FLE blaðið - 01.01.2012, Page 26

FLE blaðið - 01.01.2012, Page 26
Aftur til baka í sögu FLE Já, þetta var ágætt verk að vinna að flestu leyti. Engin verulega þung aðferðafræðileg vandamál. Það tók um 8 mánuði sem ég vann þó ekki alla í einni lotu heldur í áföngum. Mér finnst gott að taka tarnir á svona efni og láta það svo liggja óhreyft í ein- hvern tíma þar til maður tekur svo til á nýjan leik. Þá sér maður yfirleitt sitthvað í öðru Ijósi en fyrr og kemur auga á annað sem hafði flotið framhjá. Vegna þess hve skammur tími var til ráð- stöfunar var ekki um annað að ræða en beina kröftunum öllum að félaginu og sögu þess. Það var lítið ráðrúm til að fjalla um störf endurskoðenda á öðrum vettvangi eða breytingar á starfsgreininni. Kristján gengur frá myndatexta í bókina Kom þér eitthvað á óvart við vinnurta? Ég hef aldrei skrifað sögu félagasamtaka áður, hef aðallega verið að fást við sögu atvinnulífsins undanfarið og vissulega er margt sameiginlegt með fyrri viðfangsefnum mínum og þessu og margt sem var kunnuglegt. En það kom mér á óvart hve félagið hefur verið kraftmikið og öflugt, einkanlega síðustu ára- tugina auðvitað eftir að það varð fjölmennara og þróttmeira en á fyrstu árunum. FLE hafði komið fleiru til leiðar en mig renndi í grun í fyrstu. Endurskoðendur hafa gjarnan það orð á sér að vera starfsamir og ég get ekki betur séð en það birtist í félags- starfi þeirra einnig. Mörgum finnst gerðar miklar kröfur til stéttarinnar og félagsins og horft er stundum á samanburð við lögfræðinga - hvað finnst þér? Ég veit alla vega ekki um neina stétt aðra sem gerðar eru svona miklar kröfur til hvað varðar endurmenntun en annars er erfitt að dæma um þetta nema með haldbærum samanburði og ekki þekki ég málefni lögfræðinga eða annarra sambærilegra starfs- stétta svo vel að ég geti dæmt um það. Starfsemi FLE tekur mið af þeim miklu kröfum sem gerðar eru til endurskoðenda og hefur haldið úti ýmiss konar starfi til að bregðast við þeim. Mér sýnist líka að hið opinbera kerfi hafi stundum ýtt ákveðnum verkefnum á endurskoðendastéttina og látið hana um að draga vagninn. T.d. má nefna skattkerfisbreytinguna 1980-1981 en þá tók félagið kúf af stjórnkerfinu til að leysa þetta mál þar sem ríkið gat varla klárað sig af því að koma breytingunum í gegn vandræðalaust. Fræðslustarfið, sem FLE stóð fyrir á þeim tíma, var stórt verkefni, þ.e. að kynna nýju skattalögin og þjálfa félagsmenn í beitingu þeirra. Ef félagið hefði ekki gert það þá hefði ekki tekist eins vel til með þessar breytingar og raun varð á. Ég met það svo að stjórnvöld hafi átt mikið undir frammi- stöðu félagsins á þeim tíma. Hvað segirðu um einangrun og sérstöðu íslenskra endurskoð- enda, og svo samvinnu við aðrar þjóðir? Ég geri þessum snertiflötum skil, þ.e. samstarfi FLE við nor- ræn félög endurskoðenda og áhrif erlendra samtaka og banda- laga á starfsemi félagsins og starfsumhverfi endurskoðenda. Fyrst í stað sóttu íslenskir endurskoðendur fyrirmyndir einkum til Norðurlanda, svo hafði fríverslunarsambandið EFTA veruleg áhrif, þá EES-samningurinn og loks Evrópusambandið að ógleymdum alþjóðasamtökum endurskoðenda. Ég held að islenskir endurskoðendur hafi aldrei verið einangraðir nema meðan á seinni heimstyrjöldinni stóð. Þeir stóðu þvert á móti lengstum í talsverðum erlendum samskiptum og sóttu fræðslu og fyrirmyndir út fyrir landsteinana allt frá upphafi og vildu raunar ganga lengra á þeirri braut en stjórnvöld. Annað mál er að það var ekki fyrr en undir lok síðustu aldar sem íslensk fyrirtæki tóku til við rekstur erlendis í einhverjum mæli og auðvitað breytti það miklu fyrir (slenska endurskoð- endur að störf þeirra urðu ekki lengur jafn staðbundin og þau höfðu verið fram að því. Þeir þurftu lika að miða störf sín við alþjóðlegt regluverk í sívaxandi mæli. Er eitthvað sem endurskoðendur geta lært af sögunni? Ef þú átt við sögu FLE þá vonast ég til að þeir geti lært sitthvað af henni um félagið sitt, þróun þess og viðfangsefni. Dýri Guðmundsson 24 • FLE blaðið janúar 2012

x

FLE blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.