Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2016, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2016, Page 13
Vikublað 21.–23. júní 2016 Sport 13 Íslendingar flykkjast til Parísar Í slendingar flykkjast nú til Parísar sem aldrei fyrr en á morgun, mið- vikudag, mætir íslenska landsliðið í knattspyrnu Austurríkismönnum á Evrópumeistaramótinu og hefst slagur þjóðanna klukkan 16. Þetta er mikilvægasti leikur landsliðsins í sögu Íslands en hann sker úr um hvort íslenska liðinu tekst að kom- ast áfram í 16-liða úrslit keppninnar og geta töluverðir hagsmunir verið í húfi. Íslenska landsliðið kemur inn til Parísar um hádegið í dag með flugi frá Annecy þar sem liðið hefur dvalið í riðlakeppninni. Búist er við allt að tíu þúsund Ís- lendingum á leikinn en um níu þús- und áhorfendur voru á leiknum gegn Ungverjum í Marseille. Fjöldi Íslendinga fór áleiðis frá Íslandi til Parísar um helgina og á mánudag gagngert til að fara á leikinn. Búist við að uppselt verði á leikinn Leikurinn verður á Stade de France, í nágrenni Parísar, sem tekur um 80 þúsund áhorfendur og er búist við að uppselt verði á leikinn. Enn er hægt að kaupa miða á leik en miðasalan, sem er á vef UEFA, verður opin á meðan miðar eru til. Ekki liggur fyrir hversu margir miðar eru til sölu. Ís- lenska liðið æfir á Stade de France síðdegis. Íslendingar, sem fylgt hafa liðinu í riðlakeppninni til þessa hafa um helgina verið að streyma til Parísar eftir leikinn í Marseille sl. laugardag en þangað er um tíu klukkustunda akstur. Eftir miklu að slægjast Liðin sem komust í úrslitakeppnina í Frakklandi fengu 1,7 milljarða ís- lenskra króna. Þess má geta að á Evrópumótinu 2012 fengu liðin að auki hálfa milljón evra, 72 milljónir íslenskra króna fyrir jafntefli og eina milljón evra fyrir sigur, 140 millj- ónir íslenskra króna. Liðin sem þá komust upp úr riðlinum fengu tvær milljónir evra, 280 milljónir íslenskra króna, en verðlaunin hækka eftir því hversu langt liðið kemst. Spánverjar, sem urðu Evrópumeistarar 2012, fengu alls um 24 milljónir evra, rúm- lega þrjá milljarða íslenskra króna á núvirði. Ekki hefur fengist stað- fest hvað þjóðirnar eru að fá mikið í árangurstengdar greiðslur í Frakk- landi en sú upphæð er ekki lægri en greidd var fyrir á mótinu fyrir fjór- um árum. Klara Bjartmars, fram- kvæmdastjóri KSÍ, sagði að menn væru ekkert að velta þessu fyrir sér. Nú væri einbeitingin alfarið á leik- inn gegn Austur ríkismönnum á miðvikudag. Það sem skipti öllu máli núna væri að undirbúa liðið sem best fyrir leikinn. Önnur mál biðu betri tíma. Klara, sagðist hvorki hafa upplýs- ingar um hvernig miðasalan gengi né hve margir Íslendingar yrðu á leiknum gegn Austurríki. „Það hefur reynst erfitt að nálg- ast stöðuna á miðasölumálinu og af þeim sökum er ekki miklar upp- lýsingar að hafa um hversu margir Íslendingar verða á leiknum gegn Austurríki. Vonandi verða þeir í kringum tíu þúsund en stuðningur- inn til þessa hefur verið frábær,“ sagði Klara Bjartmars. Í Austurríki er gríðarleg stemn- ing fyrir viðureign þjóðanna og um fátt meira talað að sögn Hjalta Axels- sonar sem búsettur er í Týról. Hjalti segir fjölmiðla í Austurríki uppfulla af vangaveltum um leikinn. Fjöl- miðlar hallast að jöfnum leik. Njóta virðingar í Austurríki „Stemningin hér í Austurríki er engu lík og á mínum vinnustað er varla talað um annað. Íslenska liðið nýtur virðingar og margir á mínum vinnu- stað hæla Íslendingum á hvert reipi. Það eru nokkrir vinnufélaga minna algjörlega á bandi íslenska liðsins. Þeir segja liðsheildina einstaka og eiga varla til orð yfir íslenska liðið og frammistöðu þess til þessa í keppn- inni. Það búast flestir við jafnri viður- eign,“ sagði Hjalti Axelsson í samtali við DV. Hann sagðist bíða spenntur og ætlar að horfa á leikinn með þýsk- um vini sínum. n Einn mikilvægasti leikur í sögu Íslands gegn Austurríki á miðvikudag Jón Kristján Sigurðsson jonk@dv.is Undirbúningurinn Það skiptir mestu að undirbúa liðið fyrir leikinn, segir Klara Hjalti Axelsson Fjölmiðlar í Austurríki hallast að jöfnum leik. „Stuðn- ingurinn til þessa hefur verið frábær Fjölmennt Leikurinn verður á Stade de France í nágrenni Par- ísar. Hann rúmar um 80 þúsund áhorfendur og er búist við að uppselt verði á leikinn. » Loftsíur » Smurolíusíur » Eldsneytissíur » Kælivatnssíur » Glussasíur Túrbínur Bætir ehf. býður upp á viðgerðarþjónustu fyrir flestar gerðir túrbína. Sími 567-2050 - Smiðshöfði 7 - 110 Reykjavík Viðgerða- og varahlutaþjónusta í yfir 30 ár Bætir ehf hefur í rúm 30 ár boðið uppá alhliða viðgerða- og varahlutaþjónustu fyrir breiðann hóp viðskiptavina. Við þjónustum og útvegum varahluti í flestar tegundir dísilvéla og höfum mikla reynslu í ZF og Twin Disc gírum. Bætir ehf hefur um árabil boðið uppá há gæða varahluti, frá framleiðendum á borð við IPD og Interstate Mcbee, sem henta m.a. í vélar frá: Caterpillar® Cummins® Detroit Diesel® Nöfn vélaframleiðenda eru hér aðeins til upplýsinga og eru vörumerkin eign hvers framleiðanda. Cat® og Caterpillar® eru skrásett vörumerki í eigu Caterpillar Inc. Cummins® er skrásett vörumerki í eigu Cummins Engine Company. Detroit Diesel® er skráett vörumerki í eigu Detroit Diesel Corporation. Í takt við tímann • Við erum flutningsmiðlun og sjáum um að koma vörum milli landa. • Við byggjum á víðtækri reynslu úr flutningaheiminum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.