FLE blaðið - 01.01.2012, Side 22

FLE blaðið - 01.01.2012, Side 22
ana þar sem starfsmenn voru fæstir fjórir og flestir hundrað en yrðu samanlagt hátt í þrjú hundruð. Þar kom fyrst til athugunar hvort notast ætti við óbreytt skipulag þar sem ríkisskattstjóri tæki við hlutverki fjármálaráðuneytisins að breyttu breytanda, eða hvort umbylta ætti skipulagseiningunum. Síðari leiðin var farin að stærstum hluta en þó voru sérlausnir með ýmsum hætti. Stofnunin var skipulögð upp á nýtt og sett nýtt skipurit þar sem störfum hjá embættinu var annars vegar skipt upp í fram- leiðslusvið og hins vegar stoðsvið. Framleiðslusviðin voru skattlagning einstaklinga og lögaðila, skatteftirlit og skráarhald, þ.m.t. fyrirtækjaskrá og ársreikningaskrá. Stoðsviðin voru um tækni-, fjár-, starfsmanna-, lögfræði-, skipulags-og fræðslumál. Starfsstöðvar voru ákveðnar níu, höfuðstöðvar skyldu verða á Laugavegi í Reykjavík og átta aðrar starfsstöðvar skyldu starf- ræktar. í hagræðingarskyni var starfsemi í Reykjavík sameinuð og sérgreind með því að skattstofunni í Reykjavík var lokað og starfsmenn þar fluttu inn á Laugaveg og á Suðurgötu í Hafnarfirði. Um leið færðist drjúgur hluti þeirra starfsmanna sem áður störfuðu hjá skattstjóranum í Reykjanesumdæmi á Laugaveg. Einingar sem unnu svipuð störf voru sameinaðar, svo sem að ákveðið var að reka eina eftirlitseiningu á höfuð- borgarsvæðinu í stað þriggja, eina launþegaeiningu í stað tveggja, eina virðisaukaskattseiningu, eina einingu lögaðila og svo koll af kolli. Yfirmönnum var fækkað um 19 og ný fram- kvæmdastjórn tók við störfum fyrrum yfirstjórnar ríkisskatt- stjóra og stærstu skattstjóraembættanna. Þeir sem höfðu gegnt störfum skattstjóra urðu ýmist sviðsstjórar eða skrif- stofustjórar í hinu nýja skipulagi. Tveir skattstjóranna létu af störfum, annar vegna aldurs. Mánaðarlegir samráðsfundir skattstjóra og ríkisskattstjóra voru lagðir af en í þess stað tekn- ir upp beinir stjórnunarfundir. Þá voru allir starfsmenn virkjaðir í hugmyndavinnu, markmið sett, leiðir ákveðnar og ýmsar stjór- nunaraðferðir, svo sem SVÓT-greining, voru notaðartil að festa niður helstu álitamál. Við sameiningu skattyfirvalda voru öll fyrri vinnubrögð tekin til endurmats og þau endurskoðuð í samræmi við breytt sjónar- mið. Stofnuninni voru settar nýjar áherslur og markmið. Aukin verkaskipting var tekin upp og ákveðnar starfsstöðvar sérhæfð- ar þótt öllum starfsstöðvum væri gert að sinna nærþjónustu. III. Stjórnsýslulegar breytingar f eldra fyrirkomulagi var stærsti hluti ákvarðana skattstjóra kæranlegur til yfirskattanefndar en jafnframt voru ýmsar aðrar ákvarðanir einnig kæranlegar en þá til ríkisskattstjóra sem æðra stjórnvalds. Ákvarðanir sem áður voru teknar af skattstjórum voru með frumvarpinu felldar undir ákvörðunarvald ríkisskatt- stjóra. Þannig er bein afleiðing hinnar nýju skipunar á ýmsan hátt umtalsvert breytt hlutverk ríkisskattstjóra í stjórnsýslu skattamála. Ríkisskattstjóri hafði áður það hlutverk að sam- ræma skattframkvæmdina og í því skyni gat ríkisskattstjóri endurmetið fyrri ákvörðun skattstjóra, bæði samkvæmt beinni heimild og eins sem æðra stjórnvald, þó með þeim takmörk- unum að úrskurður skattstjóra skyldi sæta kæru til yfirskatta- nefndar. Með sameiningu skattstjóra við embætti ríkisskatt- stjóra var eðlilega fellt niður hlutverk ríkisskattstjóra sem æðra stjórnvalds og þannig færðist framkvæmdin formlega yfir á eitt stjórnsýslustig að þessu leyti. Flestar ákvarðanir sem ríkisskattstjóri tekur og varða breytingar á opinberum gjöldum sæta alla jafna kæru til yfirskattanefndar en nokkrar ákvarðanir, svo sem um endurgreiðslu á virðisauka- skatti, sæta nú málskoti til fjármálaráðuneytisins sem æðra stjórnvalds. Þá hafa einnig verið gerðar þær breytingar að mál sem áður voru afgreidd eingöngu hjá skattstjóra og með mál- skoti til ríkisskattstjóra sæta nú kærurétti til yfirskattanefndar. Þar skal sérstaklega getið ákvarðana um ívilnun samkv. 65. gr. laga nr. 90/2003, með síðari breytingum, þegar sérstakar aðstæður heimila lækkun á skattstofni eftir hlutlægum efnis- legum viðmiðunum, að teknu tilliti til persónubundinna atvika framteljanda sem sæta stjórnsýslulegu mati. Stjórnsýsluleg staða ríkisskattstjóra breyttist þannig úr því að vera stjórnvald sem átti að annast að meginstofni til samræm- ingu skattframkvæmdar ásamt leiðbeiningarhlutverki og vera æðra stjórnvald í ákveðnum tilvikum, í að vera það stjórnvald sem annast jöfnum höndum yfirstjórn og frumákvarðanir, hvort heldur varðandi setningu reglna, álagningu opinberra gjalda, endurákvörðun þeirra eða aðrar ákvarðanir sem framteljendur óska sjálfir eftir eða þurfa að sæta. Hin nýja stjómsýslulega staða ríkisskattstjóra ætti þó til lengri tfma litið að verða einfaldari, enda þarf t.a.m. ekki að annast samræmingu skattframkvæmdar með sjálfstæðum stofnunum þar sem stjórnunarleg ábyrgð ríkisskattstjóra með skattstjórum var lítil sem engin þar sem þeir heyrðu undir fjármálaráðuneytið í stjórnunarlegu tilliti. Engu minna er nú kostað til við að tryggja samræmingu skattframkvæmdar og skilvirkni í stjórnsýslunni en áður var, en með þeirri breytingu að nú fylgir stjórnunarleg ábyrgð þeim ráðstöfunum sem unnt er að grípa til ef slíkar aðstæður skapast. Yfirskattanefnd hefur óbreytt hlutverk I hinni nýju skipan stjór- nsýslu skattamála og hið sama á einnig við um skattrannsókn- arstjóra rikisins. Yfirskattanefnd hefur þó nú fengið úrskurðar- vald um vissar ákvarðanir ríkisskattstjóra svo sem samkv. ákvæðum 65. gr. laga nr. 90/2003 og þannig hefur yfirskatta- nefnd fengið aukið hlutverk frá því sem áður var. Ákvæði 65. gr. er raunar það ákvæði sem e.t.v. kann að vera viðkvæmast í skattframkvæmdinni vegna þess hve ákvarðanir á grundvelli þess eru matskenndar. Því er málskotsréttur framteljanda á ákvörðun ríkisskattstjóra til fjölskipaðs æðra stjórnvalds eðlileg ráðstöfun sem líkleg ertil að auka réttaröryggi framteljanda. IV. Ávinningur og lokaorð Sameining stofnana er krefjandi verkefni og tekur mikinn tíma meðan á sameiningarferlinu stendur. Það er lauslega áætlað að slíkt sameiningarferli taki ekki skemmri tíma en 3 ár og líklega heldur rúmlega það. Það má því segja að þegar þetta greinar- 20 • FLE btaðið janúar 2012

x

FLE blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.