Norðurslóð - 23.05.2013, Síða 3

Norðurslóð - 23.05.2013, Síða 3
3 - Norðurslóð hugsaði aldrei út fyrir Dalvík eða Akureyri með það. Ég man þegar hann fór í Oliver Twist, hvað mér þótti stórkostlegt að horfa á hann á sviði hjá LA, en að hann ætti eftir að stíga á svið í stóru hlutverki í Þjóðleikhúsinu hvarflaði ekki að mér. Hvað þá að það gerðist áður en hann yrði 22 ára og algerlega ólærður á þessu sviði. Bæði í Rocky Horror og Vesalingunum var hringt í hann og hann beðinn að fara í prufu. Hann hefði sjálfsagt ekki farið annars. Hann er mjög gagnrýninn á sjálfan sig og auk þess feiminn og trúir ekki sjálfur hvað hann hefur upp á að bjóða. Hann er með athyglisbrest og það er auðvitað galli á mörgum sviðum en líka kostur. Kannski miklu meiri kostur en maður gæti haldið. Það gerir að verkum að hann getur farið inn í eigin heim, útilokað allt annað og einbeitt sér fullkomlega að því sem hann er að gera. Það truflar hann ekkert utanaðkomandi. Hann fylgist hins vegar ekki mikið með klukkunni en það kemur þó ekki niður á vinnunni. Helsti ókostur hans eru held ég þessar gríðarlegu kröfur sem hann gerir til sjálfs sín, að gera alltaf betur. Hann er aldrei alveg sáttur við það sem hann gerir og hann væri t.d. löngu búinn að gefa út eigin plötu ef hann væri ekki svona mikill fúllkomnunarsinni. Þessi velgengni tekur auðvitað heilmikinn tíma frá eigin sköpun og síðustu tvö ár hafa alveg verið brjáluð. Ég hefði kannski viljað að hann væri búinn að gefa eitthvað út en á móti hugsar maður að hann er ennþá komungur. Ég held að hann sjálfur hefði kannski ekki farið út á nákvæmlega þessa braut ef hann hefði bara fylgt sínum hugmyndum og tónlistarsmekk. Eyþór er rokkari fyrst og fremst og hann vill verða þekktur sem slíkur. Þessi ákvörðun um að fara í Evróvisjón að syngja rólega ballöðu var þess vegna langt frá því auðveld fyrir hann. Hann sagði oft nei við Pétur áður en hann gaf eftir. Pétur gat sannfært hann um að þetta gæti gefið honum helling fyrir hans eigin tónlistarferil og hann tók mikið mark á því og þótti mjög vænt um að heyra það frá Pétri sem hann ber mikla virðingu fyrir. Honum fannst lagið og þá ekki síður textinn strax ofboðslega fallegur og segja mikið en melodían sem slík var full róleg fannst honum og ekki á hans sviði. Þetta vafðist þess vegna mjög mikið fyrir honurn og ég veit að á tímabili var hann í miklum vafa um að hann hefði gert rétt með að gefa kost á sér í þetta. Hann fann m.a. fyrir veggjum hjá mönnum sem hann vildi vinna með vegna þess sem hann var að gera. En eins og ég sagði við hann þá er þetta vinnan hans. Allt sem nýtist til að verða betri listamaður er gott. Hann er gríðarlega heppinn að geta unnið við þetta frá því hann var 18 ára, að geta framfleytt sér og sinni 5 manna fjölskyldu eingöngu með tónlist algerlega sjálflærður á því sviði. Það er náttúrulega ótrúleg gæfa. Physiologus kominn alla leið heim Þann 12. maí sl fór fram í Bergi á Dalvík á vegum Handritastofnunar íslands formleg opnun sýningar á skinnhandritinu Physiologus. Sýningin er liður í átakinu Handritin alla leið heim sem stofnunin stendur fyrir í tilefni 350 ára afmælishátíðar Arna Magnússonar á þessu ári. Búnar hafa verið til endurgerðir af sex handritum úr safni Arna og þeim ásamt lítilli sýningu um hvert þeirra komið fyrir í sýnigaraðstöðu sem næst þeim stað sem Árni fekk þau. Physiologus fékk Árni frá Þórði Odssyni presti á Vöiium í upphafi 18. aldar. Blöðin í Bergi eru raunar glæný skinnblöð sem forvörður Árnastofnunar, Hersteinn Brynj- ólfsson, útbjó fyrir þessa eftirgerð Physiologusar og á voru prentaðar ljósmyndir af handritinu sjálfu. Frumritið sem geymt er í Ámasafni er hvorki meira né minna en 800 ára gamalt, talið skrifað um 1200 og í hópi elstu handritanna á safninu. Stofnunin hefúr þann hátt á að velja sérstakar þjóðþekktar „fóstrur“ handritanna til að fylgja þeim heim í hérað og vom þeir, Ragnar Stefánsson og Hugleikur Dagsson fengnir til að fóstra Physiologus. Við athöfnina í Bergi fluttu þeir báðir stutta tölu um leið og þeir komu skinnblöðunum fyrir á sínurn stað en áður hafði Svanhildur Oskarsdóttir frætt samkomuna um eðli og sögu þessara skinnblaða sem verða nú til sýnis í Bergi fram eftir sumrinu. Kafla úr ræðu Svanhildar birtum við hér að neðan Um Physiologus Ur erindi Svanhildar Oskarsdóttur handritafræðings Efnið sem blöðin úr Physiologus geyma er merkilegt, ekki síst fyrir það að þar fara saman texti og myndir og þessar myndir eru með elstu íslensku teikningum sem varðveist hafa. Hér er á ferðinni íslensk þýðing, gerð úr latínu, á texta sem var mjög vinsæll um alla Evrópu á miðöldum. Physiologus þýðir Náttúmfræðingurinn og í textanum er fjallað um ólík dýr, tind til einkenni þeirra og síðan útskýrt fyrir hvað þau standa í kristilegum siðaboðskap. Þessi dýrafræði er mnnin frá grísku riti fomu. Það var að minnsta kosti komið í umferð á 4. öld en er hugsanlega enn eldra. Því var fljótlega snúið á latínu og síðan á ótalmargar þjóðtungur, þar á meðal á íslensku. Engar aðrar norrænar þýðingar hafa varðveist... ...Og hér er ágætt að staldra við og hugleiða að líklega hafa um 9 af hverjum tíu handritum, sem einhvem tíma vom skrifuð, glatast. Hverju eigum við að þakka það að geta enn horft á myndimar í Physiologus? Líklega einmitt myndunum sjálfum. Nú kemur að öðmm þætti í sögu þessa handrits og þar komumst við hingað heim í Svarfaðardal. Ámi fékk handritið í upphafí 18. aldar (500 ámm eftir að það var skrifað) frá séra Þórði Oddssyni á Völlum hér í Svarfaðardal. En það var fleira í pakkanum en Physiologus og Plácítusdrápa. Þau blöð vom innan um og saman við annað merkilegt handrit sem kallað hefúr verið Islenska teiknibókin. Teiknibókin er svokölluð fyrirmyndabók eða módelbók, e.k. sjónabók. Hún er handrit með myndum sem útskýra hvemig á að sýna heilaga menn og konur Nordal í Bergi. og önnur trúarmótíf á myndum. Svona fyrirmyndabækur voru þarfaþing listamanna, bæði þeirra sem lýstu handrit en líka steinsmiða og útskurðarmeistara. Það sést á teiknibókinni að hún hefur verið notuð til að taka upp myndir, það hefur verið farið ofan í myndimar og sumsstaðar hafa útlínur þeirra verið gataðar svo hægt væri sáldra litarefni í gegnum götin til að kópíera myndirnar. Það skemmtilega er, að sömu ummerki má sjá á sumum myndanna í Physiologus. Physiologushandritinu hefur því einhvem tíma verið slegið saman við Teiknibókina og hvorttveggja notað sem fyrirmyndabækur. Og þannig bjargaðist Physiologus í tímans rás — það vom nefnilega not fyrir hann, not sem minnkuðu ekki þótt lúterskur siður tæki við af kaþólskum og sú guðfræði sem texti handritsins hefur að geyma yrði þannig úrelt. Myndimar stóðu fyrir sínu. En hvað getum við vitað um feril þessara handrita áður en séra Þórður kom þeim í hendur Áma? Þau virðast ekki hafa verið lengi í höndum Þórðar — hverjir áttu þau? Ámi hafði þann sið að skrá hjá sér það sem hann hafði getað spurt uppi um feril þeirra handrita sem honum bámst. Þetta hefur hann að segja um Teiknibókina og Physilogus ásamt Plácítusdrápu: Komin til mín frá séra Þórði Oddssyni á Völlum í Svarfaðardal en hann fékk af séra Þórami í Stærra Árskógi. Séra Þórarinn af Illuga Jónssyni frá Urðum, en Illugi af Vestfjörðum einhvers staðar; hvaðan helst, vita menn eigi en Illugi er dauður. Undanfara þessarar færslu Áma má sjá í bréfaskiptum þeirra séra Þórðar því Ámi skrifar klerki 8. maí 1704 og biður hann: ad inqvirera svo nakvœmlega sem skie kann, hvar Illuge Jonsson feinged mune hafa Billede-bókina og hvert ecki mune uppspyrjast kunna þad sem i hana vantar, framan vid þœr dyra myndir sem moralizationenn hia stendur (dýramyndimar með móralísasjóninni, það er Physiologus) Þórður svarar og segist því miður ekki geta fullnægt fyrirspyrjanda þvi ei kann eg uppspyria þau blöd sem vanta jyrer framan þá pergaments druslu sem umtaled. Nœr eg heim kom i fyrra sumar, skrifade eg til, Illuga sal. Jonssyne og bad hann lata mig vita, hvar feinged hefde greint kver, enn hann giorde mier bod, ad af Vestfiördum til sin borest hefde, og hid sama seiger mier Sr. Þorarenn, ad sier sagt hafe, enn ei hvadan edur ur hvors eigum, (og eckert soddann kunne ad finnast a árum Iluga, epter hann daudann, og ei hefe eg annad af þessu uppspyria kunnad enn innlagt blad.) I manntalinu 1703 kemur fram að Illugi Jónsson er þá til heimilis í Nesi handan Eyjafjarðar (rétt hjá Laufási), sagður 43 ára, hreppstjóri, bóndi og snikkari, vanheill. Kona hans er Þorgerður Sigurðardóttir prestsdóttir frá Þönglabakka, 29 ára og bömin fjögur, tvær stúlkur og tveir drengir. Hagleiksmaðurinn Illugi virðist hafa andast einhvem tíma milli sumranna 1703 og 1704. Eftir hann liggja ýmis útskurðarverk, meðal annars predikunarstólamir í Laufáskirkju og kirkjunni á Draflastöðum í Fnjóskadal og um Illuga hafa fjallað bæði Hörður Ágústsson í riti sínu um Laufás og Þóra Kristjánsdóttir í sinni merku myndlistarsögu fyrri alda, Mynd á þili. Illugi Jónsson var af ágætu standi og fjölskylda hans var vensluð og tengd helstu valdaættum landsins. Foreldrar hans voru Jón Illugason á Urðum, sem um tíma var Hólaráðsmaður, og Margrét Guðmundsdóttir sem var dóttir séra Guðmundar Erlendssonar sálmaskálds í Felli í Sléttuhlíð en bróðir Margrétar, semsagt móðurbróðir Illuga, Jón Guðmundsson var prestur, skáld og málari í Felli, svo þar er myndlistartenging. Afí Illuga og alnafni var líka Hólaráðsmaður og hann var giftur Halldóm Skúladóttur sem var systir Þorláks Skúlasonar biskups. Biskup var semsagt ömmubróðir Illuga snikkara. Þetta er nú allt gott og blessað en hvað með þær upplýsingar að Illugi hafi fengið handritin af Vestfjörðum? Þar verðum við að geta í eyður sögunnar. Einn möguleiki er þessi (og hann hafa þau Hörður og Þóra nefnt): Gísli sonur Þorláks biskups og frændi Illuga varð biskup á Hólum eins og kunnugt er. Þriðja og síðasta kona hans var Ragnheiður Jónsdóttir (Fimmþúsundkonan) en hún var dóttir sr. Jóns Arasonar prófasts í Vatnsfirði við Isafjarðardjúp og konu hans Hólmfríðar Sigurðardóttur. Eftir að Hólmfríður varð ekkja var hún á ýmsum stöðum norðanlands í skjóli bama sinna, á Hólum, á Sökku og í Laufási þar sem hún lést. Hugsast getur að Teiknibókin og Physiologus hafi borist frá VestfjörðumoghingaðáNorðurland gegnum Hólmfríði eða böm hennar og komist í eigu Illuga, kannski sem umbun fyrir útskurðarverk. Ef til vill fékk Illugi handritin beint frá Hólmfríði eða bömum eða í gegnum skyldmenni sín, kannski föður sinn Hólaráðsmanninn eða Jón frænda sinn málara í Sléttuhlíð sem vann ýmis verk fyrir Ragnheiði Jónsdóttur og Gísla biskup. Physiologushandritið hefur þannig verið í höndum listamanna og nýtt af þeim allt fram undir aldamótin 1700 og það er lykillinn að varðveislu þessa stórmerka og eldfoma handrits.

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.