Norðurslóð - 20.10.2005, Side 1

Norðurslóð - 20.10.2005, Side 1
Bakaríið Svarfdælsk byggð & bær 29. ÁRGANGUR FlMMTlJDAGUR 20. OKTÓBER 2005 10. TÖLUBLAÐ Hrossin sem hímdu í höm sunnan við fjárhúsin í hretinu á dögunum verða að notast við eitthvað annað skjól í framtíðinni. Fjárhúsin verða rifin Fjárhúsin hans Villa Bjöss, eins og þau eru oftast kölluð í daglegu tali, verða rifin einhverja næstu daga. Bæjarráð samþykkti það á fundi sínum 13. október og mun Björgunarsveitin á Dalvík sjá um verkið. Upphaf málsins er það að Umhverfisráð samþykkti á fundi sínum í júlí að húsin skyldu fara. Margir bæjarbúar eru því mót- fallnir og hefur nokkur umræða skapast um málið nú á haust- dögum. Hafa menn bent á að húsin séu falleg enda vinsælt myndefni, þau hafi menningar- og atvinnusögulegt gildi og séu þar að auki ekki fyrir neinum þar sem þau standa sunnan við bæinn með trjágarði sínum og stundum nokkrum hrossum sem notfæra sér skjólið við þau þegar norðan- áttir blása. Sigurður Jónsson hefur haft húsin til afnota endurgjalds- laust sem geymslu fyrir ýmislegt dót frá því árið 1998 gegn því að hann sjái um viðhald þeirra. Iris Olöf safnstjóri á byggða- safninu skrifaði bréf til æsku- lýðs-, íþrótta- og menningarráðs á dögunum þar sem ráðinu var bent á ákvæði í menningarstefnu bæjarins um húsafriðun og varð- veislu bygginga og spurt hvort ekki væri í verkahring ráðsins að koma í veg fyrir að húsin yrðu rifin. Ráðið samþykkti fyrir sitt leyti að óska eftir því við bæjarráð að ákvörðun umhverfisráðs yrði endurskoðuð. Fyrir bæjarráði lá einnig bréf frá Sigurði Jónssyni þar sem segir að ef viðhaldsleysi á húsunum sé ástæða fyrir ákvörðun um niðurrif þeirra sé hann tilbúinn „að bæta þar úr þannig að ekki stafi hætta af húsunum eða að útlit þeirra sé til vansa“. En bæjarráði var ekki haggað og staðfseti það ákvörð- un umhverfisráðs um að húsin skyldu rifin. BuLl er orðið keppnis- grein á Dalvík Fyrsta íslandsnicistaramótið í bulli verður haldið á veitingahús- inu Bakaríinu á Dalvík nk. laug- ardagskvöld. Það er Júlíus Júlíusson sem er hugmyndasmiðurinn að baki bullkeppninni. Hann segist stefna á að færa út kvíarnar á landsvísu á næsta ári ef vel tekst til en þetta verður eina mótið á þessu ári þannig að sá sem ber sigur úr býtum nú verður sjálf- krafa Islandsmeistari í bulii eða Bullarinn 2005 og hlýtur að laun- um bikar, titilinn og góð verð- laun frá Vífilfelli sem ekki verða tilgreind nánar hér. Keppnisregl- urnar eru einfaldar - hver kepp- andi fær um 8 mínútur og bullar út í eitt, það má tala um hvað sem er. „Eina reglan er að allt verður að vera innan velsæmismarka," segir Júlíus og bendir á að menn geti leitað nánari upplýsinga hjá sér í síma 897 9748. Bullarinn 2005 er einn liður í Bjórhátíð Bakarísins sem stend- ur yfir um helgina en auk þessa verður boðið upp á Pub quiz, happdrætti, tónlistargetraun, „slædsjó“, tónlist og dans og jafnvel keppni í bjórþambi. Þá verður stofnaður Boltaklúbbur í Bakaríinu á laugardaginn. Gest- ir horfa saman á leik dagsins og Júlíus kryddar áhorfið ýmsum getraunaleikjum með góðum verðlaunum. A mvndinni eru þœr Sigrún Júlíusdóttir og Ragna Gunnarsdóttir frá RKI ásamt nokkrum þeirra kvenna sem hafa verið hvað ötulastar við prjónaskapinn, en þœr eru Elín Sigurðardóttir, Valdís Jóhannsdóttir, Hrönn Kristjánsdóttir, Aðalbjörg Ámadóttir, Friðrika Guðjónsdóttir og Guðrún Hallgrímsdóttir. Fyrir framan situr Sigrún Eyrbekk. Föndurstarfið á Dalbæ: Gáfu RKÍ 80 teppi Á þriðjudaginn ufhentu konur sem taka þátt í föndurstarfinu á Dalbæ Rauða Krossi Islands að gjöf 80 teppi sem vonast er til að nýtist bágstöddum á hamfara- svæðum einhvers staðar í heim- inum. Að sögn Kolbrúnar Pálsdóttur er um að ræða teppi sem prjónuð hafa verið úr garni og garnaf- göngum sem fengist hefur gefins. Enn er föndurstarfinu að berast garn að gjöf, og er stefnt að því að með vorinu verði a.m.k. jafn mörg teppi tilbúin til afhending- ar. Ragna Gunnarsdóttir formað- ur RKÍ-deildarinnar á Dalvík þakkaði þessa höfðinglegu gjöf og sagðist reikna með að teppin færutilnauðstaddraájarðskjálfta- svæðunum í Pakistan. Leikfélag Dal- Kvenfélagið Tilraun 90 ára Glæsileg afmælis- sýning á Húsabakka Mikið var um dýrðir á opnun- arhátíð 90 ára afmælissýningar Kvenfélagsins Tilraunar á hug- og handverkum svarfdælskra kvenna sem opnuð var um helg- ina og stendur fram yfir næstu helgi. I skólastjóraíbúð og á setu- stofu syðra skólahússins á Húsa- bakka hafa kvenfélagskonur sett upp glæsilega sýningu þar sem bæði gefur að líta hand- og hug- verk svarfdælskra kvenna, einnig albúm með myndum af nánast öllum félagskonum frá upphafi sem Jónas Hallgrímsson vann fyrir félagið og fundargerðir, fé- lagsblað og önnur skjöl félagsins af löngum ferli þess. Sýningin var opnuð kl. 14 á laugardaginn með ávarpi for- manns Tilraunar, Dómhildar Karlsdóttur í Klaufabrekknakoti en síðan klippti móðir hennar Lilja Hallgrímsdóttir á borða en Lilja er elsti félagi kvenfélagsins Tilraunar. Sjá nánar á bls. 2. Dómhildur Karlsdóttir flytur opnunarrœðu. Með henni á myndinni eru Lilja Hallgrímsdóttir sem opnaði sýninguna, Sigríður Hafstað, Ingi- björg R. Kristinsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir. víkur æflr barnadagskrá Leikfélag Dalvíkur er nú að æfa sérstaka dagskrá fyrir börn og unglinga og var fyrsti samlestur á þriðjudaginn í sl. viku. Að sögn leikstjórans, Arnars Símonarsonar saman- stendur dagskráin af brotum úr verkum eftir Thorbjörn Egner, en verkin eru: Dýrin í Hálsaskógi, Karíus og Baktus og Kardimommubærinn. Alls taka tólf manns þátt í uppfærslunni, og er þar bæði um að ræða fólk sem tekið hefur þátt í uppfærslum Leik- félags Dalvíkur áður sem og nýliðar. Stefnt er að frumsýn- ingu dagskrárinnar laugardag- inn 5. nóvember. Opnunartími: Mán. - fös. 10-19.30 laug. 10-18 sun. 13-17 Matvöruverslun - rétt hjá þér Hafnartorg - Dalvík - s: 466 1202

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.