Norðurslóð - 24.01.2013, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 24.01.2013, Blaðsíða 2
2 - Norðurslóð Norðurslóð Útgefandi: Norðurslóð ehf. kt: 460487-1889 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hjörleifur Hjartarson, Laugasteini, 621 Dalvík, hjhj@simnet.is / nordurslod@simnet.is - sími: 8618884 Dreifing: Sigríður Hafstað, Tjöm. Sími: 466 1555 Umbrot: Hjörleifur Hjartarson Prentvinnsla: Ásprent Stíll ehf., Akureyri fmgar em hafnar hjá leikfélagi Dalvíkur á fjölskyldusöngleiknum Eyma- langar og annað fólk eftir systumar Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Tónlistin í verkinu er eftir Ragnhildi Gísladóttur. Að sögn Kristjáns Guðmundssonar formanns LD mættu 40 manns á fyrsta samlestur svo enginn vandi reyndist að manna verkið. Alls eru 15 leikarar í sýningunni og annað eins af baksviðsfólki. Leikstjóri er Saga Jónsdóttir. Kristján segir að verkið sé sérlega skemmtilegt og tónlist Ragnhildar frábær. Fmmsýning er áætluð snemma í mars. Fyrstu tónleikar tónleika- raðarinnar Klassík í Bergi 2012 - 2013 fóru fram laugardaginn 12. janúar s.l. Þar léku Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari og Sam Armstrong píanóleikari við góðar undirtektir. Næstu tónleikar í seríunni fara fram 16. febrúar en þá mæta til leiks Bjami Thor Kristinsson bassasöngvari og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari. Petér Maté píanóleikari mun síðan slá botninn í seríuna þann 16. mars. Jólabjór Kaldavarþriðjisöluhæsti jólabjórinn á íslandi um þessi jól. Alls seldust 65.074 lítrar af Jólakalda sem er 10% söluaukning frá því í fyrra og ryður Jólagulli úr þriðja sætinu. I öðru sæti var Víking jólabjór með 141.124 lítra sölu og í fyrsta sæti Tuborg Christmas Bier sem landsmenn svelgdu 205.329 lítra af yfir hátíðimar. ú nýbreytni varð í almenningssamgöngum um áramótin að Strætó bs tók við sérleiðum á Norður -og Norðausturlandi og þar með talið leiðinni Akureyri-Sigluljörður. Um leið tók gildi ný og breytt akstursáætlun sem valdið hefur nokkurri óánægju, einkum skólafólks á Dalvík sem sækir daglega skóla á Akureyri og í Ólafsfirði. Einkum voru gerðar athugasemdir við það að strætó til Ólafsijarðar fer ekki fyrr en kl 8:47 frá Dalvík sem þýðir að nemendur í Menntaskóla Tröllaskaga koma í skólann eftir fyrsta tíma ef þeir taka strætó. Sömuleiðis var brottför frá Akureyri kl: 15:30 en ekki 16:30 eins og fyrir áramót þ.e. áður en skóla- og vinnudegi er almennt lokið og síðasti strætó ekki fyrr en eftir kvöldmat kl 19:22. Alls fer strætó þrjár ferðir (Sigl. -Ak./Ak,- Sigl.) á virkum dögum og eina á sunnudögum. Vegna kvartana hefúr Strætó bs nú breytt áætlun þannig að miðdagsferðin frá Akureyri er kl 16:30 en ennþá mæta dalvískir nemendur í Ólafsfirði of seint á morgnana efþeir ætla að taka strætó. Svanfríður Jónasdóttir bæjarstjóri hvetur notendur Strætó til að senda athugasemdir til Strætó (á straeto. is) eða Eyþings (eything@eything. is) sem hefur á að skipa nefnd um skipulag almenningssamgangna á svæðinu. Iþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2012 er Jakob Helgi Bjamason skíðamaður í Skíðafélagi Dalvíkur. Jakob Helgi hefur lagt mikið á sig til að ná langt í skíðaíþróttinni og er hann í fremstu röð í heiminum í sínum aldursflokki. Árið 2012 varð Jakob Helgi tvöfaldur íslandsmeistari í karlaflokki þá 16 ára, hann var einnig bikarmeistari SKI í 15-16 ára flokki og unglingameistari í svigi, alpatvíkeppni og samhliðasvigi. ý lýðræðisstefna Dalvíkur- byggðar var samþykkt á fundi bæjarstjómar 15. jan sl. Lýðræðisstefnan varðar upplýs- ingagjöf og samráð í samræmi við ný sveitarstjómarlög frá 2011.,, Stefnan miðar að því að upplýsa íbúa og virkja til þátttöku í málefnum og stefnumótun sveitarfélagsins og tryggja þannig aukna þátttöku þeirra í ákvarðanatöku og mótun nærumhverfis síns. Þannig verði stuðlað að virku íbúalýðræði sem leiði af sér þekkingu og sátt um stefnumótun og ákvarðanir sveitarfélagsins“ segir í formála að stefnunni. Með bættri miðlun upplýsinga er ekki síst horft til öflugrar heimasíðu, íbúafunda og kynningarbréfa. Erlendum ibúum sveitarfélagsins verði kynnt þjónusta og stjómkerfi sveitarfélagsins. Stefnan kveður einnig á um aukið samráð m.a. með íbúakosningum. 10% kosningabærra manna í sveitarfélaginu geta kallað eftir íbúafundi og 25% minnst geta kallað eftir almennri atkvæðagreiðslu. Starfrækt skulu unglingaráð og eldri borgara ráð og kjömum bæjarfulltrúum skal gefinn kostur á að sækja námskeið í upphafi kjörtímabils þar sem farið verði yfir leiðir til að stýra uppbyggjandi samráði við íbúa. Ymsar fleiri nýjungar er að finna í lýðræðisstefnunni sem væntanlega birtist á heimasíðu Dalvíkurbyggðar innan tíðar í anda eigin stefnumörkunar. Klifur er íþrótt fyrir alla segir Oliver Hilmarsson í Grjótglímufélaginu Klifuraðstaða Grjótglímufélagsins sem opnaði í Víkurröst á dögunum er með þeim betri á landinu að sögn Ólivers Hilmarssonar klifrara og félagsmanns. Óliver segir klifuríþróttina alls ekkert jaðarsport fyrir fámennan hóp fjallamanna. Allir geti stundað klifur, mjóir og feitir, sterkir og aumir, ungir og gamlir. Klifurveggimir í Víkurröst eru margvíslegir og hægt að velja um ótal miserfiðar klifurleiðir. Lofthræddir geta líka tekið þátt þvi gólfið þar sem áður voru áhorfendabekkir hallar að veggjunum og dýnur eru alls staðar undir. Aðstaðan er opin á sama tíma og félagsmiðstöðin en þess utan verða félagsmenn Grjótglímufélagsins með opið á fimmdudögum frá 16:30-18. Til stendur að halda klifurnámskeið á næstunni að sögn Ólivers og vonast menn til að á Dalvík geti orðið til þéttur hópur klifrara sem æfir reglulega. „Menn þurfa að æfa svona tvisvar þrisvar í viku til að komast í vemlega gott form“ Reglulega eru haldin klifurmót meðal íslenskra klifrara og er stefnt að því að einhver hluti Islandsmótsins getir farið hér fram áður en langt um líður segir Óliver Máni Dalstein Ingimarsson korninn upp á lagið Helga Björt Möller leggur ungum klifurmúsum lifsreglurnar Arctic Sea Tours Helmings aukning hlutafj ár Þann 11. jan sl var haldinn kynningarfundur í Bergi á vegum Arctic Sea Tours og Arctic Fresh Food á Dalvík. Markmið fundarins var að ieita eftir auknu hlutafé í fyrirtækin. Ágæt mæting var að sögn Freys Antonssonar forstjóra og lýstu um 20 aðilar áhuga sínum á að leggja fé til fyrirtækisins. Freyr stefnir að því að auka hlutaféð um helming eða sem svarar um 25 milljónum og gerir ráð fyrir að það náist jafnskjótt og ársreikningar hafa verið kláraðir nú um mánaðamótin. Mikil aukning hefur verið í hvalaskoðuninni hér undanfarin ár og hefur Arctic sea tours aukið farþegafjölda sinn um 100% á milli ára síðan 2009. Freyr segir að af þeim 174.000 farþegum sem fara í hvalaskoðun á ári á Islandi fari aðeins um 7 þúsund í Eyjafirði sem er þó eitt besta hvalaskoðunarsvæði Hádegisfyrirlestur í Bergi Fimmtudaginn 7. febrúar flytur Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur hádegisfyrirlestur í Bergi. Efni fyrirlestursins er: Jarðskjálftar fyrir Norðurlandi Fyrirlesturinn hefst kl. 12:15 Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir Bókasafn Dalvíkurbyggðar heims að hans mati. Arctic Sea Tours gerir út einn eikarbát en miðað við bókanir fyrir næsta sumar segir Freyr fulla ástæðu til að hafa augun opin fyrir öðrum bát, helst eikarbát - að sjálfsögðu. Arctic Fresh Food er annað fyrirtæki sem Freyr veitir forstöðu og lýtur það að framleiðslu og markaðssetningu heilnæmrar matvöru á erlendan markað. Allar vörur fyrirtækisins eiga að vera vottaðar af þriðja aðila. Aðföng þurfa að vera úr sjálfbærum stofni eðalífræntvottuðoghefurFreyrm.a. verið í samstarfi við O Jakobsson á Dalvík um hráefni. Hér er um að ræða dýra og vottaða sérvöru fyrir sérverslanir á þessu sviði. Vörumar verði pakkaðar í umhverfisvænar neytendapakkningar. Varan er í bakka sem neytandinn getur eldað vömna í og eftir það sett bakkann í jarðgerðatunnu eða pappa í endurvinnslu. Þorrablót Svarfdæla 2013 Þorrablót Svarfdælinga - búandi og brottfluttra verður haldið á Rimum laugardaginn 9. febrúar næstkomandi. Borðhald hefst kl. 20:30 en húsið opnar kl. 19:30. Miðaverð er kr. 2.500,- og þarfað panta miða fyrir kl.12:00 á hádegi sunnudaginn 3. febrúar. Miðapantanireru hjá eftirtöldum: Sveinn og Þóra S: 466-1363/896- 3775 JónogLilla S: 466-1526/611-5985 Miðana þarf svo að sækja að Rimum fimmtudagskvöldið 7. febrúar á milli 20:00 - 22:00. Greiða þarf með reiðufé því enginn posi verður á staðnum. Þorrablótsnefndin © 20% afsláttur er af gistingu á Húsabakka

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.