Fréttablaðið - 14.06.2017, Side 24

Fréttablaðið - 14.06.2017, Side 24
Tæp þrjátíu þúsund fyrir að fara ofan í gosbrunninnSkotsilfur Lars Christensen alþjóðahagfræðingur Ingibjörg Gréta Gísladóttir eigandi Reykjavík Runway og FKA- félagskona Reglur hafa nú verið settar um að sekta megi ferðamenn um 240 evrur, eða rúmlega 27 þúsund krónur, fyrir að borða eða drekka í kringum Trevi gosbrunninn í Róm. Bannið gildir til 31. október næstkomandi. Matarbannið er eitt af mörgum bönnum. Einnig verður hægt að sekta ferðamenn fyrir að fara ofan í gosbrunninn, að henda einhverju öðru en peningum ofan í hann, og að gefa dýrum að drekka við hann. FréttablaðIð/aFP Danir hafa verið sérlega sniðug­ir og framsýnir þegar kemur að stuðningi við skapandi greinar. Þannig lýsti Mads Mikkel­ sen í viðtali við Fréttablaðið fyrir stuttu hve dönsk yfirvöld hafa stutt við danskar kvikmyndir með mark­ vissum hætti, að sá stuðningur sé enn til staðar og haldist stöðugur. „Fyrir vikið eru danskar kvikmyndir gríðar­ lega sterkar á alþjóðlegum mörkuð­ um og þó það sé munur á milli ára þá eru þetta einfaldlega öflug viðskipti.“ En stuðningurinn á ekki bara við um kvikmyndir því danska ríkið hefur einnig lagt töluverða fjármuni í fyrirtæki sem taka hönnun inn í stefnu sína og viðskiptamódel. Þann­ ig þróaði danska hönnunarmiðstöð­ in árið 2001 Hönnunarstigann, fjögur þrep af hönnunarnotkun, en hann mælir hvernig dönsk fyrirtæki nýta sér hönnun til fjárhagslegs árangurs. Fyrsta þrepið merkir að engin hönnun sé sýnileg í fyrirtækinu, enginn faglærður hönnuður með í vöruþróun eða annarri þróun innan fyrirtækisins. Öðru þrepi er náð þegar hönnun er tekin inn í lokaút­ gáfu vöru eða þjónustu, til dæmis þar sem grafískur hönnuður kemur að markaðsvinnunni. Þriðja þrepinu nær það fyrirtæki sem nýtir hönnun frá fyrstu stigum þróunarferlisins þar sem lausnin snýst um að leysa vanda­ mál viðskiptavinarins sem hefur í för með sér aðkomu allra fagaðila. Fjórða þrepinu ná hins vegar þau fyrirtæki sem hafa mótað sér hönn­ unarstefnu þar sem hönnuðir vinna með eigendum og framkvæmda­ stjórn að viðskiptamódelinu frá upphafi eða eru þátttakendur í að endurhugsa það frá grunni. Hér er einblínt á aðferðafræði hönnunar og að hún sé hluti af sýn fyrirtækisins og markmiðasetningu – jafnt á við aðra hlekki í virðiskeðju fyrirtækisins. Niðurstaða rannsóknar um efna­ hagsleg áhrif hönnunar sýnir að þau fyrirtæki sem fjárfesta kerfisbundið í hönnun ná meiri fjárhagslegum árangri að meðaltali, vaxa hraðar, flytja meira út og hagnast meira en þau sem ekki nýta sér aðferðafræði hönnunar. Þess vegna settu Danir fjármagn í að aðstoða fyrirtæki sem nýttu sér hönnun, svo þau kæmust upp um þrep í hönnunarstiganum og skiluðu meiri hagnaði. Einföld og öflug viðskipti. Hönnun er nefnilega smartasta pían á ballinu. Viðskiptaforskot með smörtustu píunni Í dag, miðvikudag, mun Seðla­banki Bandaríkjanna tilkynna stýrivaxtaákvörðun sína og fjár­ málamarkaðir gera ráð fyrir ann­ arri 0,25% vaxtahækkun. Þar sem markaðir hafa þegar tekið þessa hækkun inn í verðlagið er ólíklegt að hækkunin sjálf hafi mikil áhrif á fjármálamarkaði eða á bandarískt efnahagslíf. Þessi áhrif eru þegar komin fram. En það þýðir ekki að stýrivaxta­ hækkunin sé ekki þýðingarmikil. Raunar felast skýr merki í vaxta­ hækkuninni um að Janet Yellen seðlabankastjóri hafi í raun lækkað raunverulegt verðbólgumarkmið Seðlabankans niður í um 1,7% í stað hins opinbera 2% verðbólgumark­ miðs. Af hverju er það? Af hverju 1,7%? Af því að það er það sem búist er við að verðbólga í Banda­ ríkjunum verði næstu tvö til þrjú ár. Staðreyndin er sú að verðbólgu­ væntingar hafa stöðugt verið undir 2% síðan Janet Yellen varð seðla­ bankastjóri í febrúar 2014 og við höfum séð verðbólguvæntingar lækka enn frekar eftir stýrivaxta­ hækkun Seðlabankans í mars. Þann­ ig er Yellen í raun að segja okkur, með því að hækka stýrivextina, að henni sé í raun sama þótt verðbólga í Bandaríkjunum verði áfram undir verðbólgumarkmiðinu. Að sumu leyti má segja að vanda­ mál Seðlabanka Bandaríkjanna sé andstætt vandamáli Seðlabanka Íslands. Seðlabanki Íslands lækkar stýrivexti þegar hann ætti í rauninni að hækka stýrivexti og Seðlabanki Bandaríkjanna gerir hið gagnstæða – hann ætti að lækka vexti í dag í staðinn fyrir að hækka þá. Þessi stefnumistök hafa í för með sér veigamikinn kostnað – þau draga úr trúverðugleika verðbólgu­ markmiða bandaríska og íslenska seðlabankans og það hefur alvar­ legar afleiðingar til lengri tíma litið þar sem báðir seðlabankarnir verða að bregðast við af meiri hörku til að koma verðbólgunni aftur að verð­ bólgumarkmiðunum þegar fram í sækir. Þar af leiðandi er líklegra að verð­ bólguvæntingar byrji að færast neðar í Bandaríkjunum þar sem markaðs­ aðilar munu með réttu eða röngu álykta að seðlabankanum sé í raun sama um verðbólgumarkmið sitt. Þótt ég telji nú að Seðlabanki Bandaríkjanna muni hækka stýri­ vexti sína þá tel ég það vera mistök. Þetta eru ekki stór mistök en þetta verður enn ein staðfesting þess að Janet Yellen sé ekki alvara með að ná 2% verðbólgumarkmiðinu og þetta vandamál mun vaxa á meðan Seðlabanki Bandaríkjanna leyfir verðbólguvæntingunum að halda áfram að mjakast niður á við. Þetta þýðir líka að þegar næsti neikvæði skellur verður í bandaríska hag­ kerfinu verður erfiðara fyrir seðla­ bankann að sporna gegn honum. Það er þversagnakennt að ákafi Seðlabanka Bandaríkjanna í að hækka stýrivexti mun að öllum líkindum valda því að ávöxtun skuldabréfa verði lægri en ann­ ars hefði orðið þar sem ávöxtun skuldabréfa endurspeglar hag­ vöxt og verðbólguvæntingar. Þannig að ef seðlabankinn vill endilega „færa hlutina í eðlilegt horf“ ætti hann að styðja miklu betur við 2% verðbólgu og gera það sem til þarf til að færa verð­ bólguvæntingar að 2% í stað þess að hækka stýrivexti of snemma. Janet Yellen með nýtt og lægra verðbólgumarkmið Að sumu leyti má segja að vandamál Seðlabanka Bandaríkjanna sé andstætt vandamáli Seðlabanka Íslands. Skipar Guðjón Starfshópur fjár- málaráðherra kynnti í gær skýrslu þar sem útlistaðar eru þrjár mögu- legar leiðir við að aðskilja fjárfestingar- banka- og viðskiptabankastarfsemi og lagt mat á kosti og galla hverrar leiðar. Ráðherra hyggst í kjölfarið skipa fimm manna nefnd sem mun vinna úr þeim tillögum sem settar eru fram í skýrslunni og á nefndin að skila niðurstöðum sínum næst- komandi haust. Á meðal þeirra sem munu taka sæti í nefndinni, sam- kvæmt upplýsingum Markaðarins, er Guðjón Rúnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka fjár- málafyrirtækja, en hann verður á meðal þriggja fulltrúa sem verða skipaðir af fjármálaráðherra en stjórnarandstaðan mun hins vegar tilnefna tvo sérfræðinga í nefndina. Ómar til Íslandsbanka Ómar Özcan, sem hefur starfað hjá Íslenskum verð- bréfum frá því í ársbyrjun 2016, hefur verið ráðinn sem sérfræðingur í verðbréfamiðlun Íslandsbanka. Ómar hafði áður meðal annars starfað í eigin viðskiptum hjá Arion banka og á árunum 2009 til 2011 var hann í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka og H.F. Verðbréfa. Með ráðningu Ómars er Íslands- banki að bregðast við brotthvarfi Harðar Steinars Sigurjónssonar og Matei Manolesco en þeir hættu í verðbréfamiðlun bankans fyrir skemmstu og fór annar til Lands- bankans og hinn til Fossa markaða. Kvika vildi ALDA Miklar þreifingar eru á fjármála- markaði þessa dagana þar sem mörg smærri fjármálafyrir- tæki, meðal annars Virðing, Arctica Finance og Íslensk verðbréf, skoða nú möguleg tækifæri til sameiningar. Virðing reið á vaðið í síðustu viku þegar tilkynnt var um kaup félagsins á öllu hlutafé ALDA sjóða en vitað er að Kvika banki hafði einnig verið á eftir sjóða- stýringarfyrirtækinu. Í tilkynningu var haft eftir Hannesi Frímanni Hrólfs- syni, forstjóra Virðingar, að kaupin væru liður í því að styrkja félagið á sviði eignastýringar en heildareignir í stýringu hjá samstæðu Virðingar verða um 140 milljarðar. 1 4 . j ú n í 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A G U R6 mArkAðurinn 1 4 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 0 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 9 -6 3 F 4 1 D 1 9 -6 2 B 8 1 D 1 9 -6 1 7 C 1 D 1 9 -6 0 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 1 3 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.