FLE blaðið - 01.01.2012, Side 24

FLE blaðið - 01.01.2012, Side 24
virðist þó sem þau hafi fremur fylgt ráðherrum en ráðuneyti. Svo bar svo undarlega við að talsverðu af gögnum um endur- skoðendur skaut upp meðal skjala landbúnaðarráðuneytisins. Það skýrist víst af heldur óhönduglegri flokkun þegar atvinnu- málaráðuneytinu var skipt upp I atvinnuvegaráðuneytin sem við þekkjum. Ég tók einnig nokkur viðtöl við endurskoðendur sem höfðu gegnt störfum á vettvangi FLE en þau urðu þó ekki neinn burð- arþáttur í heimildaöfluninni. Útgefið efni af ýmsu tagi var líka Afmælisnefndin ásamt Kristjáni og framkvæmdastjóra. Frá vinstri: Símon, Ólafur Viggó, Sigurður, Kristján og Hrefna það vilji til að halda til haga vitneskju um fortíðina, uppruna þessa félags, hvað gert hafi verið á vegum þess og hverju það hafi fengið áorkað. Ég geng út frá því að endurskoðendur, eins og svo margir aðrir, hafi áhuga á að nýta sér söguna til að skilja samtíð sína betur. Það er líka talsvert sterk hefð fyrir bókum af þessu tagi, þ.e. stéttartali og félagssögu. Ég reikna með að slík rit þjóni þeim hagnýta tilgangi að styrkja sjálfsmynd þeirra hópa sem þau fjalla um og svo hefur sumt fólk talsverða skemmtun af sögulegum fróðleik. Afmælisnefndin. Frá vinstri: Hrefna Gunnarsdóttir, Ólafur Viggó Sigur- bergsson, Símon Á. Gunnarsson og Þorsteinn Haraldsson notað í miklum mæli. Það er hægt að komast að þessu öllu með því að skoða heimildaskrá og tilvísanir. Það kemur stundum á óvart hve litlu leit að gögnum skilar. Maður verður oft hissa á því hve lítið finnst um mál sem hafa verið í deiglunni. Það á raunar við um aðdraganda fyrstu lag- anna sem sett voru um löggilta endurskoðendur. Þetta getur átt sér ýmsar skýringar. Gögnin geta hafa glatast en kannski voru þau aldrei til. Ég held að íslensk stjórnsýsla hafi stundum verið ærið gloppótt hvað þetta varðar. Það hefur ýmsu verið kastað á glæ sem að réttu hefði átt að varðveita og formfestu hefur ekki alltaf gætt. Augljóst er samt að sum mál að hafa verið vel unnin og ágætlega hirt um skjalahaldið. Talandi um það má geta þess að FLE hefur varðveitt sín skjöl ágætlega en það mætti skrá þau og flokka til að gera varðveisl- una enn tryggari og gögnin aðgengilegri en þau eru nú. Svona skjalasöfn félaga eru auðvitað einstök hvert og eitt. Talsverður hluti gagnanna sem þau geyma er væntanlega hvergi til annars staðar og ekki er hægt að endurheimta þau ef þau glatast. Þau eru þannig langtum mikilvægari eign en t.d. innanstokksmunir eða tölvubúnaður. Hvert telur þú hafa verið markmið félagsins með því að skrifa þessar bækur? Ég fékk svo sem ekki skilgreiningu á því frá afmælisnefndinni og væri rétt að spyrja hana eða þá sem tóku ákvörðun um að láta taka saman félagatal og félagssögu FLE. En sjálfsagt var Voru vandamál og verkefni endurskoðenda eins í gamla daga og þau eru nú? Að ýmsu leyti held ég að þau hafi verið það en vissulega var starfsumhverfi þeirra sem fyrstir fengu löggildingu til endur- skoðunarstarfa verulega frábrugðið því sem síðar varð og vinnubrögð og tækni hafa tekið miklum breytingum. Voru endurskoðendur þér hjálplegir við gerð bókarinnar? Já já, ég hef alls ekkert undan því að kvarta og ég átti góð sam- skipti við ritnefndina. Fólk sem ég leitaði til tók mér undantekn- ingarlaust vel og ritnefndin hafði einlægan áhuga á að koma verkinu áfram. Það hefur alltaf mikið að segja. Hvernig byggir þú upp bókina? Með gamalkunnri annálaritun eða tímalínu annars vegar og svo þematengdum köflum hins vegar. Þetta eru eitthvað um 20 kaflar ( allt. Ég byrja á því að segja frá aðdraganda fyrstu lag- anna um endurskoðendur og umræðum um þá. Þannig er graf- ist fyrir um það hvernig það bar til að starfsgreinin festi rætur hér á landi og hvað það var sem einkum olli því. Svo eru raktir ýmsir þættir i félagsstarfinu og tengdir samtímaatburðum og þróun. Ég hef leitast við að benda á og rekja tengsl milli sam- félagsþróunar og atburða á vettvangi félagsins, því ekkert verður til af engu, og láta þær heimildir sem ég hafði upp á, segja frá því sem mér þótti skipta mestu fyrir sögu félagsins og þróun þess. Þarna er samspil breytingavalda sem verður að koma fram. 22 • FLE blaðið janúar 2012

x

FLE blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.