Norðurslóð - 24.07.2008, Blaðsíða 6

Norðurslóð - 24.07.2008, Blaðsíða 6
6 - Norðurslóð Tímamót Skírnir Þann 28. júní var skírð í Dalvíkurkirkju, Birna Lind. Foreldrar hennar eru Birgir Þór Gunnarsson og Hanna Kristín Gunnarsdóttir Lynghólum 14. Sr. Sigríður Munda skírði. Þann 17. júní var skírður í Stærra- Arskógskirkju, Anton Dagur. Foreldrar hans eru Asrún Ösp Jónsdóttir og Björgvin Smári Jónsson (bæði frá Arskógsströnd). Heimili þeirra er að Miðleiti 1 Reykjavík. Sr. Hulda Hrönn skírði. Afmæli Þann 2. júlí s.l. varð 75 ára, Ingibjörg Olafsdóttir í Hátúni Norðurslóð árnar heilla. Andlát Þann 20. júní sl. lést Anna Jóhannesdóttir, Hóli á Upsaströnd. Anna var fædd að Hamarshjálegu í Flóa í Árnessýslu 21. nóvember 1921. Foreldrar hennar voru Jóhannes Ormsson, bóndi þar og kona hans Sigurbjörg Helgadóttir. Anna átti þrjár systur, Pálínu, Sigríði og Helgu, sem lifa systur sína og einn bróður, Sigurð sem lést ungur. Anna ólst upp við hefðbundin sveitastörf. Sem unglingur réð hún sig í vist í Reykjavík og var þar í nokkra vetur. Árið 1947 eignaðist Anna soninn Jóhannes Markússon. Um líkt leyti fluttu foreldrar hennar til Reykjavíkur og bjuggu mæðginin hjá þeim. Anna starfaði í Vinnufatagerðinni á vetrum en á suinrin var hún í kaupavinnu víða um landið. Hún fór vestur í Dali og á Mýramar en sumarið 1956 réði hún sig að Hóli á Upsaströnd. Þar hitti hún fyrir verðandi eiginmann sinn Karl Vemharð Þorleifsson. Þau hófu sambúð og tóku við búi foreldra hans árið 1958. Þar bjó Anna rausnarbúi til dauðadags. Karl lést langt fyrir aldur fram árið 1982 en Þorleifur, yngsti sonur þeirra hjóna, tók þá við búsforráðum ásamt móður sinni og síðar konu sinni Sigurbjörgu Einarsdóttur. Fyrir hjónaband átti Anna sem fýrr segir Jóhannes (f 1947) en böm hennar og Karls eru: Svanhildur (f 1959), Sigurbjörg (f 1961) og Þorleifur (f 1963). Bamaböm Önnu era 12. Eitt þeirra er látið. Langömmubömin eru orðin sex. Hlutskipti sveitakonunnar átti vel við Önnu. Hún var harðdugleg og gekk að ölium störfum jafnt úti sem inni. Hún prjónaði og saumaði á bömin og síðar einnig á barnabörnin. Á Hóli var mikill gestagangur og tók Anna vel á móti öllum sem þangað komu. Hún var félagslynd og var virkur félagi í Kvenfélaginu Vöku meðan það lifði, í Slysavarnadeild kvenna og Félagi eldri borgara þegar árin færðust yfir. Anna var jarðsungin frá Dalvíkurkirkju þann 28. júní s.l. Þann 11. júlí sl. lést Sigurður Hólmkelsson Mímisvegi 34 Dalvík. Hann var jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju 23. júlí. Þann 22. júní var skírð í Akureyrarkirkju, Sonja Marý. Foreldrar hennar eru Viðar Öm Gunnarsson (Friðrikssonar) og Selma Klara Gunnarsdóttir til heimilis að Arnarsíðu 9 á Akureyri. Gifting Þann 28. júní sl. vora gefin saman í Dalvíkurkirkju Hólmfríður Amalía Gísladóttir og Júlíus Baldursson. Heimili þeirra er ISunnuhvoli á Dalvík. Séra Dalla Þórðardóttir gaf brúðhjónin saman . Munir og minjar Á Byggðasafninu í Hvoli er fjöldi muna sem bera vitni um horfna starfshætti og margir þeirra koma nútímabömum ef til vill spánskt fyrir sjónir. Iris Ólöf Sigurjónsdóttir forstöðumaður safnsins gerir hér lítilleg skil munum og minjum af safninu, auk þess sem birtar era myndir af skrýtnum hlutum sem lesendur mega ráða í til hvers voru notaðir. Ef þið hafið einhverjar upplýsingar um munina hvetjum við ykkur til að hafa samband við Irisi á byggðasafninu í síma 466 1497 eða 892 1497. í síðasta blaði var vaskhilla. Sápa, sódi og sandur vora notuð jöfnum höndum til þvotta og þrifa Gróska í Golfinu Hlutiþátttakenda igolfnámskeiði með Arna kennara lengst t.h. Mikil gróska er i golfmu á Dalvík nú í sumar. Ámi Jónsson golfkennari bauð uppá námskeið fyrir byrjendur í júní og tóku alls um 20 manns þátt í því námskeiði. Annað byrjendanámskeið hófst mánudaginn 21. júlí. Bama- og unglingastarfið gengur einnig afar vel og er mikill áhugi hjá krökk- unum. Alls eru um 50 krakkar sem stunda æfíngar. I sumar er mótaröð fyrir böm og unglinga i gangi í umsjón unglingaráðs klúbbsins og hefur þátttaka bamanna verið afar góð. Við höfum fengið marga góða gesti á völlinn í sumar, t.d. kom Logi Bergmann ásamt fríðu föruneyti við hjá okkur á hringferð í kringum landið til styrktar MND félaginu. Voru þau afar hrifin af vellinum og allri aðstöðu hérna. Síðasta sunnudag kom Heiðar Davíð Bragason fyrrverandi Islandsmeistari í golfi í heimsókn með Áma kennara og hélt stuttan fyrirlestur um golfið og æfíngar. Hann spilaði síðan nokkrar holur með unglingum í klúbbnum. Meistaramót GHD var haldið 9.- 12. júlí í blíðskaparveðri og unnu þau Sigurður Ingvi Rögnvaldsson og Sonja Björk Jónsdóttir meistaratitlana með nokkrum yfirburðum. Sigurður Ingvi er í framtíðarhópi landsliðsins í golfí og æfir því stíft þessa dagana. (Mynd og texti: Guðný Ólafsdóttir) gpíu veitingan n< SKÁLINN hefur opnað aftur eftir gagngerar breytingar ELDSNEYTI - VERSLUN - BÍLAVÖRUR - GRILL ■ 4 kr. af eldsneyti* Verið velkomin gildir til 1. ágúst N1 ÞJONUSTUSTOÐ DALVIK

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.