Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2016, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2016, Blaðsíða 2
2 Fréttir Panama-skjölin Vikublað 5.–7. apríl 2016 R íkisstjórnarsamstarfið stendur og fellur með Sjálf­ stæðisflokknum sem, eins og staðan er núna, virðist ekki vera tilbúinn til að standa við bakið á forsætisráðherra. Enginn af þeim þingmönnum flokks­ ins sem Eyjan ræddi við á göngum þingsins í gær, mánudag, var til­ búinn til að lýsa opinberlega yfir stuðningi við Sigmund Davíð Gunn­ laugsson. Raunar vildu þeir sem minnst tjá sig um málið, en þeir sem það gerðu voru sammála um að mál­ ið væri grafalvarlegt. „Ég skil vel að fólk hefur af þessu miklar áhyggjur. Ég hef þær líka. Upplýsingarnar sem komu fram í Kastljósþættinum í gær voru sláandi. Þetta er eitthvað sem verður að koma fram og við verðum að hreinsa út,“ segir Elín Hirst, þing­ maður flokksins. Sjálfur formaður Sjálfstæðis­ flokksins var heldur ekki tilbúinn að svara því hvort Sigmundi Davíð væri stætt í embætti, er hann var spurð­ ur út í það í gær. Þvert á móti sagði hann ekki augljóst að samstarfið héldi áfram. Það flækti óneitanlega stöðuna að Bjarni var strandaglópur í Bandaríkjunum þar sem hann missti af flugi á leið heim úr tveggja vikna fríi í Flórída, en honum tókst að funda með þingflokknum með aðstoð fjarfundabúnaðar. Samkvæmt heimildum Eyjunnar fól þingflokkurinn Bjarna umboð til þess að ræða málið við forsætis­ ráðherra um leið og hann kem­ ur heim. Bjarni mun þar af leiðandi ákveða örlög ríkisstjórnarsamstarfs­ ins. Skilaboðin sem þingflokkurinn mun senda Bjarna með á fundinn eru þau að Sigmundur Davíð njóti ekki óskoraðs stuðnings til að gegna áfram embætti forsætisráðherra. Þetta hefur komið fram í samtölum Eyjunnar við þingmenn og áhrifa­ menn innan Sjálfstæðisflokksins. Framsókn stendur með sínum formanni Þingflokkur Framsóknarflokksins ætlar hins vegar að standa þétt við bakið á sínum formanni sem til­ kynnti í hádeginu í gær að hann ætl­ aði ekki að segja af sér, þrátt fyrir háværa kröfu þar um. „Ég held að forsætisráðherra hafi gert mjög vel grein fyrir sínum málum,“ sagði Þórunn Egilsdóttir sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Erfið­ lega gekk að ná tali af þingmönnum flokksins í gær og þeir hafa lítið haft sig í frammi síðustu tvo daga. Ljóst er að forsætisráðherra rær lífróður í embætti og þrátt fyrir að ætla að standa fastur fyrir eru örlög hans í höndum samstarfsflokksins. Hann opinberaði málsvörn sína í gær. Hann baðst afsökunar á „ömur­ legri“ frammistöðu sinni í umtöluðu sjónvarpsviðtali og bar því við að spurningarnar hafi komið honum að óvörum. Hann fullyrti að hvorki hann né eiginkona hans hafi nokkru sinni átt eignir í skattaskjóli, þótt Wintris væri skráð á Bresku Jómfrúaeyjum. Samkvæmt skilgreiningu Sigmundar Davíðs á skattaskjólum skiptir höfuð­ máli hvort skattar eru greiddir af eign­ unum sem þar eru. Og þar sem fyrir liggur, að hans sögn, að eiginkona hans hafi greitt alla skatta í tengsl­ um við Wintris flokkist það ekki sem skattaskjól. Í því samhengi nefndi hann að Svíþjóð hafi verið kallað skattaskjól í opinberri umræðu. Hvort þingmenn Sjálfstæðisflokksins kaupi þá skýringu að Tortola sé ekki skattaskjól verður að koma í ljós. Skýlaus krafa um kosningar Samhugur er á meðal stjórnarand­ stöðuflokkanna um að rjúfa þing og efna til kosninga. Píratar og Björt framtíð eru einarðastir í þeirri af­ stöðu. Þetta kom glöggt í ljós á um­ ræðum í þingi í gær þar sem stór orðu féllu í garð Sigmundar Davíðs. Guðmundur Steingrímsson kall­ aði forsætisráðherra „frægasta fjár­ glæframann heimsbyggðarinnar“ á meðan Ásta Guðrún Helgadóttir spurði Sigmund Davíð hvort hann hefði enga sómakennd um leið og hún hvatti hann til afsagnar. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Sam­ fylkingarinnar, segir sinn flokk reiðu­ búinn í kosningar þrátt fyrir afleita stöðu. „Nú eru það sannarlega ekki hagsmunir okkar í Samfylkingunni að gengið verði til kosninga núna, það sér hver maður. En það bara undirstrikar í mínum huga að þetta nýst ekki um flokkspólitík eða hags­ muni einstakra flokka.“ n Framtíð Sigmundar er í höndum Bjarna Forsætisráðherra nýtur ekki óskoraðs stuðnings innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins Magnús G. Eyjólfsson Freyr Rögnvaldsson Möguleikar Bjarna Ben Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur nokkra kosti í þeirri stöðu sem upp er komin. Enginn þeirra er einfaldur í framkvæmd og aðeins einn þeirra felur í sér að Sigmundur Davíð haldi áfram. Bjarni og samherjar hans þurfa hins vegar að vinna hratt. Tillaga um vantraust og þingrof verður tekin fyrir á Alþingi á miðvikudag eða fimmtudag og vilja sjálfstæðismenn vafalaust vera búnir að afgreiða málið þegar þar að kemur. Óbreytt stjórnarsamstarf Bjarni gæti tekið skýringar Sigmundar Davíðs góðar og gildar og freistað þess að berjast á móti straumnum, mögulega með einhvers konar kröfum um ráðherraskipti þannig að Sjálfstæðisflokkurinn fái forsætisráðu- neytið. Slíkt útheimtir gríðarlegt pólitískt kapítal og gæti jafnvel endað með því að báðir stjórnarflokkar verði enn laskaðri en nú er þegar að kosningum kemur. Fjölmennustu mótmæli Íslandssögunnar á Austurvelli í gær eru vísbending um hvað er í vændum. Sigmundi fórnað Bjarni gæti stillt Framsóknarflokknum upp við vegg og gert þá kröfu að Sigmundur Davíð víki til að halda stjórnarsamstarfinu gangandi. Þetta gæti virst auðveldasti kosturinn fyrir Bjarna, en þó þarf að hafa í huga að bæði hann og varaformaðurinn Ólöf Nordal eru einnig tengd Panama-skjölunum svokölluðu. Óvíst er hvort það nægi til að lægja öldurnar auk þess sem framsóknarmenn eru afar hliðhollir sínum formanni og óvíst hvort þeir taki slíkt í mál. Boða til kosninga Bjarni gæti allt eins ákveðið að útséð væri með stjórnarsamstarfið og að hyggilegast væri að boða til kosninga nú. Í því samhengi þarf Bjarni að meta hvort hans eigin flokkur er tilbúinn til kosninga og hvort hann sjálf- ur standi nægilega sterkt til að leiða flokkinn. Minnihlutastjórn Bjarni gæti freistast til þess að slíta samstarfinu við Framsóknarflokkinn og fara þess á leit við stjórnarandstöðuflokkana að þeir styðji minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks út kjörtímabilið, eða fram að kosningum í haust. Miðað við hljóðið í stjórnarandstöðunni um þessar mundir er lítil stemning fyrir slíku. Þjóðstjórn Loks gæti Bjarni hlutast til um að mynduð yrði þjóðstjórn fram að kosningum, sem annaðhvort yrðu á næsta ári eða í haust. Slík stjórn þyrfti að vera mynduð án aðkomu Sigmundar Davíðs þar sem ólíklegt er að aðrir flokkar vilji í samstarf með honum. Hvort Framsókn samþykki slíkt er annað mál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.