Norðurslóð - 24.01.2013, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 24.01.2013, Blaðsíða 3
3 - Norðurslóð r Veðrið 2012 Ar öfga Oft hefur verið talað um að hlýnun veðurfars af völdum koltvísýringsmengunar, gróður- húsaáhrifin svokölluðu, muni ekki einungis koma fram í hærri meðalhita heldur á ýmsan annan hátt líka, breyttri úrkomu og vindum og öfgum í veðurfari. Arið 2012 sýnir að þessir spádómar eru að rætast. Um allan heim hafa menn orðið vitni að þessu á nýliðnu ári. Þótt einungis sé fylgst með úrkomu á Tjöm en ekki öðmm veðurfarsþáttum sýndu mælingamar þar sem annars staðar öfgafullar sveiflur og mörg veðurmet féllu. Raunar var fyrri hluti ársins frá janúar og út maí ósköp venjulegur. Alhvít jörð var í ársbyrjun og snjódýpt 30 cm. Nokkur snjór var í byggð lengst af fram í seinni hluta mars. Alautt varð ekki á láglendi fyrr en 26. maí. Vorið var með kaldara móti og hret gekk yfir dagana 12.-15. mai, sem gerði fuglum sem byrjaðir voru að verpa búsifjar. Júni var óvenjulegur því úrkoman var aðeins 2,7 mm. Einu sinni hefur júníúrkoman verið minni en þetta frá því mælingar hófust á Tjöm árið 1970. Það var 2007 en þá mældist úrkoman í júní 2,2 mm. Júlí og ágúst voru einnig í þurrara lagi. I heild voru maí, júní, júlí og ágúst með 67 mm úrkomu samanlagt, og verða þar með þurrustu vor og sumarmánuðir sem komið hafa í Svarfaðardal a.m.k. frá 1970. Heyfengur varð af þessum sökum minni en í meðalári. Sumarið var fremur hlýtt en þó gerði kuldakast dagana 25-26. ágúst með næturfrosti svo sá á kartöflugrösum og snjór kom í fjallahnjúka. Mánaðarúrkoman 2012 Mán. mm Jan. 49,4 Feb. 64,3 Mars 40,2 Apr. 53,4 Mai 22,5 Jún. 2,7 Júl. 24,7 Ag. 17,1 Sept. 183,4 Okt. 64,1 Nóv. 142,9 Des. 70,1 Alls 734,8 Fjárgöngur í Svarfaðardal, og víða um Eyjafjörð, voru helgina 8-9. sept. Veður var þokkalegt og heimtur góðar. Á réttardaginn í Tungurétt brast á með norðankalda og rigningu um hádegisbil sem jókst Heyforði bænda og búfjáreigenda á Eyjafjarðarsvæðinu er minnstur í Dalvíkurbyggð samkvæmt forðagæsluskýrslum frá Búgarði - ráðgjafaþjónustu bænda. Oviða er heyforði umfram fóðurþörf og sums staðar nokkru minni svo einhverjir bændur og hestamenn hafa þegar keypt hey úr öðrum sveitum til að mæta vöntuninni. Þannig keyptu Hofsárbændur 240 rúllur af heyi á dögunum, mestmegnis frá Selfossi, og úr Bárðardal. Fymingar voru litlar frá síðasta ári og svo var uppskera sumarsins mun minni en í meðalári á mörgum bæj um vegna þurrka. Þar við bættust hausthret og fannfergi sem lengir t.a.m. vemlega gjafatíma hrossa. Því hafa hestamenn margir fækkað hrossum sínum en þurfa engu að síður að kaupa fóður. Bændur hafa þó margir hugsað heldur hlýlega til fannfergisins á túnum sínum. Fönnin hlífir túngróðrinum því víðast hvar telja menn að frostlaust sé undir. Síðustu daga hefu þó hlánað og svell tekið að myndast á nokkrum stöðum. Það gæti haft kalskemmtir í för með sér þar sem þannig háttar til. I Hörgárdal og Öxnadal em víða gríðarleg svell og bændur áhyggjufullir af þeim sökum. Sömuleiðis víða í Þingeyjarsýslum. Gæti það orðið slæmur skellur ofan í uppskerubrest síðasta sumars. Sveinn fékk Fálkaorðuna Sveinn E. Jónsson f.v. bóndi og byggingameistari Kálfsskinni var einn þeirra 10 Islendinga sem forseti Islands veitti hina íslensku fálkaorðu á nýársdag. Krossinn hlaut hann fyrir störf í þágu atvinnulífs og félagsmála í heimabyggð skv. frétt frá forsetaembættinu. Við athöfnina á Bessastöðum kvaddi Sveinn sér hljóðs og afhenti forsetanum m.a. myndir frá opinberri heimsókn hans til Dalvíkur á sínum tíma þegar Sveinn ók Olafi um götur bæjarins á hestakerru. Sveinn bauð síðan Ólafí kermna til kaups og sagði hana hvergi betur eiga heima en á Bessastöðum enda áhættuminna fyrir forsetann í bólstraðri kerrn en á hestbaki. Ekki var gengið frá þeim viðskiptum að sinni enda fátítt að menn hafí sig í frammi á slíkum samkomum að sögn Sveins. Sveinn ekur með forsetann og föruneyti um götur Dalvikur. Hestar i höm þann 10. september 2012 eftir því sem á daginn leið. Þetta setti svip sinn á mannlífíð t.d. var ekkert sungið í réttinni sem er nánast einsdæmi og er menn komu heim að kveldi settu menn hesta sína í hús en ekki í haga. Þá um nóttina gerði eitt mesta hríðaráhlaup sem gengið hefur yfír landið á þessum árstíma um áratugaskeið. Sauðfé fennti í tugþúsundatali og áætlað er að urn 10.000 fjár hafí farist. Bændur út með Eyjafirði sluppu þó vel þvi þar snjóaði minna en víða annars staðar um Norðurland og sauðfé nýkomið af fjalli. Að morgni 10. september mældist úrkoman á Tjöm 55,6 mm. Aðeins einu sinni áður hefur mælst meiri sólarhringsúrkoma en það var 21. september 2004. Þá var hún 57,3 mm. Urkoman hélt áfram fram eftir degi og mældist 40,1 mm að morgni 11. sept. Samtals voru það því hátt í 96 mm sem féllu í þessu norðanáhlaupi, sem er veðurmet út af fyrir sig. Til að byrja með rigndi en síðan gekk hann í hríð svo alhvítt varð niður í sjó um allt Norðurland. Rafmagnsstaurar brotnuðu víða, einkum þó í Þingeyjarsýslum, og víðtækar rafmagnstruflanir urðu, t.d. varð um þriggja klukkutíma rafmagnsleysi í Svarfaðardal. Þegar veðurskýrslan fyrir septembermánuð var gerð upp komu í ljós tvö ný veðurmet. Mánaðarúrkoman var 183,4 mm sem bæði er septembermet og almennt mánaðarmet. I október var tíðin fremur rysjótt en þó ekki óvenjuleg á neinn hátt, hins vegar urðu snarpir jarðskjálftar þann 20. og 21. með upptök norður af Siglunesi. Harðasti kippurinn var 5,6 stig og þá lék allt á reiðiskjálfí. Nóvember vár óvenju kaldur og snjóþungur. Alhvít jörð lengst af, sauðfé og hestar á gjöf, snjódýpt allt að 70 cm. Mánaðarúrkoman reyndist vera 142,9 mm - nýtt nóvembermet. Þetta eru öfgafullar sveiflur, sumarið var eitt hið þurrasta í manna minnum en haustið það úrkomusamasta. Svo kom jólamánuðurinn. Veðurathugunarkonan á Tjöm lýsir honum svo í skýrslu sinni til Veðurstofunnar: „Snjór var á jörðu bæði á láglendi og á fjöllum allan desember og snjódýpt aldrei undir 30 cm. Frost var mest 8-9 °C. Stormar og illviðri kringum jól og áramót, ófærð á vegum og erfítt að bera sig um vegna hálku, þegar ekki var ófært vegna snjóþyngsla". Þar með lauk árinu öfgafulla, snjóflóð trufluðu samgöngur og áramótabrennunni var frestað vegna veðurs fram á nýja árið í von um betri tíð. Árni Hjartarson Iris tekur við Bergi Lifandi menningarhús jyrir alla aldurshópa íris Daníelsdóttir tók við staríi forstöðumanns Menningarhússins Bergs þann 1. jan sl. íris er Dalvíkingur í húð og hár, fædd 1986. Hún lauk studentsprófí frá MA 2007 með viðkomu í íþróttalýðháskóla í Sönneborg í Dannmörku. Um eins árs skeið starfaði hún í Sparisjóði Svarfdæla og hugsaði sinn gang en skráði sig síðan í viðskiptafræði í Háskólanum á Akureyri. Hún útskrifaðist þaðan á 26 ára afmælisdaginn sinn, 9. júní 2012. Maki Irisar er Kristinn Ingi Valsson. Þau eiga soninn Amór Darra, 2ja ára. íris segist ekki stefna á neinar stórbreytingar á rekstri Bergs, alla vega ekki fyrst i stað. Markmiðið er fyrst og fremst að gera Berg að lifandi menningarhúsi fyrir alla aldurshópa. Helstu breytingamar á næstunni snúa að fyrirhugaðri stækkun og breytingu á veitingaaðstöðu. Beðið er eftir teikningum frá hönnuði hússins en jafnskjótt og þær berast verður farið í framkvæmdir. Viðræður hafa staðið yfír við veitingamenn á Akureyri um veitingareksturinn og segist íris gera sér vonir um að þær gangi eftir. Skv. heimildum Norðurslóðar eru það veitingamenn sem nú sjá um veitingarekstur í Laxdalshúsi. Iris Daníelsdóttir Fjölbrreytt Dagskrá framundan Framundan í Bergi er áframhald á tónleikaröðinni Klassík í Bergi. Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari kemur þann 16. febrúar með söngtónleika og 16. mars mætir Petér Maté píanóleikari. Aðalheiður Eysteinsdóttir mynd- listarkona verður með sýningu í Bergi í febrúar. „Svo má geta þess að Kristján Guðmundsson heldur hér fyrirlestur þann 14. febrúar sem nefnist Gefstu aldrei upp. Þar segir hann sögu sína tengda slysinu sem hann lenti í vorið 2011 og hvernig er hægt að komast í gegnum rnikla erfiðleika með jákvæðni að vopni“ segir Iris.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.