Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2016, Síða 2
Vikublað 21.–23. júní 20162 Fréttir
Vilja stækka Fjörð
og byggja hótel
Félag eigenda Fjarðar og Regins hefur óskað eftir lóðarstækkun í miðbæ Hafnarfjarðar
E
igendur fjárfestingarfélagsins
220 Miðbær ehf. vilja stækka
verslunarmiðstöðina Fjörð í
Hafnarfirði og byggja hótel eða
íbúðir á sömu lóð. Vilja þeir
byggja á 1.700 fermetrum fyrir aft-
an Fjörð en ekki er búið að fullhanna
viðbygginguna. Lóðin er í eigu félags-
ins en í hluthafahópi þess má meðal
annars finna fasteignafélagið Regin,
Harald Reyni Jónsson, útgerðarmann
sem oftast er kenndur við Sjólaskip,
og Landey, dótturfélag Arion banka.
„Félagið vill stækka lóðina þannig
að hún nái frá Strandgötunni að Firði
með það fyrir augum að stækka versl-
unarmiðstöðina sem yrði á jarðhæð
nýbyggingarinnar og byggja hótel eða
íbúðir á efri hæðum,“ segir Guðmundur
Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri
Fjarðar og fjárfestingarfélagsins.
Sendi umsókn
Guðmundur Bjarni sendi fyrir viku
bæjarráði Hafnarfjarðar umsókn
um stækkun lóðarinnar Strandgata
26–30 til vesturs eða í átt að Firði.
Umrædd stækkun er alls 356 fer-
metrar en lóðin telur nú 1.396 fer-
metra. Í umsókninni er bent á að
samkvæmt gildandi deiliskipulagi
sé gert ráð fyrir möguleika á sam-
tengingu milli atvinnuhúsa á lóðun-
um. Henni fylgdi einnig bréf Hús-
félagsins Fjarðar, sem Guðmundur
stýrir, um að það fagni áformunum,
og teikning ASK arkitekta af fyrir-
hugaðri lóðarstækkun.
„Ég tel raunhæft að framkvæmd-
ir geti hafist á næsta ári. Ég er ekki
alveg klár á hvað þetta mun kosta en
eitthvað hlýtur það að kosta þegar
byggja á verslunarrými á einni hæð
og hótel eða íbúðir á hæðunum fyrir
ofan. Svo fer kostnaðurinn eftir því
hversu stór byggingin verður,“ segir
Guðmundur.
Eiga 80% af Firði
Reginn á helmingshlut í 220 Miðbæ
á móti félaginu 220 Fjörður ehf. DV
fjallaði í desember í fyrra um áform
eigenda 220 Fjarðar, sem eru Har-
aldur Reynir, Landey og einkahluta-
félagið FM-hús, um að kaupa allt
verslunarrými Fjarðar. Höfðu þeir
þá boðist til að kaupa þau eða leyfa
eigendum þeirra að láta plássin upp
í hlutafé í 220 Firði. Félagið hefur nú
tryggt sér um 25 rými eða rúm 80%
verslunarmiðstöðvarinnar.
„Við viljum kaupa þannig að
verslunareigendur geti samein-
ast undir einn hatt þannig að það
verði hægt að hafa skýrari stefnu um
hvernig á að stýra svona verslunar-
miðstöð. Það þarf að stækka húsið
og auka fjölbreytnina og koma mat-
vöruverslun í miðbæ Hafnarfjarðar
og svo þyrfti að opna þar aftur vín-
búð,“ segir Guðmundur.
Haraldur Reynir er eigandi út-
gerðarinnar Úthafsskip en skrif-
stofa fyrirtækisins er staðsett í Firði.
Landey fer með eignarhald Arion
banka á fasteignum, lóðum og
hlutafé í fasteignafélögum sem ekki
eru tekjuberandi að stórum hluta.
Útibú bankans í Hafnarfirði er þar
að auki staðsett í Firði. FM-hús hét
áður Fjarðarmót ehf. og á meðal
annars húsnæði Áslandsskóla. n
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
„Ég tel raunhæft
að framkvæmdir
geti hafist á næsta ári
Framkvæmdastjórinn Guðmundur
Bjarni Harðarson segir umsókn 220
Miðbæjar um lóðarstækkunina vera
fyrsta skrefið í átt að stækkun verslun-
armiðstöðvarinnar. Mynd SiGtryGGur Ari
Lóðin Eigendur 220 Miðbæjar vilja stækka verslunarmiðstöðina til austurs að Strandgötu í
Hafnarfirði. Mynd ÞorMAr ViGnir GunnArSSon
Stærsti laxinn
í langan tíma
Við opnun Elliðaárinnar hefur
sú hefð skapast að Reykvíkingur
ársins fái að renna fyrstur fyrir lax
í Sjávarfossi. Reykvíkingar ársins
að þessu sinni eru hjónin Rein-
hard Reinhardsson og Karólína
Inga Guðlaugsdóttir fyrir að rækta
og græða upp svæði fyrir neðan
heimili sitt í Viðarási. Það var Kar-
ólína sem veiddi fyrsta laxinn í
ánni þetta sumarið á mánudag
en þetta var jafnframt fyrsti laxinn
sem hún veiðir á ævinni. Laxinn
var 13 pund og er langt síðan jafn-
stór fiskur veiðist í opnun árinnar.
Kaj Anton
áfrýjar
Kaj Anton Larsen, sem var þann
13. júní síðastliðinn dæmdur í 26
mánaða fangelsi fyrir að misþyrma
tveggja ára dreng, ætlar að áfrýja
dómnum. Aðalmeðferð hófst í byrj-
un mánaðarins í Jæren Tingsrett,
dómstólnum í Sandnes í Noregi.
DV hefur ítrekað fjallað um
málið en Kaj Anton var ákærður í
október í fyrra. Áverkar á barninu
voru slíkir að læknir brast í grát
þegar hann lýsti þeim í vitnastúku.
Kaj Anton hélt fram sakleysi sínu
en hefur þegar setið inni í átta
mánuði vegna málsins.
Læknar og hjúkrunarfræðingar,
sem sinntu barninu á sjúkra-
húsinu, voru meðal þeirra sem
gáfu vitnisburð. Viðstaddir veittu
því sérstaka athygli að málið
reyndist fagfólkinu þungbært. Vitni
lýsti því í samtali við DV að læknir
hafi brostið í grát í vitnastúkunni
þegar myndir af áverkum barnsins
voru sýndar í dómsalnum.
… komdu þá við hjá okkur
Ertu á leið í flug?
Hafnargötu 62, KEflavíK / pöntunarsími 421 4457
Hádegis-tilboð alla daga