Norðurslóð - 23.05.2013, Page 1

Norðurslóð - 23.05.2013, Page 1
Svarfdælsk byggð & bær 37. ÁRGANGUR FlMMTUDAGUR 23. MAÍ. 2013 5. TÖLUBLAÐ Allt er nú í lukkunnar velstandi hjá álftahjónunum á Hrísatjörn eftir heldur nöturlegt upphaf varpsins. Alftin verpti á kaldan klakann til að byrja með og reyndiþar að liggja á en hugulsamir bœndur hlóðu upp hreiðrifyrir hana með nýjum hálm og hjálpuðu henni siðan við búferlaflutninga. Júróvisjónæði „Þetta hefur verið ólýsanleg stemmning“ segir Júlíus Júlíusson fiskidagskóngur og forsprakki Júróvisjónþorpsins Dalvíkur þegar Norðurslóð sló á þráðinn til hans að lokinni strangri jóróvisjónviku á Dalvík með alls kyns uppákomum og hátíðarhöldum. Um tvö hundruð manns voru mættir í Bergi á fímmtudagskvöldið þegar Eyþór Ingi steig á svið í undankeppninni í Malmö. Fyrir útsendingu sjónvarps var byrjað á því að veita verðlaun í myndbandasamkeppni júró- þorpsins en einstaklingar og hópar höfðu verið hvattir til að senda inn eigin útgáfii af júróvisjónlögum í keppnina I fyrsta sæti varð myndband frá NFD - Nördafélagi Dalvíkurskóla sem m.a. er með strákaband innan sinna vébanda. Nördaféagið hlaut að launum farandbikar sem það geymir fram að næstu júróvisjónkeppni í Danmörku að ári. I öðru sæti var kór aldraðra á Dalvík með flutning sinn á íslenskri útgáfú á þýska laginu Ein bischen Frieden og í þriðja sæti varð hin komunga Ester Jana Kristjánsdóttir sem söng Eg á líf með eigin nefí. Mörgum hitnaði verulega um hjartarætur við að fylgjast með stórglæsilegum flutningi Eyþórs Inga í Malmö en hápunktur kvöldsins var svo að sjálfsögðu þegar nafn hans kom upp á meðal þeirra sem tryggt höfðu sér sæti í aðalkeppninni. Þá ætlaði þakið bókstaflega af Bergi. A Laugardaginn svikust Dalvíkingar ekki um að flagga og skreyta í tilefni aðalkeppninnar. Stuðningsmyndbandið sem N4 gerði og sent var Eyþóri vakti gríðarlega athygli. „Þegar ég gáði síðast voru um 20 þúsund manns búnir að horfa á það“ segir Júlíus. „Ég er búinn að vera í mörgum viðtölum á dag við alls kyns miðla og nördasíður á netinu og ég held að menn geri sér ekki almennt grein fyrir því hverju þetta ævintýri allt ert búið að skila í umfjöllun um rDalvík út um víða veröld. Nú svo var náttúrulega algerlega rafmögnuð stemmning í bænum á laugardaginn. Menn svikust ekki um að flagga og skreyta og töluðu helst ekki saman um annað fram að keppni. Svo voru júrópartí út um allan bæ eins og gengur. Það var fúllt á veitingastöðum langt fram eftir nóttu þannig að stemmningin er búin að vera algerlega frábær“ segir Júlli Langur vetur eftir uppskerurýrt sumar Víða þröngt í búi Bændur í Svarfaðardal eru margir orðnir heylitlir eftir langan vetur. Síðasta sumar var heyfengur með allra minnsta móti víða vegna þurrka. Sumarið var aukin heldur cndasleppt vegna hausthrcta og þegar við þetta bætist óvenjulangur gjafatími búfjár er víða orðið þröngt í búi. Að undanfomu hafa margir bændur og hestamenn keypt heyrúllur víða að. Um helgina komu hingað tveir lestaðir heyflutningbílar úr Landeyjum og einn úr Borgarfírði með rúllur. Verð á rúllum er æði misjafnt en algengt verð er 10-11000 kr. á rúlluna svo hér er um mikinn kostnað að ræða fyri bændur. Ekki hafa fengist skýr svör um það hvort Bjargráðasjóður muni koma til móts við bændur. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar sendi á dögunum áskorun til atvinnumálaráðherra um að bmgðist yrði við með sértækum aðgerðum. Gunnhildur Gylfadóttur bóndi á Steindymm sem situr í stjóm Búnaðarsambands Eyjafjarðar segist heldur bjartsýn með að það verði gert miðað við hvemig bmgðist var við fjárfellinum á Norðurlandi og eldgosunum fyrir sunnan á sínum tíma. Að sögn Gunnhildar em komnar hingað frá því í haust yfir 600 aðkeyptar heryrúllur. Þeir sem aflögufærir em á svæðinu eru búnir að láta það sem þeir geta misst og sumir jafnvel gott betur en það. Sauðfé er enn á fullri gjöf og hefúr verið frá því í október. Víða em þrengsli í húsum þar sem lambfé er enn inni og þó svo jörð sé komin upp úr snjó sums staðar er ekki heyglum hent að sleppa fénu þar sem girðingar eru hvarvetna enn á kafí og mikil viðgerðarvinna fyrir höndum. Menn bíða nú spenntir eftir að sjá hvort tún koma kalin undan snjónum en ekkert bendir þó beinlínis til verulegra kalskemmda. Bændur em vanalegast um þetta leyti búnir að sá og að ganga frá flögum. Olíklegt má telja að nokkuð korn verði ræktað í sveitarfélaginu þetta árið. Gunnhidur segir þó huggun harmi gegn að á meðan ekki er hægt að hamast í girðingarvinnu eða jarðvinnu gefíst óvenju góður tími til að sinna sauðburði enda hefur hann víðast livar gengið vel þrátt fyrir ástandið. Ungó endurnýjað Lagfæringar era hafnar á Ungó. Um 70 milljónir króna eru áætlaðar til verksins á þessu ári og því næsta. Hugmyndir eru uppi um að Ungó, eða réttara sagt Sigtún sem sambyggt er við Ungó, hýsi Bakkabræðrasetur sem Aðalheiður Símonardóttir í Vegamótum hefur haft í undirbúningi í nokkurár. Hafa sviðsstjóri menningarsviðs og sveitarstjóri átt fund með aðstandendum Bakkabræðraseturs og stjóm Leikfélags Dalvíkur sem hefur Ungó til afnota, um hugsanlegt samstarf. Meðal forsendna þess að Bakkabræðrasetur fái inni í Ungó er að stofnað verði sér félag um reksturinn og verði íbúum sveitarfélagsins gert mögulegt að vera aðilar að félaginu. Kórar Ijúka vetrarstarfl Maí er tími tónleika bæði hjá kórum og nemendum tónlistarskólans. Samkór Svarfdæla flutti þann 4. maí leikna dagskrá í tali tónum og myndum um Jóhann Svarfdæling undir stjóm Ivars Helgasonar.. Kórfólkið var uppáklætt að hætti sirkusfólks eins og myndin ber með sér. Hyggst kórinn taka dagskrána aftur upp í haust og jafnvel fara með hana víðar. Kvennakórinn Salka flutti söngdagskrá i Bergi þann 11. maí undir stjórn Páls Bama Szabó. Efnisskráin samanstóð af evróvisjónlögum í tilefni af evróvisjónkeppninni í Malmö. Karlakór Dalvíkur hefur ráðið Pál sem stj ómanda næsta vetur í stað Guðmundar Ola Gunnarssonar sem ráðinn hefur verið tónlistarstjóri Islensku óperunnar og er á fömm til Reykjavíkur fljótlega. Opnunartími Mán.-fös. 10-19 laug. 10-18 sun. 13-17 Matvöruverslun - rétt hjá þér Hafnartorg - Dalvík - s: 466 1202

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.