Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2016, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2016, Page 8
Vikublað 21.–23. júní 20168 Fréttir Þegar Steingrímur SettiSt fyrSt á Þing n fyrst kjörinn árið 1983 n tekur slaginn á ný í næstu kosningum S teingrímur J. Sig­ fússon mun skipa fyrsta sæti Vinstrihreyfingar­ innar Græns framboðs í Norðaustur­ kjördæmi í komandi Al­ þingiskosningum. Kosn­ ingarnar verða hans tíundu á ferlinum. Steingrímur var fyrst kjörinn á þing fyrir Al­ þýðubandalagið í þing­ kosningunum 22. apríl 1983. Hann hefur því setið í 33 ár á þingi og nái hann kjöri mun hann hafa setið í 37 ár samfellt. Enginn núver­ andi þingmaður hefur setið jafn lengi og margir þeirra voru ekki einu sinni fædd­ ir þegar Steingrímur settist fyrst á þing. DV tók til gam­ ans saman nokkra fróð­ leiksmola um það herrans ár, 1983, þegar Stein­ grímur settist fyrst á Alþingi Íslendinga. n haraldur@dv.is mikael@dv.is Þetta var árið 1983 Þegar Steingrímur J. var fyrst kjörinn á þing Voru ekki fædd Svo lengi hefur Steingrímur setið á þingi að margir af núverandi þing- mönnum voru ekki fæddir þegar hann tók þar fyrst sæti. Rúmum mánuði áður en Steingrímur var kjörinn á þing fæddist Björt Ólafs dóttir, þingkona Bjartrar framtíðar. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, kom í heiminn nokkrum vikum eftir að Steingrímur hafði setið sína fyrstu þingsetningu haustið 1983. Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknarflokks, fæddist fjórum árum síðar. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingkona Pírata, er fædd 1990 en það ár var Steingrímur landbún- aðar- og samgönguráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Kjörtímabili þeirrar ríkisstjórnar lauk ári síðar eða tveimur mánuðum áður en Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingkona Framsóknarflokks, kom í heiminn árið 1991. Svona var tölvan Svona leit „The Lisa“ út. Heimilistölvan sem Apple setti á markað í ársbyrjun 1983. Þríleiknum lokað Kvikmyndin Star Wars: Return of the Jedi var frumsýnd. Nýtt líf Íslenska gaman- myndin Nýtt líf var frum- sýnd í Vest- mannaeyjum við rífandi undirtektir. Madonna mætti Ung og upprennandi söngkona, Madonna, gaf út sína fyrstu breiðskífu sem hét einfaldlega Madonna. NES á markað Japanska fyrirtækið Nintendo setti fyrstu leikjatölvu sína, Nin- tendo Entertainment System (NES) á markað í heimalandinu. Ár í fyrsta farsímann Enn var ár í að Motorola setti fyrsta farsímann, DynaTAC 8000X, á markað. Hann kostaði 3.995 dali árið 1984 og það tók 10 tíma að hlaða hann. Myndin er af símanum og Martin Cooper, sem skóp hann. Júlísjónvarp Ríkissjónvarpið sendi út í fyrsta skiptið í júlímánuði. Framboðsmyndin Til vinstri er framboðsmynd Steingríms árið 1983. Hann skipaði fyrsta sæti á lista Alþýðu- bandalagsins á Norðurlandi eystra. Gleraugnaverslunin Eyesland 5. hæð Glæsibæ www.eyesland.is S: 577-1015 Létt og þægileg í veiðina Veiðigleraugu með og án styrktarglugga Kíktu við og mátaðu! 5 5 2 - 6 0 6 05 5 2 - 6 0 6 0 Ugly. is - smiðjUvegi 2 og l angarima 21

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.