Norðurslóð - 24.07.2008, Side 2

Norðurslóð - 24.07.2008, Side 2
2 - Norðurslóð NoRÐURSLÓÐ N1 opnar í breyttri verslun Útgefandi: Rimarehf., Hafnartorgi, 620 Dalvík. S. 466 1300 Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Hjörleifur Hjartarson, Laugasteini, 621 Dalvík, hjhj@rimar.is Jóhann Antonsson, Tjarnargarðshomi, 621 Dalvík, ja@rimar.is Blaðamaöur: Halldór Ingi Ásgeirsson, halldor@rimar.is Dreifing: Sigriður Hafstað, Tjörn. Sími: 466 1555 Umbrot: Hjörleifur Hjartarson Fréttavefur: www.dagur.net Prentvinnsla: Asprent Stíll ehf., Akureyri Asdís Gunnlaugsdóttir ráðin verslunarstjóri Blessuð kreppan Sumarið er tíminn segir Bubbi. Sumarið hefur farið vel með okkur, íbúa Arskógsstrandar, Svarfaðardals og Upsastrandar. Engin ástæða til að kvarta undan veðrinu þó það hafi verið enn betra fyrir sunnan. Hins vegar geta allir landsmenn verið samtaka um að kvarta yfir ástandi efnahagsmálanna, hækkandi vömverði og sér í lagi eldsneytisverðinu. Að einhverju leyti má rekja það til dýrtíðarinnar að menn ferðast minna en áður, hvort heldur til útlanda eða í langar bílferðir um landið. En hvort sem bensínverðið er ástæðan eða eitthvað annað virðist áhugi manna á að ferðast um heimabyggðina áberandi meiri nú en áður. Það sýnir m.a. mikil þátttaka í gönguviku Dalvíkurbyggðar á dögunum. Æ fleiri eru teknir upp á því að ganga um fjöll og fimindi í nágrenninu og ljúka allir upp einum munni um hina ómældu náttúrufegurð sem Jónas frá Hriflu leit á sem hverja aðra tölfræðilega staðreynd þegar hann gat þess í landafræði sinni að Svarfaðardalur væri fegursti dalur landsins. Svo einfalt var það nú. Hvort sem það er nú af spamaðarástæðum eða síðbúin viðbrögð við orðum Hriflu-Jónasar er þróunin gleðileg. Gönguferð um Tröllaskaga er að verða jafn sjálfsagður og ómissandi þáttur í andlegu uppeldi hvers upplýsts íslendings og pílagrímsferð til Mekka er fyrir tilbiðjendur Allah. Hinn almenni íslendingur er að verða meðvitaðri um vistkerfið og umhverfisvernd. Þegar við bætist að það er hægt að spara umtalsverðar upphæðir með því að keyra minna, hjóla meira, kaupa minna af þarfleysu, spara orku til húshitunar, slökkva á heimilistækjunum og njóta þess sem náttúran hefúr upp á að að bjóða í stað þess að eltast stöðugt við eigin gerviþarfir - þá er full ástæða til að gleðjast yfir kreppunni. - Alla vega smá , eins og krakkamir segja. hjhj Gjafasjóður Dalbæjar Samþykkt hefur verið ný skipulagsskrá fyrir Gjafasjóð Dalbæjar, heimili aldraðra. Sjóðurinn hefur verið rekinn um nokkurra ára skeið og markmiðið með stofnun hans og rekstri að taka við gjafafé sem sjóðnum berst og annast sölu minningarkorta og ráðstafa því fé, einkum með því að kaupa tæki og búnað sem nýtist heimilisfólki Dalbæjar með sem beinustum hætti, svo sem með kaupum á stoðtækjum, húsbúnaði og öðru sem nýtist til dægrastyttingar. Sjóðurinn er opinn fyrir hvers kyns fjárframlögum frá þeim er vilja veita markmiðum hans brautargengi. Stjórnin skal leitast við að verða við óskum gefanda um sérgreinda ráðstöfun gjafar hans, enda sé það í samræmi við megintilgang sjóðsins. Framlög úr sjóðnum skulu annars vegar veitt samkvæmt umsóknum um framlög, og einnig getur stjóm sjóðsins ráðstafað fjármagni að eigin frumkvæði til málefna er teljast vera í þágu heimilisfólks. Stjórn sjóðsins er skipuð þremur mönnum; forstöðumanni Dalbæjar, formanni stjórnar Dalbæjar og ritara stjórnar Dalbæjar. Að sögn Valdimars Bragasonar, forstöðumanns Dalbæjar hefur sjóðurinn í gegnum tíðina fengið margar góðar gjafir bæði frá einstaklingum og fyrirtækjum. „Þessum gjöfum hefur verið varið til að efla ýmiskonar tómstundastarf og kemur því íbúum hér að góðum notum. Bæði forsvarsmenn Dalbæjar og íbúar eru ákaflega þakklátir fyrir þessar gjafir, og vonandi mun fólk hugsa til sjóðsins áfram.” DALVIKURBYGGÐ Byggðasafnið Hvoll Sumardagskrá 2008 Allir viðbuðir safnsins hefjast klukkan 14.00 nema annað sé tekið fram. Næsta helgi: 26. júlí Bernd Ogrodnik - brúðuleikhús. 2. ág Sveinbjörn Steingrímsson, leiðsögn um gömul hús á Dalvík 9. ág Fiskidagurinn Mikli. 16. ág Skráning muna - á söfnum; Skoðað verður hvernig skráning muna á Hvoli fer fram. 23. ág Kaffi og kleinur í boði safnsins 30. ág Ole Lindquist - fjallar um strandmenningu fyrr á tímum á islandi. N 1 - verslunin á Dalvík opnaði dyr sínar fyrir viðskiptavinum sl föstudag eftir gagngerar breytingar á húsnæði og aðstöðu allri í „Sjellinu“ eins og hagvanir bæjarbúar kalla húsið enn þrátt fyrir ýmsar nafnabreytingar. Ásdís Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin verslunarstjóri en auk hennar eru komnar til starfa þrjár afgreiðslustúlkur, þær Ingunn Hafdís Júlíusdóttir, Gyða Guðmundsdóttir og Eva Osk Jónsdóttir og auk þeirra nokkrir á lausum vöktum. “Eg byrjaði að vinna héma í gamla Shellinu fyrir tuttugu árum en var alltaf með æluna í hálsinum af því að ég var þá orðin ólétt af dóttur minni, Evu Osk. Núna tuttugu árum seinna er Eva farin að vinna héma með mér. Það er dálítið sniðugt.” sagði Ásdís í samtali við Norðurslóð. Ásdís segir að N1 leggi áherslu á að starfrækja verslun á Dalvík. Búið er að skipta um allar innréttingar bæði í búðinni og á bak við. Sett hefur verið sölulúga á suðurhliðinni og nýjar dyr á miðri framhlið hússins. “Það er ekki búið að setja upp ramp fyrir fatlaða ennþá en ég ætla Asdís Gunnlaugsdóttir verslunarstjóri að bæta úr því sem fyrst.” segir hún. Þá segir hún að einnig standi til að setja upp fleiri dælur. Ásdís segir að mikil aðsókn hafi veriðallaopnunarhelginaog þakkar fyrir góðar viðtökur bæjarbúa. “Eg vil hvetja bæði einstaklinga og fyrirtæki að koma hingað í viðskipti. Við erum héma með grill og sælgæti, bíla-og olíuvörur en líka mjólk og brauð og þessháttar nauðsynjar. Það verður opið frá 8-10 á virkum dögum og til ellefu um helgar. Hér er hægt að nálgast viðskiptakort sem em mjög handhæt; bara stinga kortinu inn og ekkert pin-númer eða svoleiðis vesen.” Ásdís bendir sérstaklega á þjóðlegt heimasmurt flatbrauð og soðið brauð sem er í boði ásamt rúnstykkjum og kaffibrauði. Hún hvetur fólk til að notfæra sér það í kafFitímum en rúmt er nú um veitingasalinn og borð og stólar þar fyrir 20-25 manns. Tveir heyskaparsöngvar Nú er hjábjargrœðistimi til sveita og heyannir ífullum gangi. Að þvi tilefni birtum við til gamans tvö kvœði sem bœði fjalla um hin ýmsu handtök við heyskapinn ofl. en lýsa þó tvennum tímum. Heyskaparljóðið fvrra er úrfórum Sigríðar á Tjörn og syngur hún það gjarnan með sinu lagi. Þó veit hún ekki hver orti. Vœri fengu i þvi ef einhver lesandi Norðurslóðar gœtifrcett okkúr um það. Hið seinna um Björk á lœk er hinsvegar nýtt af nálinni og ereftir ónefndan afkomanda Sigríðar. Heyskaparljóð Nú er tími tún að slá, tek eg orf og dengi Ijá létt er verkið Ijárinn bítur, laufog gras afeggjum hrýtur. Gainan gaman, gramunt teigmn J'œkkar, gamun gaman slœgjan óðuin stœkkar. Heyrðu Gunna hér iná sját, háa inúga nóga Ijá. Þú skalt hrífu þína taka, þú fœrð nóg til kvölds að raka. Láttu Finiiu fóngin saxa og bera, flekkinn rifja, nú er margt að gera. Nú er sól og sunnanblœr, sjór og land af gleði hlœr. Eitii sá þurrkur, út í heyió, allt er túnið rakað, slegið. Nú má dreifa, snúa, setja sœti, sei sei stúlknr, enn það Jjör og lœti. Reiðing á hann Rauð og Val, reipin út itú binda skal. Flytjum heim af túni töðu. Troðutti fulla stóra lilöðu. Þegar öllu þessu Iteint við itáum, þakkir við og töðugjöldin fáuin. Þegar keniur hret og Itríð, haustar að og versitar hríð, þarf eg hey í hlöðu leysa, hrista það og láta í meisa. Því að kýr á básum baula svangar, bolagrey i töóuhárið langar. Nú iitá Guiina fara iJjós,Jotu taka og kveikja Ijós, gefa, moka, ntjólka, brynita, margt til gagits og þrij'a aó vinna. Flytja heim úrjjósi mjölkurdropa, J’œra börnunt góðan volgan sopa. Björk á Lœk I birtingu ekur hiin Björk út iflekkinn Það blikar á diiggvot og tinnusvört dekkin er sólfer uiit himiiiiitn hlý Nei, sú er nú ekki að slóra við sláttinn. Hún sló frant á nótt,Jór hálf fjögur í háttinn og víst er hún vöknttð á ný Hún Björk á Lœk er blómleg og sprœk og búnaðarskólagengin I ákafa margir um ást hennar keppa og einhver að lokiim mun hönd hennar hreppa. Hver veróur það veit þó enginn. I ílag mun liúii heyinu snarlega snúa og snúa því aftur, og raka i iitúga er sól Jer uin himininn hlý. Meó heyrúlluvélinni töðuna taka, ot tvö hundruð rúlltim að kveldi hcim aka og stafla þeint stœðurnar í. Hún Björk á lœk... Og fimmhundruð hestafla Fordinn er vakur og ftmlega rennur um móa og akur er sól fer um himininn hlý. En Björk fer uiit stjórnvölinn fingrunum Jimum með Jjörgva í vöðvum og mýkt i limum. Hve IjúJ't vœri örmiim þeint i. I haust mun ég glaóur á ball henni bjóóa og hirta henni safn minna dýrustu Ijóða er sól fer iiin himininn Itlý. Þá veit ég að brestur í brjósti hennar strengur. Eg lœt ekki sjá mig á Zetornum lengur! Mín framtió er Fordinum í Hún Björk á Lœk er blómleg og sprœk og búnaðarskólagengin Eg lœt ekki happ það úr höndunum mér sleppa. Að endingu mun ég svo ást hennar hreppa. Það fœr hana aniiars enginn! hjhj

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.