Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2016, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2016, Qupperneq 6
Vikublað 21.–23. júní 20166 Fréttir Þ að er hræðilegt að hugsa til þess að fólk hafi í sér að gera svona,“ segir Steinþóra Þóris dóttir sem lenti í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu á sunnu- dagskvöld að hjóla fram á þunnan þráð úr kaðli sem var búið að strengja þvert yfir hjólreiðastíg á Kársnesinu í Kópavogi. Í samtali við DV segir Steinþóra frá því að hún hafi verið í hjólreiða- túr ásamt sjö ára syni sínum þegar þau tóku eftir því að maðurinn sem var fyrir framan þau stöðvaði skyndi- lega við strenginn. Hún segist sjálf hafa tekið eftir honum þar sem þau hafi farið hægt um svæðið en bendir á að töluverð hætta hefði getað skapast ef einhver hefði hjólað á miklum á undan þeim. „Við vorum á heimleið. Að hjóla frá undirgöngunum og í áttina út Kársnesið. Strengurinn var fyrir neðan tjaldstæðið. Sem betur fer var bjart og maðurinn sem var nýbúinn að taka fram úr mér sá hann líka.“ Steinþóra segir jafnframt að henni hafi tekist að stöðva son sinn en strengurinn var honum í háls- hæð. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist en DV greindi frá því haustið 2014 að hjólreiðamaður hefði hjólað á vír sem hafði verið strengdur yfir hjóla- og göngubrúna yfir Elliðaárósa í Reykjavík. n Reyndu að slasa hjólreiðamenn Strengur þvert yfir hjólreiðastíg skapaði mikla hættu L SD-ofskynjunarlyf sérmerkt tón- listarhátíðinni Secret Solstice,- sem lauk á sunnudag, voru aug- lýst til sölu á einni af leynilegum dópsölusíðum Facebook. Sýran var auglýst sem „Secret Solstice LSD pappinn“, og er útlit hennar vísan í útlit og vörumerki hátíðarinnar. Lögreglan varaði nýlega við þeirri varhugaverðu þróun að LSD væri komið í tísku hjá ákveðnum hópi ungs fólks og mikil aukning sé í notkun þess. LSD var gert upptækt af lögreglu á hátíðinni, en þar var um að ræða nasistasýruna svoköll- uðu, sem varað hefur verið við vegna styrkleika hennar. Ný tegund markaðssetningar LSD hefur í gegnum tíðina oftar en ekki verið skrautlega myndskreytt en nú virðast framleiðendur og sölu- menn farnir að markaðssetja skammt- ana eftir tilteknum viðburðum, eins og tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Run- ólfur Þórhallsson, yfirmaður fíkniefna- deildar lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu, segir að mjög líklega sé þetta nýlunda í markaðssetningu á fíkniefn- um hér á landi, að sérsníða þau með þessum hætti að tilteknum viðburði. Skammtur á 3.000 Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd þá birtist auglýsing fyrir Sól- stöðusýruna í lokuðum og leynileg- um hópi á Facebook þar sem fíkni- efni af öllum toga ganga kaupum og sölum eins og áður hefur verið fjallað um í fjölmiðlum. Skammtur- inn af Sólstöðusýrunni kostar sam- kvæmt auglýsingunni 3.000 krónur, en þó er hægt að kaupa 10 skammta á 25 þúsund krónur. Sölumaðurinn kveðst í auglýsingunni vera staðsettur í Laugardalnum og sé kominn með „besta pappann á markaðinum“ sem allir hafi verið „drullu sáttir“ með og hann aðeins fengið jákvæð viðbrögð frá notendum. Ekki náðist í símanúm- erið sem gefið er upp í auglýsingunni, þegar DV sló á þráðinn. Í samtali við DV segist einstakling- ur sem skráður er meðlimur á sölu- síðum sem þessum hafa orðið var við mun meira af auglýsingum fyrir LSD að undanförnu og framboð sé augljós- lega mikið. Átta fíkniefnamál „Það eru bókuð átta mál er varða fíkni- efni. Haldlögð kannabisefni, am- fetamín, kókaín, e-töflur og LSD. Ekkert í neinu verulegu magni,“ segir Runólfur Þórhallsson, yfirmaður fíkni- efnadeildarinnar. Hann segir að fram- kvæmd hafi verið húsleit á tveimur stöðum í framhaldi af tveimur málun- um og þar fundist meiri fíkniefni, en þó ekki í neinu stórfelldu magni. Til sam- anburðar þá komu upp 39 fíkniefna- mál á sömu hátíð árið 2014. Hið haldlagða LSD reyndist ekki vera hin sérmerkta Sólstöðusýra, held- ur svokölluð nasistasýra, sem merkt er hakakrossi. Lögregla varaði sérstaklega við henni síðastliðinn vetur þar sem hún var sögð einkar öflug og hættuleg. Hún sé í töfluformi og því hafi komið fyrir að fólk hafi neytt hennar í þeirri trú að um væri að ræða e-töflu. Flest málin á hátíðinni voru að sögn Runólfs leyst á vettvangi en í hús- leitunum tveimur var um handtökur að ræða. DV leitaði viðbragða hjá Ósk Gunnarsdóttur, talskonu og einum skipuleggjanda Secret Solstice, við hinni sérmerktu sýru en fyrirspurninni var ekki svarað. n n Nýtt á Íslandi n Sölusíða á netinu n Átta fíkniefnamál komu upp n LSD í tísku SýRa SéRmeRkt SecRet SoLStice n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Sólstöðusýra Miðnætursólin er eitt af einkennismerkjum Secret Solstice-há-tíðarinnar og prýðir hún Sólstöðusýruna sem ber sama nafn. Nasistasýra Meðfylgjandi mynd birti lög- reglan síðastliðinn vetur. Slík sýra var gerð upptæk á Secret Solstice um helgina. „Sölumaðurinn kveðst í auglýs- ingunni vera staðsettur í Laugardalnum og sé kom- inn með „besta pappann á markaðinum“ sem allir hafi verið „drullu sáttir“ með. Sumargjöfin í ár! fæst í scootlife ísland, Rofabæ 9, 110 Rvk Þráðlausu Touch heyrnartólin eru seld í Scootlife Ísland. Hægt að tengja við síma, ipad og öll bluetooth tæki. Einnig er hægt að svara í símann með þeim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.