Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2016, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2016, Blaðsíða 18
Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 18 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Vikublað 5.–7. apríl 2016 Við erum með frægasta fjár- glæframann heimsbyggðarinnar Forsætisráðherra segir bara: Nanana, komið með vantraust Aldrei séð annan eins mannfjölda Aumingja Ísland Guðmundur Steingrímsson var ómyrkur í máli í pontu. – Alþingi Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati var eiginlega orða vant í pontu. – AlþingiLögreglan stóð í ströngu í miðbænum í gær. – RÚV H eimurinn breyttist á sunnu­ dag. Ísland breyttist þegar Kastljós ásamt fjölmiðlum um allan heim birti upplýsingar um félög kjörinna fulltrúa í skatta­ skjólum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, nýtur ekki lengur trausts. Ríkisstjórn Íslands er í öndunarvél. Lengi hefur verið rætt um á Ís­ landi að siðbót sé nauðsynleg í stjórnmálum. Nú er svo komið að þessari siðbót verður ekki frestað. Hún kemur raunar ekki frá stjórn­ málamönnunum sjálfum og allt út­ lit er fyrir að henni verði þvingað upp á þá. Kjörnir fulltrúar búa við ríkari kröfu um að upplýsa og ekki síður að lifa eftir þeim lögum, reglum og al­ mennu siðferði, sem við höfum kom­ ið okkur upp. Það má vera ljóst að það styttist í þingkosningar. Þar verður ekki bara tekist á um stefnumál og kosninga­ loforð. Trúverðugleiki verður eitt af stóru kosningamálunum. Viðtalið sem tekið var við Sigmund Davíð og sýnt á sunnudag, er fordæmalaust. Það að forsætis­ ráðherra ljúki viðtali með þeim hætti sem þjóðin og raunar allur heimur­ inn varð vitni að er ekki sæmandi þjóðarleiðtoga. En gildran sem sett var upp af hálfu þáttastjórnendanna var líka fordæmalaus. Hvar hefði það gerst í heiminum að spyrill smyglaði sér inn í viðtal við þjóðarleiðtoga og færi að taka þátt í viðtali? Bara á Ís­ landi. Eftir stendur hins vegar að við­ talið var tekið og það skaðaði Ísland, en vá hvað það var gott sjónvarps­ efni. Maður fékk í magann og: Úff þetta var vont. Sigmundur tilkynnti í gær að hann ætli að berjast og sitja áfram. Það verður erfið barátta í miklum bratta. Sigmundur hefur áður kom­ ist í hann krappan en aldrei sem nú. Nýtt lóð og virkilega þungt bættist á vogarskálina í gær. Það eru ekki leng­ ur einhverjir fjölmiðlamenn á Íslandi sem eru að berja á honum. Heimur­ inn allur horfði á viðtalið og fálm­ kennd og klaufaleg viðbrögð for­ sætisráðherra. Einhvern veginn er það alltaf svo að við Íslendingar eru bestir í því sem er verst. Aumingja Ísland. n Völvan og ÓRG Völva DV spáði um síðustu áramót að brotið yrði blað í forsetakosningum á árinu. Hún sagði: „Margir bjóða sig fram og dramatíkin verður mik­ il. Eftir alls konar beygj­ ur og mikið langlundar­ geð margra mun Ólafur Ragnar áfram sitja á Bessastöðum.“ Síð­ ar sagði hún: „Ólafur mun gefa í skyn að hann ætli ekki fram. En spyrjum að leikslokum.“ Svo mörg voru þau orð. Sumir brostu út í annað að þessu. En nú er komin upp staða sem fær Sandkornsritara til að hugsa til þessara orða. Byrjað með látum Samkeppnin á fjölmiðlamarkaði mun að öllum líkindum harðna eftir tilkomu fjölmiðlafyrirtæk­ isins Reykjavik Media. Fyrsta umfjöllun fyrirtækisins fór sannar­ lega ekki framhjá þjóð­ inni en þar var fjallað um af l ands fé­ lög og tengsl ís lensk ra stjórn mála manna við þau. Reykjavik Media fór á Karolina Fund til að leita að hópfjár­ mögnun og það tókst svo vel að fyrirtækið sló á skömmum tíma bæði hraða­ og söfnunarmet. Fjölmiðlar hafa áður leitað til Karolina Fund, það gerði Stund­ in til dæmis. Reykjavik Media byrjar með miklum látum og byr er með fyrirtækinu sem gæti hoggið töluvert í Stundina og hugsanlega einnig Kjarnann. VölVuspá 2016 nýjar vörur í hverri viku alltaf eitthvað nýtt og spennandi Bæjarlind 1-3 - 201 Kópavogur - Sími: 571 5464 Sjáðu úrvalið á www.tiskuhus.is Leiðari Eggert Skúlason eggert@dv.is „Vá hvað það var gott sjónvarpsefni. Maður fékk í magann og: Úff þetta var vont. Mynd SiGtRyGGuR ARi Íslendingar tísta um skattaskjól

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.