FLE blaðið - 01.01.2012, Síða 36

FLE blaðið - 01.01.2012, Síða 36
Aðalfundur 2011 Þórir Ólafsson formaður FLE setti aðalfund félagsins og fól Lilju Steinþórsdóttur fundarstjórn. Fyrstur á mælendaskrá var Sigurður B. Arnþórsson, framkvæmdastjóri FLE sem sagði frá því helsta í starfi félagsins á liðnu ári. Meginefnið er að finna hér í blaðinu undir yfirskriftinni: Starfsemi FLE. Formannaskipti, Sigurður Páll Hauksson tekur við keðjunni úr hendi Þóris Ólafssonar fráfarandi formanns Þá flutti formaður skýrslu stjórnar og hóf mál sitt með því að þakka fráfarandi stjórn fyrir ánægjulegt og gott samstarf. Formaðurinn kom inn á rekstrarniðurstöðu félagsins en starfs- mannakostnaður hjá félaginu hefur aukist en á sama tíma hefur kostnaður félagsmanna við störf þeirra í þágu félagsins minnk- að. Það er kostnaður sem ekki kemur fram í reikningum félags- ins þ.e. minni tími stjórnar- og nefndarmanna við þeirra störf en kostnað af því hafa viðkomandi félagsmenn sjálfir eða vinnu- veitendur þeirra borið hingað til. Lauslega talið eru um 50 manns sem starfa á vegum félagsins í nefndum og stjórnum. Þetta fyrirkomulag lendir þyngra á einyrkjum og félagsmönnum frá fámennari stofum þegar þeir taka þátt. Formaðurinn velti hér upp þeirri hugmynd að til að byrja með fái formenn nefnda og stjórnarmenn greiðslur fyrir störf sín. Augljóst er að þessu fylgir þörf fyrir hækkun félagsgjalda en á móti léttir á kostnaði þeirra sem starfa fyrir félagið. Kostnaður hefur einnig aukist með aukinni þátttöku í fundum NRF og FEE auk þess sem kostnaðarhlutdeild okkar í NRF hækkaði þegar sett var ákveðið gólf á kostnaðarhlutdeild landanna innan NRF. Þá vék formaðurinn að umræðu um endurskoðendur í fjölmiðl- um, en allnokkur umræða og á stundum hvöss hefur verið um endurskoðendur í fjölmiðlum sl. ár. Stjórn félagsins hefur að mestu haldið sig við að grípa ekki inn í umræðuna nema þegar farið væri rangt með eða ef tilefni væri til að efla skilning á hlut- verki endurskoðenda. Því næst nefndi formaðurinn að endurskoðendur eru ein fárra stétta í landinu sem býr við lögbundið gæðaeftirlit. Félagið skal lögum skv. annast framkvæmd gæðaeftirlitsins hjá endurskoð- endum að forskrift Endurskoðendaráðs. Á því eru engar undan- tekningar. Ákveðinn ágreiningur hefur komið upp um fram- kvæmd gæðaeftirlitsins sem að mestu er byggður á meintum vafa um lögformlega innleiðingu alþjóðlegra staðla um endur- skoðun. Lög um endurskoðendur tala þó skýrt um að fara skuli eftir alþjóðlegum stöðlum. Þá kom hann inn á að rætt hefur verið um að hafa reglulega fundi með Efnahags og viðskiptaráðuneyti og átti félagið tvo fundi með þeim sl. starfsár. Vel var tekið í ósk félagsins að félagið fengi að koma fyrr að málum, þ.e. meðan á undirbún- ingi frumvarps stendur, því reynslan hefur verið sú að oftar gengur erfiðlegar að ná sjónarmiðum fram þegar búið er að leggja frumvarpið fram auk þess sem greinargerð og athuga- semdir fara þá oft forgörðum. Þá nefndi formaðurinn samskipti félagsins við Endurskoðendaráð sem hafa verið góð á árinu. Þá vék formaðurinn að Námstyrkjasjóði FLE, en haustið 2010 var veittur styrkur úr Námsstyrkjasjóði FLE til Háskólans í Reykjavík vegna doktorsnáms Markúsar Ingólfs Eiríkssonar í reikningshaldi. Heildarfjárhæð styrksins er kr. 9.000.000 og er hann veittur til þriggja ára. Á árinu var þriðjungur styrksins greiddur og hafa styrkþegar skilað framvinduskýrslu þar sem fram kemur að vel gengur hjá honum. Doktorsverkefni Markúsar ber vinnuheitið „Auditors' incentives, decision and independence". Af öðrum vettvangi félagsins kom fram að stjórn félagsins skip- aði tvær nýjar nefndir á árinu, orðanefnd og laganefnd. Að lokum sagði formaðurinn þetta: „Ég vil að lokum þakka stjór- 34 • FLE blaðið janúar2012

x

FLE blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.