Norðurslóð - 31.03.2005, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 31.03.2005, Blaðsíða 4
4 - Norðurslóð Sigurjón Antonsson Skíðagangan yfír Yatnajökul 1984 í byrjun ágúst sama ár fórum við Björn og Andri sonur minn, þá níu ára gamall, inn á Núpsárdal ásamt fleira ferðafólki af Héraði og var þá það sem eftir var af far- angri úr Vatnajökulsleiðangrinum sótt inn á Eggjar. Gistum við á tjaldstaðnum okkar undir Valabjörgum. Svo liðu tvö ár og ölkeldurnar í Græna- fjalli höfðu ekki horfið mér úr minni. Og þá er það að við Þórhallur ákveðum að ljúka þeirri ferð sem hafði hafist tveim- ur árum áður. Við förum ásamt Sigrúnu dóttur hans akandi vestur Skeiðarársand, vestur fyrir Núpsvötn og inn með Lómagnúp aust- anverðum, inn á svokallaðar Selflatir og tjöldum þar. Um kvöldið förum við vestur að Núpsstað og hittum Eyjólf bónda Hannesson. Hann fór með okkur í bænhúsið og sýndi okkur það og sagði frá prestum og biskupum sem hafa komið þar við athafnir. Hann kannast við okkur frá því að við hittumst forðum inn á Núpsárdal og býður okkur í eldhús uppá kaffi og bakkelsi. Þarna áttum við ánægjulega stund með Eyjólfi, en Nikulás skipti sér lítið af okkur. Svo var haldið inn á Selflatir og skriðið í pokana. Um nóttina vöknuðum við þegar grjóthrun úr Gnúpnum bergmálaði með skruðningum og skellum og gerði okkur dauðskelkuð. Næsta morgun ókum við inn að svonefnd- um Sandgígum sem eru miðja vegu l'rá þjóðvegi og norður að Súlujökli. Það- an var gengið að Súlujökli og greiðlega gekk að komast fyrir upptök Súlu. Afram var haldið inn með Valabjörgum og upp björgin eftir sama gilinu og við höfðum Tjaldað til einnar nœtur. komið niður tveimur árum áður. Svarta þoka var komin yfir þegar við komum upp og hélst svo það sem eftir var dags. Haldið var áfram austur yfir Bunkadal, þar sem stórar breiður af eyrarrós töfðu mjög fyrir okkur. Við lentum austur að Skeiðarárjökli sunnan Súlutinda og urð- urn að sveigja til baka til að komast upp á Súludal. Ferðin inn dalinn gekk greið- lega, en þar innan við var komið fljótlega í hliðbratta, þegar komið var í vesturhlíðar Eggja. Þá var tjaldað í dálitlum grasboll- um innanum stórgrýti. Við vildum geyma okkur til næsta dags að komast yfir stóra gilið, sem við vissum að var skammt norð- an við okkur. Morguninn eftir var koniið skjannabjart veður, en sólin náði ekki til okkar þar sem tjöldin voru undir bröttun vesturhlíðum Eggja. Fljótlega var komið að stóra gilinu og gengum við upp fyrir það. Veðrið var dásamlega bjart og fagurt um að litast yfir innsta hluta Núpsárdals. Þarna voru Bergvatnsárnar tvær og Bergvatnsárhraunið. Beinadalur þar suð- uraf og enn sunnar er Björninn, mikið Ijallabákn sem gengur norður frá Lóma- gnúp. Nær okkur og niðri í dalnum eru Hvassavellir og virtist þar vera vel gró- ið. En í vestri blasir Síðujökull við og kreppa Hágöngur að honum að austan, en skammt þar austuraf er Eldgígur. Langt þar norðausturaf ber Þórðarhyrnu við himin og minnir á Þórð Vídalín og jökla- ritið hans. Er mælt að Jóhannes Áskelsson jarðfræðingur frá Austari Krókum í Fnjóskadal hafi gefið því fjalli nafn. Við komum brátt að gamla útfallinu úr Grænalóni til Núpsár, þar sem vatnið rann síðast árið 1935. Og þarna var tjaldstæðið okkar með sömu ummerkjum, frá tveimur árum áður eins og við hefðum verið þarna í gær. Engin steinvala þar sem tjöldin voru, en steinunum sem notaðir voru á skarirnar raðað í tjaldhring við annan staðinn en raðað í litla vörðu við hinn. Okkur félag- ana hafði greint á hvor aðferðin væri umhverfisvænni. Við Þórhallur vorum það fornir í okkur að við höfðum gert tjaldhringinn. Svo röltum við niður að Grænalóni og aftur upp að gömlu strand- línunni og gengum þar vestur með lóninu. Strandlínan var meir en bílbreidd, en allt of stórgrýtt fyrir ökutæki. Fara þurfti upp fyrir nokkrar gilskor- ur, sem skáru strandlínuna. Við skildum megnið af farangrinum eftir við stuðla- bergsfell sem er vestast við suðurströnd lónsins og héldum síðan léttstíg þvert yfir Grænalónsjökul. Jökulsporðurinn varð brattari er norðar dró og urðum við að fara hærra á jökulinn. Nyrst á jöklinum er hár hryggur sem nefnist Þröskuldur og er hann mjög blandinn jökulruðningi úr Grænafjalli. Mjög bratt er niður af hryggnum að norðan og eins og gilskora milli hans og fjallsins. Nú var stutt eftir austur að giljunum í Grænafjalli þar sem ölkeldurnar eru. Vestast eru Smágil, þá Taumagil og austast Djúpagil. Og var þetta þá allt fyrir- hafnarinnar virði? Jú, svo sannarlega. Ölkeldurnar voru skammt ofan við efstu strandlínu Grænalóns og hafa því getað vaxið og dafnað þarna í friði og ró í gegnum aldirn- ar. Þar sem vatnið seytlaði upp úr jörðinni höfðu myndast stórar marglitar kúpur af útfellingum úr vatninu. Og vatnið seytlaði niður kúpurnar, niður gilin og myndaði þar ótal mishá þrep eða stalla á leið sinni. Þetta var eins og tröppur upp eftir giljun- um að ölkeldunum. Það var samt betra að ganga þarna varlega um því efnið í útfell- ingunum er ekki sterkt og stikluðum við því á steinum meðfram þrepunum. Litadýrðin er alveg ótrúleg þegar sólin nær að skína inn í gilin og Ijóma allt upp. Vatnið virðist þurfa að vera í snertingu við loftið til að útfelling geti átt sér stað. Eg rak hendina víða innundir þrepin, en þar var bara vatn. Eins voru víða pollar á milli þrepanna. Að lokum var smakkað á vatninu og kjamsað á því eins og um eðalvín væri að ræða. Vatnið var ágætlega bragðgott og full ástæða til að fylla á pelana áður en haldið var til baka. Svo var skrönglast til baka, yfir Þrösk- uld og suður yfir Grænalónsjökul, þangað sem við höfðum skilið farangurinn eftir. Þar var slegið upp tjöldum og hvílst í veð- urblíðunni. Við drukkum í okkur fegurð og tign náttúrunnar á þessum stórkostlega stað, því það var ólíklegt að við ættum eftir að koma hingað aftur. Stórir og smáir ísjakar flutu tignarlega á Grænalóni og af og til heyrðist meira að segja til þeirra. Það var sama veðurblíðan daginn eftir og nú gengum við austur norðurhlíðar Núps- ártanga og alla leið austur á Eggjar. Þver- hnípt hengiflug eru austan í Eggjum þar sem Skeiðarárjökullinn nagar úr fjallinu og þrengir sér inn í ótal víkur og voga sem hann hefur grafið. Og ekki skemmir útsýnið austur yfir jökulinn. Við fórum einnig upp í Súlutinda til að berja Súluna margfrægu augum. Þarna hafði Hannes Jónsson á Núpsstað tekið land, þegar Skeiðarársandur var orð- inn ófær í Skeiðarárhlaupinu mikla 1934, en hann var á heimleið frá Skaftafelli. Hann komst ekki suður fyrir Lómagnúp og varð að fara norðan við gnúpinn um Hvirfilsdalsskarð. En líklega er nú engum fært þar sem Hannes fór af jöklinum upp Súlutinda,því jökullinn mun hafa lækkað mjög síðan þá, og er hátt þverhnípi frá jökli upp að snar- bröttum skriðunum austan í Súlutindum. Við gistum síðustu nóttina í ferðinni á Selflötum austan við Lómagnúp. Nú gátum við loks verið sáttir við það sem við sáum og reyndum í göngunni yfir Vatnajökul 1984. Ferðasagan er færð í letur í apríl 2004 og eru þá nærfellt tuttugu ár liðin. Stuðst er við dagbækur SA. Sigurjón Antonsson er flestum Dalvík- ingum sem komnir eru til vits og ára vel kunnugur. Hann er fæddur og upp- alinn á Dalvík en hefur búið og starfað á Egilsstöðuin lengst af starfsævi sinn- ar. Sigurjón sendi blaðinu þessa ferð- asögu fyrir nokkru og hér birtist loka- kaflinn. Deildarfundur Út-Eyjafjarðardeildar KEA 2005 Deildarfundur Út-Eyjafjarðardeildar KEA 2005 verður haldinn í Safnaðarheimili Dalvíkurkirkju þriðjudaginn 5. apríl kl. 20:00 Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður rætt um atvinnusköpun við utanverðan Eyjafjörð - ný tækifæri. Frummælendur: Kolbrún Reynisdóttir, Árgerði við Dalvík: Framtíöarsýn ferðaþjónustu við utanverðan Eyja fjörð - verkefni í gangi - tækifæri - framtíöarsýn Haraldur Ingi Haraldsson og Víðir Björnsson - Norðurskel í Hrísey: Kræklingarækt - nýir möguleikar í atvinnusköpun Kaffiveitingar. Deildarfundir KEA eru öllum opnir. Fólk er hvatt til þess aö fjölmenna og fylgjast með og taka þátt í áhugaverðum umræðum. Deildarstjórn

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.