Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2016, Page 18
Heimilisfang
Kringlan 4-12
6. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
18 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir
Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Vikublað 5.–7. apríl 2016
Við erum með frægasta fjár-
glæframann heimsbyggðarinnar
Forsætisráðherra segir bara:
Nanana, komið með vantraust
Aldrei séð annan
eins mannfjölda
Aumingja Ísland
Guðmundur Steingrímsson var ómyrkur í máli í pontu. – Alþingi Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati var eiginlega orða vant í pontu. – AlþingiLögreglan stóð í ströngu í miðbænum í gær. – RÚV
H
eimurinn breyttist á sunnu
dag. Ísland breyttist þegar
Kastljós ásamt fjölmiðlum um
allan heim birti upplýsingar
um félög kjörinna fulltrúa í skatta
skjólum.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
forsætisráðherra Íslands, nýtur ekki
lengur trausts. Ríkisstjórn Íslands er
í öndunarvél.
Lengi hefur verið rætt um á Ís
landi að siðbót sé nauðsynleg í
stjórnmálum. Nú er svo komið að
þessari siðbót verður ekki frestað.
Hún kemur raunar ekki frá stjórn
málamönnunum sjálfum og allt út
lit er fyrir að henni verði þvingað upp
á þá. Kjörnir fulltrúar búa við ríkari
kröfu um að upplýsa og ekki síður að
lifa eftir þeim lögum, reglum og al
mennu siðferði, sem við höfum kom
ið okkur upp.
Það má vera ljóst að það styttist í
þingkosningar. Þar verður ekki bara
tekist á um stefnumál og kosninga
loforð. Trúverðugleiki verður eitt af
stóru kosningamálunum.
Viðtalið sem tekið var við
Sigmund Davíð og sýnt á sunnudag,
er fordæmalaust. Það að forsætis
ráðherra ljúki viðtali með þeim hætti
sem þjóðin og raunar allur heimur
inn varð vitni að er ekki sæmandi
þjóðarleiðtoga. En gildran sem sett
var upp af hálfu þáttastjórnendanna
var líka fordæmalaus. Hvar hefði það
gerst í heiminum að spyrill smyglaði
sér inn í viðtal við þjóðarleiðtoga og
færi að taka þátt í viðtali? Bara á Ís
landi.
Eftir stendur hins vegar að við
talið var tekið og það skaðaði Ísland,
en vá hvað það var gott sjónvarps
efni. Maður fékk í magann og: Úff
þetta var vont.
Sigmundur tilkynnti í gær að
hann ætli að berjast og sitja áfram.
Það verður erfið barátta í miklum
bratta. Sigmundur hefur áður kom
ist í hann krappan en aldrei sem nú.
Nýtt lóð og virkilega þungt bættist á
vogarskálina í gær. Það eru ekki leng
ur einhverjir fjölmiðlamenn á Íslandi
sem eru að berja á honum. Heimur
inn allur horfði á viðtalið og fálm
kennd og klaufaleg viðbrögð for
sætisráðherra.
Einhvern veginn er það alltaf svo
að við Íslendingar eru bestir í því sem
er verst.
Aumingja Ísland. n
Völvan og ÓRG
Völva DV spáði um síðustu
áramót að brotið yrði blað í
forsetakosningum á árinu.
Hún sagði:
„Margir
bjóða sig
fram og
dramatíkin
verður mik
il. Eftir alls
konar beygj
ur og mikið
langlundar
geð margra mun Ólafur Ragnar
áfram sitja á Bessastöðum.“ Síð
ar sagði hún: „Ólafur mun gefa
í skyn að hann ætli ekki fram.
En spyrjum að leikslokum.“
Svo mörg voru þau orð. Sumir
brostu út í annað að þessu. En
nú er komin upp staða sem fær
Sandkornsritara til að hugsa til
þessara orða.
Byrjað með látum
Samkeppnin á fjölmiðlamarkaði
mun að öllum líkindum harðna
eftir tilkomu fjölmiðlafyrirtæk
isins Reykjavik Media. Fyrsta
umfjöllun
fyrirtækisins
fór sannar
lega ekki
framhjá þjóð
inni en þar
var fjallað um
af l ands fé
lög og tengsl
ís lensk ra
stjórn mála manna við þau.
Reykjavik Media fór á Karolina
Fund til að leita að hópfjár
mögnun og það tókst svo vel að
fyrirtækið sló á skömmum tíma
bæði hraða og söfnunarmet.
Fjölmiðlar hafa áður leitað til
Karolina Fund, það gerði Stund
in til dæmis. Reykjavik Media
byrjar með miklum látum og
byr er með fyrirtækinu sem gæti
hoggið töluvert í Stundina og
hugsanlega einnig Kjarnann.
VölVuspá
2016
nýjar
vörur
í hverri viku
alltaf eitthvað nýtt
og spennandi
Bæjarlind 1-3 - 201 Kópavogur - Sími: 571 5464
Sjáðu úrvalið á
www.tiskuhus.is
Leiðari
Eggert Skúlason
eggert@dv.is
„Vá hvað það var
gott sjónvarpsefni.
Maður fékk í magann og:
Úff þetta var vont.
Mynd SiGtRyGGuR ARi
Íslendingar tísta um skattaskjól