Norðurslóð - 24.07.2008, Blaðsíða 4
4 - Norðurslóð
Sparisjódur Svarfdœla
Ákvörðun um hlutafélag frestað
Sem kunnugt er hefur verið
unnið að því að breyta Sparisjóði
Svarfdæla í hlutafélag og var
boðað til stofnfjáreigendafundar
hjá sparisjóðnum í byrjun júni
þar sem reiknað var með að
stofnfjáreigendur gengu frá
málinu fyrir sitt leyti. Stjórn
sparisjóðsins lagði til við fundinn
að frestað yrði að taka ákvörðun
um hlutafjárvæðinguna þar til
hálfsársuppgjör sparisjóðsins
liggur fyrir en allir útreikningar
sem lágu til grundvallar þeim
skjölum sem tengdust breytingu
í hlutafélag tóku mið af stöðunni
eftir fyrsta ársfjórðung ársins.
Jóhann Antonsson stjómar-
formaðu sjóðsins segir það
einfaldlega mat stjómarinnar
að aðstæður hafi breyst það
mikið á ijármálamörkuðum á
öðrum ársfjórðungi að rétt sé að
athuga hvort eðlilegra sé að miða
hlutafjárvæðinguna við mitt ár í
stað marsloka.
Milli 80 og 90 stofnijáreigendur
sóttu fúndinn og samþykktu þeir
samhljóða tillögu stjómarinnar.
Reiknaðermeðaðhálfsársuppgjörið
verði tilbúið í ágúst og þá verður
ákveðið hvemig staðið verður að
framhaldinu.
Góðvinir Húsabakka!
Góðir áhugamenn itm uppbyggingu á Húsabakka. Undirritaður
hefur verið ráðinn verkefnisstjóri jyrir stofnun Náttúrufræðaseturs
á Húsabakka og tekur til starfa þann 1. ágúst nk. Dalvíkurbyggð
fékk i vor fé til þessa verkefnis úr svökölluðum mótvœgisaðgerðum
ríkisstjórnarinnar og var á grundvelli þess unnt ráða starfsmann.
Eins og eflaut margir aðrir vil ég ólmur sjá meira lif fœrast í
byggingarnar á Húsabakka og hlakka til að takast á við þetta verkefni.
Frá því hefðbundið skólastarf var lagt afþar vorið 2005 hefúr staðurinn
verið vannýttur. Ekki hefi.tr þó skort hugmyndir heldur fyrst ogfremst
fjármagn og starfskraft til að framkvœma eitthvað af þeim frábœru
hugmyndum sem menn hafa hent á lofti sín í milli undanfarin missiri.
Anœgjulegt hefitr verið að fylgjast með uppbyggingu Menningar-
og listasmiðjunnar sem komið var á fót af miklum dugnaði fyrir ári.
Yogasetur og nuddstofa hafa einnig hleypt lifi i staðinn en enn er
Húsabakki þó aðeins svipur hjá sjón frá því sem áður var.
Hugmyndin um Náttúrufrœðisetur byggir á þeirri einföldu en snjöllu
hugsun að nýta þá auðlind sem annars vegar er fólgin náttúrunni í
Svarfaðardal og þá sérstaklega Friðlandi Svarfdœla og hins vegar
þeirri aðstöðu og þeim húsakosti sem til staðar er á Húsabakka.
FriðlandSvarfdœla varstofnað af mikilliframsýni árið 1972 og var eitt
fyrsta náttúrufriðland landsins. Tengingin við Friðlandið gerir það að
verkum að íslenska ríkið gœti orðið beinn aðili aö náttúrujrœðisetrinu
ogfelas/ í því fjölmörg sóknarfœri bœði hvað varðar náttúruskóla og
aðstöðufyrir rannsóknir og frœðistörf.
Mikill áhugi er meðalforeldra ogskólafólks í Dal víkurbyggð að auðga
skólastarf I sveitarfélaginu með þeirri aðstööu sem Húsabakkaskóli
hefur að bjóða. Aukinn áhugi á náttúruferðamennsku og útivist hefur
komið Húsabakka varanlega á kortið sem miðstöð fyrir gönguhópa
og eins nýtur staðurinn vinsælda fyrir námskeiðs- og ráðstefnuhópa
að ógleymdum hinum jjölmörgu œttum landsins sem hittast jtar allar
helgar á sumrin. Allt styður þetta hvað annað og kallar á enn frekari
landvinninga á svið frœðslu, vísinda og ferðamennsku. Þar kemur til
kasta verkefnisstjóra.
Gert er ráðfyrir að stofnuð verði sjálfseignarstofnun um reksturinn.
Að henni standa Dalvíkurbyggð og vœntanlega fleiri aðilar en ekki
síst félagsskapur heimamanna sjálfra - Góðvinafélag Húsabakka. I
lok águst (fyrir göngur) verður blásið til fiundar að Rimum þar sem
hugmyndir um Náttúrfrœðasetrið verða kynntar og rœddar og mótaðar
áfram með þátttöku heimamanna. 1 kjölfarið verðursvo hið vœntanlega
Góðvinafélag stofnað.
Þessi pistill er settur á blað til að kynna málið hvetja alla þá
sem láta sig Húsabakka varða að Ijá málinu lið. A sínum tíma
var haldinn fundur á Rimum um framtið staðarins og mœtti fjöldi
Svarfdœlinga. I kjölfarið voru stofnaðir vinnuhópar sem þvrluðu upp
fjölda hugmynda. Handverkshópurinn var óneitanlega mikilvirkastur
enda búinn firamkvœma frábœra hluti á staðnum. Nú er lag að halda
áfam uppbygginunni og gera Húsabakka aftur að fræðasetri og þeirri
þungamiðju sveitarinnar sem hann var.
Hjörleifur Hjartarson
Jóhann segir að hér sé aðeins um
frestun að ræða. Afram sé stefnt að
því að breyta sjóðnum í hlutafélag
en þessi ákvörðun geti þýtt að því
seinki um þrjá mánuði.
Menningarhúsiö á áætlun
Vinna við Menningarhúsið,
gjöf sparisjóðsins til íbúa
Dalvíkurbyggðar, gengur nokkurn
veginn eftir áætlun að sögn Bjöms
Friðþjófssonar framkvæmdastjóra
Tréverks hf sem er verktaki
byggingarinnar.
Verið er að steypa upp veggina
á annari hæð sem eru aldeilis ekki
beinar línur heldur bogadregnar
og taka mið af smáranum í merki
sparisjóðanna. Bjöm segir að
uppsteypan á þessum veggjum sé
tafsöm, eins og búist var við, en
steypuvinnu verði lokið í ágúst.
Glerið í húsið er komið og
er byrjað að setja það upp, en
framhliðin verður mikið til úr gleri.
Reiknað er með að byrjað verði að
líma upp steinninn utan á húsinu í
lok þessarar viku og fer þá húsið að
taka á sig endanlega mynd. Björn
segir að allri vinnu utanhúss verði
lokið í haust. Gert er ráð fyrir að
húsið verði fullbúið fyrir mitt næsta
ár.
Heiðar Helguson hefur
sótt um lóð í landi
Upsa fyrir frístundahús.
Umhverfisráð tók jákvætt í
erindið, og visaði því til gerðar
aðalskipulags.
Samkvæmt ijarskiptaáætlun
áttu öll heimili á íslandi
að vera komin með
háhraðatenginu fyrir árslok 2007.
Verkefnið reyndist viðameira en
áætlað var og hefur því dregist.
í útboði Ríkiskaupa, fyrir hönd
Fjarskiptasjóðs, í byrjun þessa
árs var gert ráð fyrir að tilboðum
í þetta verkefni yrði skilað fyrir
lok júlímánaðar. Þessi dagsetning
hefur nú breyst og er nú miðað við
4. september. Það mun vera gert
til að mæta óskum tilboðsgjafa
og til þess þá að tryggja fleiri og
væntanlega betur unnin tilboð í
verkefnið. Mikillar óþolinmæði
gætir víða vegna þess hve það hefur
dregist að uppfylla væntingar fólks
í dreifbýli um betri nettengingar.
Fjarskiptasjóður var stofnaður 2005
og er hlutverk hans m.a. að styðja
við uppbyggingu fjarskiptakerfa á
svæðum þar sem fjarskiptafyrirtæki
hafa ekki treyst sér í uppbyggingu á
markaðslegumforsendum. í sjóðinn
voru settar 2.5 milljarðar króna af
söluandvirði Landsíma Islandshf.
ákveðna eingreiðslu vegna góðrar
afkomu sveitarfélagsins.
Bændur við Eyjafjörð
hyggjast koma á fót
kornþurrkunarverksmiðju
á Hjalteyri eða Möðruvöllum
og nýta jarðvarma til þurrkunar.
Tæknibúnaður er á leið til landsins
og reiknað er með að vinnsla geti
hafist í haust.. Það er búnaðarfélagið
Trölli í samvinnu við Bústólpa
á Akureyri sem stendur fýrir
verkefninu, en búið er að panta
þann tækjabúnað sem þarf til að
koma verksmiðjunni á laggimar
og er búnaðurinn væntanlegur til
landsins í byrjun ágúst. Aætlað er
að bændur við Eyjafjörð rækti á
bilinu tólf til þrettán hundrað tonn
af komi árlega, og hefúr komræktun
á Eyjafjarðarsvæðinu einskorðast
við að bændur rækta kom til
fóðurs á bæjum sínum. Væntanleg
komþurrkunarverksmiðja mun geta
tekið við um 300 hundmð tonnum
af komi strax í haust.
Nú styttist í sauðfjársláturtíð
hjá Norðlenska og em
innleggjendur beðnir að
senda sláturfjárloforð til Norðlenska
sem fyrst, rafrænt eða á pappír.
A Húsavík er áætlað að slátra um
500 lömbum 14. ágúst nk. Eiginlea
haustsláturtíð hefst síðan á Húsavík
þriðjudaginn 26. ágúst. Fréttabréf
með nánari upplýsingum um
sláturtíðina verður sent til bænda
fyrstu dagana í ágúst.
að hefúr ekki gengið vel hjá
knattspymuliði Dalvíkur/
Reynis í sumar. Liðið er sem
stendur í næstneðsta sæti D-riðils 3.
deildar þegar sjö umferðum er lokið
með sjö stig. Liðið hefur aðeins
unnið tvo leiki í deildinni í sumar,
gert eitt jafntefli og tapað fjórum
leikjum. Næsti leikur liðsins fer
fram á Dalvíkurvelli föstudaginn
25. júlí kl. 20:00 og þá verður leikið
gegn Spymi.
Helga Snorradóttir hefur
sagt upp rekstrarsamningi
við Dalvíkurbyggð um
leikskólann Fagrahvamm. Bæjarráð
samþykkti í framhaldinu að fela
fræðsluráði að fara vel yfir kosti
þess og galla að rekstur leikskólans
Fagrahvamms verði boðinn út
eða hvort Dalvíkurbyggð rekur
leikskólann með sama hætti og aðra
leikskóla í sveitarfélaginu.
Nú stendur yfir sumarlokun
á Fagrahvammi, og samkvæmt
upplýsingum bæjarstjóra verður
á meðan á lokun stendur unnið að
viðamiklum framkvæmdum við
viðhald og endurbætur á húsnæði
leikskólans, auk þess sem leiksvæði
verður endurbætt verulega.
Bæjaráð Dalvíkurbyggðar
hefúr samþykkt erindi
frá Fiskideginum mikla
þar sem óskað er eftir 200.000 kr.
styrk til gerðar heimildamyndar um
Fiskidaginn sem dreift yrði í hús í
sveitarfélaginu.
Sumarferð 2008
Dagana 16-17 ágúst er áætluð ferð á
Austurland.
Farið frá Skipagötu 14
laugardaginn 16.ágúst kl. 9.00.
Gististaður er Svartiskógur.
Takmarkað gistirými.
Dalvíkurbyggð hefúr hafnað
erindi frá Einingu-Iðju
og Kili, stéttarfélagi
starfsmanna í almannaþjónustu þar
sem óskað er eftir að Dalvíkurbyggð
greiði öllum starfsmönnum sínum
Áætluð heimkoma sunnudaginn 17. ágúst um kl. 20.30 Verð á
mann kr: 10.000,-
Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins í síma 462 1635
Opið 8.30-16.00
FVSA
Gamalt
augnablik
Þegar unnið var við
endurbætur á miðhæð á
byggðasfninu Hvoli fyrir
tveim árum fundu smiðirnir
blettóttan og rispaðan filmubút á
bak við ofn.
Við skönnun á filmunni kom í
ljós mynd af manni við störf sín
utan við bárujámsklætt hús.
En hver er maðurinn? Hvað er
hann að gera og hvert er húsið?
Getur einhver gefið upplýst okkur
um það?
í marsblaði Norðurslóðar
spurðurmst við fyrir um hvert
væri húsið á myndinni hér að
neðan. Engum blöðum er um það
að fletta að þetta er Hvoll, og
myndin líklega tekin laust eftir
1930 en fyrir jarðskjálftaárið 1934
því eftir hann tók húsið miklum
útlitsbreytingum sem kunnugt er.