Alþýðublaðið - 13.01.1925, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.01.1925, Blaðsíða 4
í sparnaSarpostulanuni, en ekki Jroiði hann um að fást. >0rn elneygðic. Afi t>að sé fullkomin alvara hjá íhaldsliBinu að koma upp vopnuðu herliði hér á landi sést þó bezt á grein, sem kom í Vísi á föstu- daginn. >Örn eineygði< skrifar þar upp- haf að grein, sem hann kallar >Alþýðusambandsþingið og ríkis- lögreglan«. >Örn< hefir oft áður skri'fað um þetta mál, og er rétt, að aimenn- iDgur fái að vita, hverB konar maður >örn eineygði< er; hann er og hefir um langt skeið verið skrifari hjá útlenda flskkaupmann- inum G. Copeland, og Þarf þá ekki framar vitnanna við. Allar hafa greinar >Arnar< bor- ið vitni um sjúkt sálarlif höf., — það fært til málsbóta ríkislögreglu, sem allir heilskygnir sjá, að ein- mitt mælir á móti henni, eins og t. d. það, að ríkislögreglan mundi auka og efla friðinn(i) í landinu. En í öllu röksemdaþroti sínu Bpinnur höfundurinn þó sjálfum- glaður langdreginn ritlopanu og hreykir sér hæst yfir mestu blá- þráðunum. En í umræddri grein kastar þó fyrst tólfunum, þegar hsnn kallar ríkislögregluna >alvar- legasta< stjórnmál >íslenzka rík- isins< eða þjóðarinnar, sem á að >tryggja henni frið og samheldni<(!). >Prið og samheldni<, segir aum- ingja maðurinn. í*að skal ósagt látið, hvort hann trúir þessu sjálf- ur eða ekki. En allir heilskygnir menn vita, að stofcun ríkislög- reglu er að eins til þess, að fámenn stótt geti drottnað yfir landinu í skjóli hennar. Og íhaldsliðinu er það áreiðanlega ljóst. Til hvers á að nota ríkislögreglu? Um það skrifar >Örn eineygði< ekkert, og það er eina glóran í skrifum hans, að slfkt er ekki nefnt þar. Rikis- lögregluna á að nota til þess að lækka kaup vinnandi stéttanna, verkamanna og sjómanna. En hvernig verður það? fað verður þannig: Útgerðarmenn ogatvinnu- rekendur (lika flskkaupmenn) ákveða að lækka kaupið undir því yflrskyni, að framleiðslan þoli ekki kostnaðinn, — en er í rauninni gert til þess, að gróði þeirra verði sem mestur —. Verkamenn geta íivorki né vllja ganga að kaup- ALÞYDUBLAÐIS lækkun vegna dýrtiðar. Atvinnu rekendur smala saman alls konar ruslaralýð til að vinna fyrir nið- ursettu kaupi. Því munu verka- menn mótmæla Pá vebur útgerð- armannaforinginn til íhaldsráð- herrans og heimtar ríkiBlögregl- una. Erlendur, Axel og fleiri hat- ursmenn alþýbu vopna >herdeild- ir< sínar og búast til bardaga. Og fer nú sem má. — En þarna er biugðið upp lif- andi mynd af því, hvernig á að nota ríkislögregluna, og getur >Örn eineygði< rýnt í hana með þeirri glyrnunni, sem hann kaliar að sé heil. >örn eineygði< vill láta felast alt annað í mótmælum Alþýðu- sambandsþingsiDs gegn ríkislög- reglu heldur en fólst í mótmæl- um Sjómannafélags Reykjavíkur. Hér vill >Örn< gera lesendur Vísis jafnheimska sjálfum sór. í ályktun S. R. er ríkislögregian talin >algerlega óþörf< og >skað- leg fyrir friðinn í landinu<. Ef nú >alt ánnað væri uppi á teningn- um< hjá Alþýðusambandinu, þá ætti líkiega að standa í ályktun þess, að ríkislögreglan væri >bráð- nauðsynleg<, >gagnleg fyrir frið- inn í landinu< o. s. frv.(l) En >Örn eineygði< prentar upp álykt- un sambandsþingsins og gefur þar röktemdafærslu sinni heldur laglega >glyrnu<, því að þá sést, að báðar þessar ályktanir fela al- veg , hið sama í sér: sterk mót- mæli gegn rikislögreglu. Og þó að orðanna hljóðan sé ekki alveg hin sama i báðum tillögunum, þá getur enginn fullvita maður hald- ið því fram, að það só snefill af ósamræmi í rökstuðningi eða orða lagi þessara tveggja ályktana. En annars skal mönnum bent á að lesa þessar umræddu ályktanir tii þess að sannfærast um, að hér er farið með rótt mál, en >örn eineygði< fer með tómar rökvill- úr og fleipur. (Frh.) II. jan. 1925. Q. 20 þús. kr. sekt fékfc enskl skipstjórinn, sem oíbeldisverkin hafði í frammi við strandvarnar skipin. Uffldagmnogvegínn. Viðtalstíini Pálg tanslæknis er kl. 10—4. Nætnrlæknir er í nótt Konráð R. Konráðsson, Þingholtsstræti 21. Sími 575. 70 úra er í d g Gufinar Þorbergur Lárusso"Su^nrpóii 25 Ðáuarí’regn. Fyrir skömmu lézt á Skútsstöðum í Hj Itadal í Skagafjarðarsýslu Jón Sigurða- son, áður bóndi þar, 77 ára að aldrl. Eitt barna hans er Ás- mundur skáíd frá Skúfsstöðum. Kappskák þreyttu Reykvík- ingar og Akureyringar um simann á sunnudagsnóttina. Keppendur voru 11 hvorum megin. Úrslit urðu þau, að Akureyringar unnu s?x skákir, en Reykvíkingar 2, og þrjár urðu jafntsfii. Togararnir. Royndin kom i nótt af fiskveiðum í ís (með 1200 kassa). í happdrætti Jafnaðarmanná- félagsins kom upp nr. 35. — Vinningsins sé vitjað á afgreiðslu Alþýðublaðsins. Skipaferðir. Gullfoss kom í gær til Leith, og Esja tór þaðan. Lúðrasveitin ieikur á þaki Hijómskáians í kvöld ki. 8 ef veður leyfir. Velzlan á Sóliiangum verður leikin fimtudag og föstudag næstkomandi. >H0trgur sá, er hlífa skyldi<. Ólafur Thors, formaður miðstjórnar íhaldsins, segir svo í >Timanum< á laugardaginn: > . . . mér þótti röggsemi forsætisráðherrans meiri en stundum áður, er hann áfrýjaði sýknunardómi skipstjórans< (á togaranum Agli skallagrímssyni). Ritatjóri og ábyrgöarmaöuri Hallbjörn Hálldórsson. Prontsm. Hallgrimi Benediktssoaaí Bergat«ö»iitr?etl 1$,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.