FLE blaðið - 01.01.2012, Síða 23

FLE blaðið - 01.01.2012, Síða 23
korn birtist séu starfsmenn ríkisskattstjóra e.t.v. rösklega hálfn- aðir á vegferð sinni með að byggja upp nýtt skipulag á skatt- framkvæmd hérlendis. Þegar horft er til baka, þó skammt sé liðið, verður ekki framhjá því litið að breytingin var skynsamleg. Skattareglurnar eru orðnar það flóknar og breytingar á skattalögum mun tíðari en áður var, að þeim verður ekki mætt án sérhæfingar á helstu áherslusviðum skattframkvæmdar. Slík sérhæfing er algjör for- senda þess að það takist að gæta samræmis í skattfram- kvæmdinni og fulls jafnræðis meðal framteljanda. Starfsmönnum sem unnu dreift við sambærileg verkefni hefur þannig ýmist verið skipað saman í einingar á landsvísu, sem ábyrgar eru fyrir afmörkuðum verkþáttum, eða fengin ný við- fangsefni í samræmi við breytta verkaskipan og endurskipu- lagningu fyrri starfstöðva. Breyttir starfshættir og endurmat á skattframkvæmdinni sam- hliða hinni nýju löggjöf um sameiningu skattyfirvalda eru þann- ig líkleg til að tryggja nákvæmari skattframkvæmd, samræmi, jafnræði og hlutlægni i skattákvörðunum. Samhliða hafa grunn- gildi ríkisskattstjóra verið tekin til endurmats þar sem horft er jöfnum höndum til þess að gætt sé að þjónustu og eftirliti. Það eru þeir tveir meginþættir skattframkvæmdarinnar sem lang- mestu máli skipta og raunar má fella flest störf ríkisskattstjóra þar undir. Verður það verkefni starfsmanna ríkisskattstjóra á komandi árum að fylgja breytingunum eftir svo þær skili þeim ávinningi sem stefnt var að. Skúli Eggert Þórðarson Af söguritun - viðtal við Kristján Sveinsson söguritara Kristján er sagnfræðingur að mennt og uppalinn á Tjörn á Skaga. Dýri Guðmundsson ræddi við Kristján Sveinsson sem hefur nýlokið ritun sögu Félags löggiltra endurskoðenda Af hverju valdirðu sagnfræðina? Vegna þess að sagnfræðin getur veitt svör við ýmsum áleitn- um spurningum. Sagnfræði er fræðigrein sem fjallar um liðinn veruleika og nálgast hann með margvíslegum og stundum nokkuð flóknum aðferðum. Með því að beita fræðilegum aðferðum er hægt að knýja fram svör við tilteknum spurning- um eða afla sér vitneskju úr ákveðnu þýði sem maður hefur aðgang að. Það skiptir máli að þekkja til fortíðarinnar tel ég. Einhver atburðarás hefur orðið áður en við komumst á þann stað þar sem við erum nú og það hefur beinlínis hagnýtt gildi að átta sig á því. Þó er vissulega umdeilanlegt hversu mikið er unnt að læra af sögunni. Ekkert endurtekur sig nákvæmlega eins og áður fyrr en yfirleitt er sitthvað sameiginlegt með for- tíð og samtíð. Ég held þó að fólk leiti almennt ekki lærdóma í fortíðinni fyrr en allt er komið í stakasta óefni. Eiginleikinn til að læra af reynslunni og vera fær um að flytja þekkingu milli kyn- slóða er engu að síður meðal þess sem greinir manninn frá öðrum dýrum. Þannig getum við safnað upp þekkingunni eins og hverjum öðrum forða. Sagnfræði er ágætt tæki til þess. Hvar leitaðirðu gagna fyrir sögu FLE? Ég leitaði gagna í skjalasafni FLE fyrst og fremst, en einnig í Þjóðskjalasafni, skjalasafni Háskóla íslands og hjá Alþingi. í Þjóðskjalasafni er meðal annars að finna skjalasöfn ráðuneyta sem eru í meginatriðum opin. Almenna reglan er að eftir 30 ár er veittur aðgangur að skjölum opinberra stofnana, en þó eru skjöl um ýmis tiltekin málefni ekki gerð opinber fyrr en eftir 80 ár. Opinberar stofnanir skila skjölum sínum til Þjóðskjalasafns. Stundum er þó nokkur misbrestur á því og þá leitar maður til stofnananna sjálfra. Löggiltir endurskoðendur 7 og 2 í Þjóðskjalasafni kannaði ég fyrst og fremst gögn i skjalasafni atvinnumálaráðuneytis og síðar fjármálaráðuneytis en málefni endurskoðenda hafa heyrt undir þessi ráðuneyti. Á tímabili FLE blaðiðjanúar2012 • 21

x

FLE blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.