Norðurslóð - 27.09.2012, Qupperneq 6
Bókasafnið á Dalvík
Svarfdælsk byggð & bær
Tímamót
Skírnir
Þann 1. sept. var skírður í Tjamarkirkju Jón Armann. Foreldrar hans
em Gylfi Heiðar Omarsson og Eydís Osk Jónsdóttir Húsabakka.
Þann 1. sept. var skírð í Urðakirkju Sunncfa Sumarrós. Foreldrar
hennar em Bryndís Hmnd Brynjólfsdóttir og Dagur Oskarsson, Þverá
í Skíðadal
Þann 2. sept. var skírð í Dalvíkurkirkju Rakel Sara. Foreldrar hennar
eru Guðrún Magnúsdóttir og Atli Þór Friðriksson, Goðabraut 1, Dalvík.
Afmæli
Þann 16. sept. síðast liðinn
varð sjötíu og fimm ára, Hilmar
Daníelsson, Kirkjuvegi 23,
Dalvík.
Þann 19. sept. síðast liðinn varð
sjötíu og fimm ára, Sigmar
Sævaldason, Mímisvegi 16
Dalvík.
Andlát
Þann 18. ágúst sl. lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri,
Hermína Þorvaldsdóttir. Hermína fæddist á
Víkurbakka á Arskógsströnd, 1926 og ólst þar upp
fram á fullorðinsár. Foreldrar hennar voru Þorvaldur
Amason frá Ytri-Haga á Arskógsströnd og Sigríður
Þóra Bjömsdóttir frá Nolli í Grýtubakkahreppi.
Hermína var næstelst níu systkina, þau em:
Reynald, (látinn), Ægir, Hákon, Baldvina, Anna
Björg (látin), Björgvin, Alda og Ami. Sem ung kona
vann Hermína við þjónustustörf á Akureyri og síðar við símstöðina
á Krossum á Arskógsströnd og Dalvík. Hermína kynntist eftirlifandi
eiginmanni sínum Herði Sigfússyni á Dalvík. Þau gengu í hjónaband
1946 og hófú búskap í Bjargi, Hafnarbraut 2 á Dalvík. Böm þeirra eru
fjögur: Valur, Asgerður, Sigríður og Leifur.
Hermína og Hörður byggðu sér heimili að Goðabraut 16 á Dalvík, árið
1955 og bjuggu þar alla tíð síðan. Utför Hermínu var frá Dalvíkurkirkju
25. ágúst s.l.
Þann 1. september s.l. lést á Fjóðungssjúkarhúsinu
á Akureyri Margrét Valtýsdóttir, Selárbakka,
Árskógsströnd. Margrét var fædd 1926. Foreldrar
hennar vom Valtýr Jónsson og Rakel Jóhannsdóttir.
Margrét átti lengst af heima á Selárbakka og stundaði
þar búskap fyrst með foreldrum sínum og síðar syni
sínum OskarHarðarssyni. Margrét flutti til Akureyrar
fyrir örfáum ámm. Hún átti við heilsuleysi að stríða síðast liðinn vetur og
andaðist á Sjúkrahúsi Akureyrar. Margrét var jarðsungin 11. september
frá Stærri-Árskógskirkju. prestur var sr. Hulda Hrönn Helgadóttir.
Grjótgl ímufélagið
Veggurinn að klárast
Uppbygging á innanhús-
klifuraðstöðu í Víkurröst á
Dalvík sem hófst í vor hefur
gengið vonum framar í sumar.
Félagsskapur um verkefnið,
Grjótglímufélagið, sér um alla
fjármögnun og uppbyggingu á
klifurveggnum.
Eitt aðal markmið verkefnisins
er að auka ljölbreytni og
afþreyinga möguleika í
Dalvíkurbyggð. Félagar Grjót-
glímufélagsins leggja áherslu
á að í klifri eru menn að glíma
við sjálfan sig óháð öðrum, og
minni krafa á félagslega fæmi en í
mörgum öðrum íþróttum.
Að baki félaginu stendur
áhugafólk um íþróttina ásamt
björgunarsveitinni á staðnum
og eru allar framkvæmdir unnar
í sjálfboðavinnu. Efni fékkst á
mjög hagstæðu verði sem gerði
það að verkum að hægt var að
fullnýta húsnæðið. Smíðin er
nú langt komin og einungis smá
frágangur eftir. Hugmyndir eru
jafnvel uppi um að halda hluta af
Islandsmeistaramótinu í klifri á
Dalvík.
Nú þarf félagið hins vegar
að safna frekari styrkjum til
að fjármagna kaup á fleiri
klifurgripum, því veggurinn er
hálf tómlegur eins og er. Eru
þeir sem hafa áhuga á að styrkja
verkefnið beðnir að hafa samband
við Grjótglímufélagið,
Sími: 868 8051
Hádegisfyrirlestrar í vetur
Fyrsta fimmtudag í hverjum
mánuði mun Bókasafn
Dalvíkurbyggðar standa fyrir
hádegisfyrirlestrum í Bergi.
Fyrsti fyrirlesturinn verður
4. október kl. 12:15-13:00.
Þá mun Sveinn Brynjólfsson
jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu
Islands kynna lokaverkefni sitt í
jarðeðlisfræði við Háskóla Islands.
Fyrirlesturinn nefnist: Ahrif
veðnrs og landslags á snjóflóð honum loknum mun Sveinn svara Allir eru velkomnir og enginn
/ Svarfaðardal og nágrenni. og fyrirspurnum á meðan tími leyfir. aðgangseyrir. Kaffihúsið er opið
tekur um 30 mínútur í flutningi. Að samkvæmt venju.
Dalvíkurskóli
Nýtt Comeniusarverkefni
gróðurfarsskilyrði ásamt fleiri
verkefnum.
I þessari viku verður haldinn
undirbúningsfundur á Irlandi fyrir
vinnu vetrarins og eru Sigríður
Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri,
og Gísli Bjamason, skólastjóri,
fulltrúar skólans á fundinum.
Þau munu kynna verkefni og
kynningarefni sem nemendur 5.
og 6. bekkjar hafa unnið á síðustu
dögum.
Merkið hér að ofan er framlag skólans ísamkeppni um merki verkefnisins.
Nú á haustdögum hóf
Dalvíkurskóli þátttöku í
Comeniusarverkefni ásamt 7
öðrum skólum í 6 löndum, Irlandi,
Finnlandi, Belgíu, Þýskalandi,
Slóveníu og Italíu. Verkefnið
kallast NIFE-Natural Ideas For
Europe og er líkt og nafnið gefur
til kynna umhverfisverkefni.
Samstarfsskólamir vinna allir
sambærileg verkefni og áhersla
er lögð á sérkenni og sérstöðu
hvers lands t.d. veður og
Kosið 20. október
Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi að fram fari íbúakosning vegna
skipulags í landi Upsa samhliða kosningu um stjórnarskrá þann 20.
okt. nk. Kosningin um skipuag er bindandi ef 66% kosningabærra
manna taka þátt.. Ein spuming verður á kjörseðli og val um já eða nei
við henni. Spurningin er: Vilt þú að frístundabyggðin verði felld út af
deiliskipulagi að Upsum.
Auglýst eftir
IPA-verkefnistillögum
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst eftir hugmyndum
að IPA-verkefnum á íslandi en markmið þeirra er að undirbúa mögulega
þátttöku í uppbyggingarsjóðum ESB komi til aðildar að sambandinu.
Auglýst er eftir verkefnum á sviði:
> Atvinnuþróunar og byggðamála
>■ Velferðar- og vinnumarkaðsmála
Til ráðstöfunar eru u.þ.b. 8,3 milljónir evra. Stefnt er að því að verja þeim til allt
að 20 verkefna um allt land á árinu 2013.
Verkefni skulu taka mið af „(sland 2020" stefnumörkuninni og vera unnin í
samstarfi a.m.k. þriggja aðila. Lágmarksstyrkur til hvers verkefnis er 200 þús. evrur
og að hámarki ein milljón evra.
Umsóknafrestur er til 30. nóvember 2012
Frekari upplýsingar um IPA og umsóknargögn eru aðgengileg á slóðinni:
www.byggdastofnun.is/ipa
— 3
(^Byggðastofnun Utanríkisráðuneytið rannís