Norðurslóð - 28.07.2005, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 28.07.2005, Blaðsíða 1
Svarfdælsk byggð & bær 29. ÁRGANGUR FlMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 7. TÖLUBLAÐ FrailitarðaíVeitFidm -TirTTiíilÍÍF l^ÍÍT BBI||JIS Það var mikið umleikis við Dalvíkurhöfn sl. laugardagsmorgun. Flutn- ingaskip að takafrosin síldarflök, landað úrBjörgúlfi og Stefáni Rögn- valdssyni, aukþess sem margir minni bátar komu til löndunar. Mikið umleikis við Dalvíkurhörh Það er óhætt að segja að það hafi verið mikið umleikis við Dalvík- in•liöi'n í sl. viku. AIIs var land- að ríflega 100 tonnum af rækju, sem er með því besta sem verið hefur í sumar. Þar af lönduðu heimabátarnir Sæþór 21 tonni og Stefán Rögnvaldsson liðlega 10 tonnum. Barði NK landaði 47 tonnum af ísuðum bolfiski og um 4000 kössum af frosnu. Björgúlfur landaði bolfiski í tvígang, alls um 160 tonnum. Björgúlfur er nú kominn í slipp. Huginn VE landaði liðlega 500 tonnum af frosnum síldar- flökum, auk þess sem landað var um 500 tonnum af lausu í Krossa- nesi. Um helgina kom síðan flutningaskip og sótti síldarflök- in til Dalvíkur. Við þetta má bæta að Björg- vin EA, sem verið hefur á fryst- ingu að undanförnu, kom inn til löndunar á Akureyri sl. sunnu- dag með um 400 tonna afla upp úr sjó að aflaverðmæti um 44 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að Björgvin fari a.m.k. einn túr á frystingu til viðbótar. Framvarðasveit Fiskidagsins mikla. Frá vinstri: Gunnar Aðalbjörnsson, Óskar Óskarsson, Sigurður Jörg- en Óskarsson, Ottó Jakobsson, Júlíus Júlíusson, Þorsteinn Már Aðalsteinsson, Guðmundur St. Jónsson og Hilmar Daníelsson. Júlíus Júlíusson framkvœmdastjóri Fiskidagsins mikla: , Allt að verða tilbúið" Undirbúningur fyrir Fiskidaginn mikla er nú á lokastigi og segir Júlíus Júlíusson framkvæmda- stjóri að þetta sé allt að smella. „Við fengum mjög góð viðbrögð við Bæjarpóstinum í sl. viku. Meðal annars hafa hátt í þrjátíu fjölskyldur látið skrá sig vegna „fiskisúpukvöldsins" á föstu- dagskvöldið. Enn er hægt að skrá sig og við viljum benda fólki á að það fær fisk og brauð hjá framkvæmda- nefndinni, auk þess sem Nettó gefur gestgjöfum skálar og skeið- ar. Það eru komnar nýjar grill- sveitir, m.a. ein frá Akureyri, og við höfum fengið góðar undir- tektir að vanda frá sjálfboðalið- um. Það má kannski segja að það eina sem okkur vantar núna séu fleiri til að baka rúgbrauð. Eins vantar okkur fleiri sjálfboðaliða í pökkun og er fólk beðið að láta skrá sig sem fyrst á netfangið fiskidagurinn@julli.is eða hringja í síma 897 9748. Það er ljóst að fólk ætlar að bregðast vel við og kveikja á ljósaseríum og þess má geta að seríur eru uppseldar í Húsasmiðjunni, en eru væntan- legar innan tíðar." Dagskrá dagsins er nánast full- frágengin, hvort heldur sem er á sviði, á hátíðarsvæðinu eða ann- arsstaðar í sveitarfélaginu. Ein- hverjar smávægilegar breytingar gætu kannski litið dagsins ljós. Fiskidagurinn mikli hefst stund- víslega kl. 11.00 og stendur til kl. 17.00 en dagskráin í heild birtist á bls. 2. Steindyr kaupir Þverá Gengið hefur verið frá sölu á jörðinni Þverá í Svarfaðardal. Hinir nýju eigendur eru þau hjón á Steindyrum, Hjálmar Herbertsson og Gunnhildur Gylfadóttir. Þau hyggjast búa á báð- um jörðunum og nýta útihús en undanskilið kaupunum er íbúðar- húsið á Þverá ásamt lóð. Kaup þessi hafa því litla búháttabreyt- ingu í för með sér þar sem steinsnar er á milli Þverár og Steindyra. Steindyrafjölskyldan getur sem hægast setið áfram á Steindyrum og gengið til gegninga á Þverá og í íbúðarhúsinu á Þverá búa áfram fyrri eigendur jarðarinnar og hafa áfram hesta og kindur eins og hingað til. Leikskóladeild á lofti safnaðarheimilisins Bæjarráð Dalvfkurbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 14. júlí sl. að taka á leigu efri hæð safnaðarheimilis Dalvíkur- kirkju fyrir rekstur á nýrri leikskóladeild, þ.e. fimm ára deild, við Krílakot. Stjórnendur Krílakots hafa fyrir sitt leyti samþykkt að hefja rekstur 5 ára deildar á lofti safnaðarheimilisins en líta á þá ráðstöfun sem bráðabirgðalausn. í samþykkt bæjarráðs er sérstak- lega tekið fram að með þessari samþykkt felst ekki samþykki fyrir því að hafist verði handa við stækkun Krflakots. Folarnir komnir á jafnsléttu Eins og sagt var frá í síðasta Bæjarpósti trylltust tveir ungir grað- folar þegar herflugvél flaug yfir hestahólf sem þeir voru hafðir í úti við Sauðanes og linntu ekki látum fyrr en þá bar við him- in efst uppi á Karlsárfjalli sunnan við svokallað BrunnárgiJ. Þar hurfu þeir í þoku og hafði ekkert til þeirra spurst þegar blaðið fór í prentun sl. miðvikudag. Þegar þokunni loksins létti á fimmtudag fór Þorleifur Karlsson á Hóli, annar eigandi hestanna, með hross upp á Karlsárdal og hugðist freista þess að ná folunum niður. Þegar hann kom fram á dalinn mætti hann hins vegar folunum sem komnir voru niður á jafnsléttu heilu og höldnu af sjálfsdáðum en nokkuð kvikir og taugaóstyrkir. Að sögn Þorleifs má heita kraftaverk að þeir í fyrsta lagi höfðu sig upp á brúnina og í öðru lægi að þeir komust aftur niður. Sjálfsagt hafa þeir hafst við eina fjóra daga uppi á eggjum við lítinn sem engan kost. Víða verið að snyrta Nokkuð víða á Dalvík er verið að lagfœra umhverfið, til dœmis neðan við bakkann framan við kaupfélagið sem myndin hér að ofan er af. Á dögunum voru einnig boðin út jarðvegsskipti og lagning slitlags við Hvol en brýnt var orðið að gangafrá þessu svœði þvíþar koma þúsundir ferðamanna árlega til að skoða byggða- safnið. Opnunartimi: Mán.-fös. 10-19.30 laug. 10-18 sun. 13-17 Matvöruverslun - rétt hjá þér Hafnartorg - Dalvík - s: 466 1202 Samkaup f um/fll

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.