Fréttablaðið - 14.06.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.06.2017, Blaðsíða 2
Veður Hæg austlæg átt og víða létt- skýjað fram eftir degi um landið vestanvert, en nokkur gjóla síð- degis og dálítil rigning syðst um kvöldið. Gengur í austan hvassviðri undir Eyjafjöllum um kvöldið. sjá síðu 18 Týndu rusl úr Elliðaánum NOREGuR Hvorki norsku öryggislög- reglunni né forsætisráðuneytinu var kunnugt um að lögreglumenn í Ósló myndu bera hríðskotabyssur á barna- hátíð á Miniøya um liðna helgi sem Erna Solberg forsætisráðherra tók þátt í. Foreldrar gagnrýndu forsætis- ráðherrann vegna málsins. Þegar forsætisráðherrann tekur þátt í viðburðum lætur öryggislög- reglan viðkomandi lögregluumdæmi vita ef þörf er á aðstoð. Fulltrúi Óslóarlögreglunnar sagði lögregluna sýnilegri nú vegna auk- innar hryðjuverkaógnar. – ibs Gagnrýnd vegna vopnaburðar Erna Solberg, forsætisráð- herra Noregs MENNtuN Föstudaginn 9. júní síðast- liðinn brautskráðust 57 kandídatar sem luku námi til löggildingar fast- eigna-, fyrirtækja- og skipasölu frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Aldr- ei hafa fleiri útskrifast af þessari náms- braut á sama tíma segir í tilkynningu. Mikil aðsókn hefur verið í námið undanfarin misseri og er von á mun stærri útskriftarhópi á næsta ári. Alls brautskráðust 138 kandídatar úr fjórum námsbrautum frá Endur- menntun HÍ. Þetta voru námsbrautirnar Jákvæð sálfræði, Nám til löggildingar fast- eigna-, fyrirtækja- og skipasala, Sér- fræðinám í hugrænni atferlismeðferð og Verkefnastjórnun og leiðtoga- þjálfun. Fasteignamarkaðurinn hefur verið mikið til umfjöllunar undan- farið. Vakin hefur verið athygli á því að sjaldan hafi færri eignir verið til sölu. Í febrúar voru 700 færri eignir til sölu en í síðustu lægð, í ágúst 2007, samkvæmt greiningardeild Arion banka. – sg Aldrei fleiri fasteignasalar útskrifast Garðtraktorar fyrir þá kröfuhörðu Gerir sláttinn auðveldari ÞÓR FH Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 - 18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is saMfélaG „Við erum komnar með um 500 geisladiska en samkvæmt okkar útreikningum þurfum við 2.222 og jafnvel fleiri,“ segir Jóhanna Ásgeirsdóttir en hún ásamt þeim Vigdísi Bergsdóttur og Ágústu Gunnarsdóttur ætlar að reisa gróðurhús úr rusli, notuðum viði og gömlum geisladiskum. Stelpurnar þurfa að gera geisla- diskana glæra og því henta gamlir diskar og skrifanlegir geisladiskar einkar vel í verkefnið. Það geta nefnilega ekki allir diskar orðið gróðurhúsadiskar. Verkefnið er hluti af skapandi sumarstörfum í Kópavogi þar sem ungu fólki býðst að vinna að eigin verkefnum. Jóhanna og Ágústa eru nýútskrif- aðar með BA úr myndlist og Vigdís er að ljúka BSc í verkfræði. Vigdís fékk hugmyndina að gróðurhúsinu þegar hún tók þátt í námsstefnu í University of Oregon í Bandaríkj- unum. „Ég var á námsstefnu um leiðtoga- hæfni á sviði umhverfismála og þar fæddist þessi hugmynd. Oregon er framarlega í umhverfismálum og þar er mikið um kreatíva nálgun að lausnum. Svo fór ég að skoða gróð- urhúsaplast og hvar væri hægt að finna það í hversdagslegum munum og það reyndist vera í geisladiskum. Það er ekki sama plast í venjulegum plastflöskum til dæmis,“ segir Vig- dís. Grindin verður úr notuðum viði sem stelpurnar eru búnar að safna af byggingarsvæðum. Húsið verður kúluhús og verður um 12 fermetrar. „Það sem okkur hefur fundist merkilegast er hvað fólk er að henda hlutum sem er allt í lagi með. Það er tímafrekt og kostnaðar- samt að henda hlutum og í raun engin ástæða til þess,“ segir Ágústa og bætir við að draumurinn sé að halda matarboð þar sem þær munu bjóða upp á það sem kemur upp úr moldinni. „Fyrsta plantan fer ofan í núna 17. júní og þá ætlum við að vera með smá sýnishorn af því sem við ætlum að gera. Við erum komnar með tómataplöntur, kryddjurtir, piparblóm og kartöflur. Ef einhver vill koma og gróðursetja hjá okkur má það. Þetta verður líka samveru- staður þar sem verður vonandi góð stemning,“ segir Jóhanna. benediktboas@365.is Rækta listaspírur með aðstoð geisladiska Þrjár konur ætla að reisa gróðurhús úr rusli, endurnýttum viði og geisladiskum í Kópavogi í sumar. Þær stefna að því að gera gróðurhúsið að samkomustað þar sem fólk getur komið, notið líðandi stundar og fræðst um staðbundna ræktun. Vigdís, Ágústa og Jóhanna með nokkra geisladiska. Fréttablaðið/aNtoN briNk Skapandi sumarstörf í Kópavogi Í sumar munu 25 aðilar vinna að skapandi verkefnum í Kópavogi. Tölu- verður fjöldi hópa og einstaklinga sótti um þau störf sem í boði eru. Um er að ræða fjölbreytt og ólík verkefni sem þó eiga það sameiginlegt að vera hugarfóstur ungra Kópavogsbúa. Á hverju ári sækir fjölbreyttur hópur fólks um starf, t.d. leikarar, tón- listarfólk, hönnuðir, ljósmyndarar, dansarar o.fl. Þessir hópar og einstakl- ingar skipuleggja uppákomur í bænum yfir sumartímann og taka þátt í hátíðarhöldum á 17. júní. Sumarstarfinu lýkur svo með uppskeruhátíð í lok júlí þar sem allir þátt- takendur sýna afrakstur sumarsins á einn eða annan hátt. lÖGREGluMál Tveir menn hafa verið handteknir grunaðir um að hafa stolið flöskum úr endurvinnslustöð á Dalvegi. Verðmæti fengsins var 1,2 milljónir króna. Þjófnaðurinn átti sér stað í fyrri- nótt. Búið var að pressa dósirnar saman og voru þær geymdar á pall- ettum fyrir utan stöðina. Stuldurinn var skipulagður en mennirnir höfðu leigt bílaleigubíl til að ferja dósirnar á brott. Um talsvert magn dósa var að ræða og telur lögreglan að menn- irnir hafi þurft að fara nokkrar ferðir. – eas Stálu dósum fyrir 1,2 milljónir Fjölmargir svöruðu kalli Stangaveiðifélags Reykjavíkur og mættu, vopnaðir vöðlum og háfum, til að týna rusl úr Elliðaánum í gær. Hreinsunin er árlegur viðburður og hafa félagsmenn og aðrir velunnarar mætt ár eftir ár til að árnar og umhverfi þeirra verði sem hreinast. Lífseig þjóðsaga segir að þeim sem mæti í tiltektina vegni betur en öðrum við að draga fisk á land síðar. Hvort einhver fótur sé fyrir því getur aðeins tíminn leitt í ljós. Fréttablaðið/aNtoN briNk 1 4 . j ú N í 2 0 1 7 M I ð V I K u D a G u R2 f R é t t I R ∙ f R é t t a B l a ð I ð 1 4 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 9 -3 2 9 4 1 D 1 9 -3 1 5 8 1 D 1 9 -3 0 1 C 1 D 1 9 -2 E E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 1 3 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.