Fréttablaðið - 14.06.2017, Qupperneq 26
Markaðurinn
@stjornarmadur
Stjórnar-
maðurinn
Miðvikudagur 14. júní 2017fylgirit fréttablaðsins um Viðskipti og fjármál |
Viðskiptavefur Vísis
@VisirVidskiptiwww.visir.is
8. 6. 2017
Haukur Þór Hauksson, sem hefur
verið aðstoðarframkvæmdastjóri
Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi
(SFS) undanfarin þrjú ár, hefur
hætt þar störfum og mun taka
til starfa hjá fjármálafyrirtækinu
GAMMA Capital Management. Þar
mun Haukur vera yfir einkabanka-
þjónustu GAMMA sem er nýtt svið í
starfsemi félagsins, samkvæmt upp-
lýsingum Markaðarins.
Haukur, sem hefur setið í stjórn
GAMMA síðastliðin ár, var
ráðinn aðstoðarframkvæmda-
stjóri SFS í lok maí árið 2014.
Þar áður hafði hann um árabil
gegnt starfi framkvæmdastjóra
afleiðu sviðs slitabús Kaup-
þings en á árunum 2004 til 2008
starfaði Haukur sem sérfræðingur
í gjaldeyris- og afleiðumiðlun hjá
Kaupþingi banka. – hae
Haukur frá SFS til GaMMa
Haukur
Þór Hauksson
En auðvitað hef ég
áhyggjur af því að
annarleg sjónarmið hins
vanhæfa meðdómara hafi
smitast yfir á hina
dómarana sem sitja sem
fastast.
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrv.
forstjóri Kaupþings banka
Þægilegri
bankaþjónusta
fyrir fyrirtæki
Nú geta fyrirtæki komið í viðskipti til okkar á
netinu. Ferlið er einfalt og algerlega pappírs-
laust. Eitt skref fyrir lítil fyrirtæki, örfá fyrir
þau stærri.
Kynntu þér málið á arionbanki.is
4x30
Merkilegt hefur verið að fylgjast með
innreið Costco á íslenskan matvöru-
markað og því írafári sem skapast
hefur. Þannig virðist annar hver
fullorðinn Íslendingur vera með-
limur í Facebook-grúppum tileink-
uðum Costco og nánast hver einasta
fjölskylda eiga Costco-aðildarkort.
Nánast hefur verið svo að skilja að
Costco hafi komið sem frelsandi
engill inn á markaðinn og frelsað
þjakaðar fjölskyldur undan oki inn-
lendra kaupmanna. Því kom nokkuð
á óvart að sjá verðlagskönnun RÚV
og ASÍ en samkvæmt henni er Costco
ívið dýrari en bæði Krónan og Bónus.
Ekki síður hefur verið athyglis-
vert að fylgjast með viðbrögðum
margra, en ekki hefur verið óalgengt
að heyra sjónarmið um að maðkur
væri í mysunni í könnuninni góðu.
Meðbyr Costco er slíkur að neyt-
endur trúa varla neinu misjöfnu upp
á fyrirtækið. Öðruvísi virðist farið um
stjórnendur annarra verslunarfyrir-
tækja en svo má skilja af umræðunni
að þeir hafi selt Íslendingum ormétið
mjöl allt frá landnámi. Vissulega er
myndin þó ekki svo svarthvít. Costco
er frábær viðbót í íslenska verslunar-
flóru, og vonandi sjá fleiri alþjóðleg
stórfyrirtæki tækifæri í að koma
hingað til lands. Costco er þó ekkert
góðgerðarfélag, heldur fyrirtæki sem
rekið er með því markmiði að skila
sem mestum hagnaði til hluthafa. Rétt
eins og önnur verslunarfyrirtæki.
Costco hefur spilað stórleik í
markaðssetningu sem mætti kenna í
markaðsfræðum. Með undirboðum
á bensíni og öðrum völdum vöru-
flokkum hefur tekist að búa til þá
mynd að Costco sé mun ódýrari en
keppinautarnir. Þeir hafa líka komið
með varning til landsins sem hingað
til hefur varla þekkst. Þar má nefna
ávexti sem eru ferskari og glæsilegri
en Íslendingar hafa átt að venjast.
Staðreyndin er samt að Costco notar
annað viðskiptamódel en þekkst
hefur á Íslandi. Vöruúrval er vissu-
lega gríðarlegt en það er stopult og
óvíst hvað er til hverju sinni. Ferð í
Costco kemur heldur ekki í veg fyrir
að fólk versli í hefðbundnum mat-
vöruverslunum. Til þess er úrvalið
ekki nægilegt og staðsetningin hentar
heldur ekki öllum. Aðrir þurfa þó
sennilega að hafa meiri áhyggjur,
til dæmis raftækjaverslanir, en fólk
hikar almennt ekki við að gera sér
sérstakar ferðir eftir slíkum vörum.
Costco-æðið mun sennilega renna
yfir og ná jafnvægi. Costco verður
góð viðbót við markaðinn en mun
ekki taka hann yfir. Það kann því að
vera að markaðurinn hafi ofmetið
Costco-áhrifin og það skyldi þó ekki
vera að fjárfestar fari að renna hýru
auga til undirverðlagðra verslunar-
fyrirtækja á markaði.
Meistarar í
markaðsfræðum
1
4
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:3
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
1
9
-5
F
0
4
1
D
1
9
-5
D
C
8
1
D
1
9
-5
C
8
C
1
D
1
9
-5
B
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
1
3
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K