ures). Endurskoðandinn skal ávallt hafa það í huga að verulegar skekkjur geta verið til staðar í árshlutareikningnum sem þarfn- ast leiðréttingar en slíkt hugafar er að jafnaði kallað fagleg tor- tryggni eða fagleg efahyggja (e. Professional scepticism). Markmið og umfang könnunar samkvæmt ISRE 2410 Markmið með könnun árshlutareiknings er að gera endurskoð- anda kleift að setja fram ályktun, byggða á þeim aðgerðum sem hann hefur framkvæmt. Markmið og umfang könnunar er frábrugðin endurskoðun ársreiknings samkvæmt ISA og sér- staklega skal kveðið á um það í áritun óháðs endurskoðanda einingarinnar. Vegna þessa misræmis í umfangi og markmiði á milli könnunar og endurskoðunar, gætu verið til staðar villur eða skekkjur í könnuðum árshlutareikningi, sem ella hefðu komist upp við endurskoðun. Óháður endurskoðandi einingar- innar gefur út ályktun á reikningsskilin en ( endurskoðun álit. Endurskoðunarnefnd að störfum með framkvæmdastjóra. Frá vinstri: Hrafnhildur, Helga, Sigurður, Jón Rafn og Davíð Arnar. Skilmálar könnunar samkvæmt ISRE 2410 Endurskoðandinn og viðskiptavinurinn skulu samþykkja skil- mála verkefnisins. Venjulega eru skilmálar verkefnisins skráðir í ráðningarbréf eða á öðru formi sem báðir aðilar eru ásáttir um. Algengt er að í ráðningarbréfi vegna endurskoðunar sé jafnframt fjallað um könnun árshlutareikninga. Könnunaraðgerðir (þekking á einingunni og umhverfi hennar) Endurskoðandinn á að hafa skilning á einingunni og umhverfi hennar. [ því felst, meðal annars, að þekkja og skilja innra eftir- lit einingarinnar er tengist gerð árshlutareikningsins. Endurskoðandinn verður að meta þær breytingar sem hafa orðið á innra eftirlitinu frá því að endurskoðun síðasta ársreikn- ings var framkvæmd og fram til þess að könnunin var fram- kvæmd. FLE blaðiðjanúar2012 • 7

x

FLE blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.