Norðurslóð - 27.09.2012, Side 4

Norðurslóð - 27.09.2012, Side 4
4 - Norðurslóð Bjarni E. Guðleifsson Um Hólamannaskarð og Héðinsskarð Hér kemur fjórða greinin um fjallaferð sem tengist staðsetningu Tungnahryggsskála. Þetta var átta manna ferð. Sjálfur skrifaði ég ekkert hjá mér um ferðina, og man ekki smáatriði. Guðmundur Skúlason skráði svolítið í dagbók sína. Dagbókarbrot hans hjálpa mikið til að gefa heillega mynd af ferðinni. Það gera einnig myndirnar sem fundust úr ferðinni svo og stopult minni þátttakenda.. Bjarni E. Guðleifsson Hjörtur á Tjöm mun hafa átt hugmyndina að þessari ferð. Ætlunin var að kanna áhugaverðar leiðir að fyrirhuguðum ijallaskála á Tungnahrygg. Hann hafði samband við mig og var fastmælum bundið að við Hörgdælingar mundum fara upp úr Barkárdal en Svarfdælingar ætluðu upp úr Skiðadal. Við mundum svo hittast á Tungnahryggsjökli. Ég reyndi að smala Hörgdælingum í ferðina og varð það úr að auk mín fóru Guðmundur Skúlason á Staðarbakka, frændurnir Þórður Steindórsson og Gestur Hauksson frá Þríhymingi og norsk stúlka sem vann á Möðruvöllum og hét Bente. Öllu minni var hópurinn úr Svarfaðardal því með þeim Hirti og Sigríði kom einungis Ami Reynisson úr Reykjavík. Hann var þá framkvæmdastjóri Náttúruvemdarráðs, en Hjörtur sat þá í ráðinu. Ferðin var farin sunnudaginn 26. ágúst 1979. Við Hörgdælingar höfðum ákveðið að ganga upp Barkárdal og síðan svonefnda Tungnahryggsleið upp á Tungnahryggsjökul og hitta Svarfdæli þar. Guðmundur skrifar í gestabók sína: “Þokuloft var í morgun, en síðan gerði ágætis veður. I dag fór ég í gönguferð upp úr Barkárdal til Skagaíjarðar ásamt Bjarna E., Dodda, Gesti og norskri stúlku sem er fjósakona á Möðruvöllum, sem ég held að heiti Bente.” Lýkur hér dagbókarfærslum og segist Guðmundur viss um að hann hafi ætlað að skrifa nánari lýsingu síðar. Guðmundur sendir mér eftirfarandi skýringu: “Fleira segir nú ekki í dagbókinni, enda heyskapur enn í fullum gangi þetta hörmungarsumar og lítill tími trúlega til skrifta”. Hins vegar var laus miði í dagbók Guðmundar með tímasetningum í gönguferðinni og verður stuðst við þær. Við hittumst klukkan 7 að morgni við Skuggabrú í Hörgárdal, þar sem Bugur er nú, og ókum fram að Baugaseli. Það voru áreiðanlega feðgarnir Sigurður og Skúli á Staðarbakka sem keyrðu okkur á Landrover fram Barkárdalinn. Þess má geta að þetta var í fyrsta sinn sem sumir okkar sáu þessi gömlu snyrtilegu bæjarhús í Baugaseli og þama fæddist án efa hugmyndin um að halda honum við, sem leiddi til þess að Ferðafélagið Hörgur var stofnað tveimur árum síðar á jónsmessu á þessum stað. Klukkan 8,30 kvöddum við þá feðga og lögðum gangandi af stað frá bílnum nokkuð framan við Baugasel. Við röltum fram Barkárdalinn og þegar við vorum komin fram fyrir Skarðsána tókum við stefnu upp í Skarðsárdalinn, upp hrygginn á milli Tungnahryggsánna tveggja. Þessi hryggur er af Hörgdælingum nefndur Tungnahryggur vegna þess að Tungnahryggsleið liggur um hann, en hinn eiginlegi Tungnahryggur er sá sem skiftir Tungunum tveimur í Tungnahryggsjökli í Kolbeinsdal, hryggurinn sem gönguskálinn er við. Hryggurinn á milli Tungnahryggsánna í Barkárdal er að mestu malarhryggur og á pörtum nokkuð mjór og brattur til beggja handa. Bente, hin norskættaða, tók allt í einu á rás á undan okkur upp hrygginn. Guðmundur man að ég spurði hana þegar upp kom hvers vegna hún hefði hraðað sér svona. Hún svaraði því til að hún hefði orðið lofthrædd. Ég taldi það undarlegt vegna þess að í Noregi væri alls staðar mikill bratti. Þá svaraði hún því til að hún heföi aldrei gengið þar sem bratti væri til beggja handa, i Noregi hallaði alltaf bara til einnar handar, að sjónum. Upp á Tungnahryggsjökul vorum við komin klukkan 12 og gengum síðan yfir austurtungu jökulsins í átt að Tungnahrygg og yfir hann. Þegar við komum yfír hrygginn sjáum við “Svarfdælingana” þrjá koma upp jökulinn og urðu þar fagnaðarfundir. Höfðu þeir farið yftr hrygginn neðar en við. Ég man að þegar ég gekk að Hirti og heilsaði honum með handabandi, þá varð mér að orði: “Doctor Livingstone, I presume.” hin frægu orð sem Stanley sagði þegar hann fann Livingstone í Afríku. Kannski áttu þeir ýmislegt sameiginlegt Eldjám og Livingstone. Við sáum nú vörðuna okkar á melkollinum, þar sem skálastæðið var hugsað, og þarna á snjónum slógum við upp bláu tjaldi og nutum dvalarinnar og snæddum fram undir klukkan 15,30. Þálögðumviðafstað og gengum um Hólamannaskarð yfir á Barkárdalsjökul og klukkan 17 vorum við komin í Héðinsskarð. Okkur gekk ágætlega upp skarðið, enda sprungumar miklu huldar snjó þó langt væri liðið á ágústmánuð á þessu “hörmungarsumri” svo notað sé orð Guðmundar bónda. Okkur miðaði vel niður Héðinsdalinn. Við héldum okkur sunnan við Héðinsána því við höfðum hugsað okkur að vaða Hjaltadalsána ofan við Héðinsána. Við höfðum nefnilega gert ráð fyrir að verða sótt af Skagfírðingum í Reyki á ákveðnum tíma. Klukkan 19 snæddum við og hvíldum okkur utarlega á Héðinsdalnum. Eftir að hafa vaðið Hjaltadalsána gengum við út Hjaltadalinn, yfir Grjótá, og í Reyki og vorum við komin þangað um kl. 21. Þá vom þeir sem höfðu beðið okkar famir, töldu örvænt að við kæmum svona seint. Þetta var fyrir tíma farsímanna þannig að við höfðum ekki getað látið vita af okkur. Frá Reykjum var hringt í bílstjórana og ætluðu þeir að koma sem snarast. íjN''T' Ing/aídur J. I ; j rorð&n i32i n/ásuMur "Sieotfiimi/rA (llaplol ■s<J*U53Sí Við röltum áfram út Hjaltadalinn og var nú ástandið orðið afar dapurt á mannskapnum. Sumir orðnir Leið göngumanna úr Skíðadal og Barkárdalyfir í Hjaltadal. mjög þreyttir og margir nuddaðir á fótum. Mér sýnist á myndunum að við höfum öll verið í vaðstígvélum nema Ámi og Guðmundur. Ámi var á voldugum gönguskóm en einnig hann var orðinn haltur og nuddaður á fæti, sem og Guðmundur sem mér sýnist að hafi verið í svonefndum “kaupfélagsklossum” - algengum gúmmíklossum á þeim tíma. Hjaltadalurinn virtist þessum þreyttu göngumönnum afar langur. Þegar við komum á malarveginn sást heltin enn betur, enda versnuðu særindin þegar fram í sótti. Nokkuð tognaði úr hópnum á göngunni. Þegar við vorum komin á móts við Hóla, um kl. 22, komu bílstjóramir og óku okkur í gististað. Guðmundur skráði eftirfarandi á dagbókamiiðann sinn: “Um kl. 23 komin í Messuholt þar sem við Doddi gistum í heimasætuherberginu (að vísu án hennar).” Ekki munum við hvar við hin gistum en líklega hefur það verið í Vík hjá fjölskyldu Sigríðar. Tjaldið á Tungnahrygg, varóan í baksýn. (Ijósm. BEG) Ég held að allir hljóti að hafa sofið vel eftir þessa löngu göngu, enda höfðum við gengið í um 15 tíma og oft yfir erfitt land. Daginn eftir var okkur útvegað bílfar yfir í Eyjaijörð. Var það Árni nokkur Rögnvaldsson, sem hafði líklega sérleyfið á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. Árni var mjög fatlaður og hafði ég undrast það að hann réði við þennan akstur. Varð mönnum mjög starsýnt á hann og muna líklega flestir vel eftir honum. En vegna þess að göngumenn vom afar stirðir og með strengi eftir átök gærdagsins gengu þeir allir skakkir og skar fatlaði bílstjórinn sig því lítið úr hópnum. - Ferðin hafði sannað að frá væntanlegum gönguskála mætti ganga þessa skemmtilegu leið og þá með gistingu í skálanum. Gengið yfir Tungnaltryggsjökul frá skálastœðinu í átt aö Héðinsskarði (Ijósm. AR) Við tjaldið, talió frá vinstri: Guðmundur á Staðarbakka, Arni Reynisson, Sigríður á Tjörn, Hjörtur á Tjörn, Þórður í Þríhyrningi, Gestur í Þríhyrningi, Bjarni á Möðruvöllum, Bente á Möðriivöllum. (Ijósm. AR)

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.