Norðurslóð - 24.10.2013, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 24.10.2013, Blaðsíða 5
5 - Norðurslóð Framhald af bls. S að skíða í mjúkum snjó. Ef þú tekur nú alla þessa þætti og leggur þá saman þá kemur í ljós að á þessu svæði er mjög takmarkað magn af brekkum til að skíða í á hveijum tímapunkti. Svo koma auðvitað dagar þar sem snjóar alls staðar og nóg af brekkum út um allt en slíkir dagar eru ekkert rosalega margir hér. Þannig að auðlindin er afskaplega takmörkuð og við erum ekki stórt fyrirtæki á heimsvísu, kannski lítið til meðalstórt fyrirtæki og fyrir okkur til að geta unnið almennilega þá er þetta það svæði sem við þurfum. Það dugir ekkert minna. Menn eiga eftir að reka sig á það að það er ekki bara ég sem verð í samkeppni við hina. Þeir verða líka í samkeppni hver við annan. Þannig að ef eitt fyrirtæki er að opna á Siglufirði, annað i Fljótum og svo er ég héma fyrir sunnan þá. Þá verður svæðið í Fjallabyggð bara eins og skotgrafimar í Somme. Þá upphefst kapp um að komast í bestu brekkumar og það hefúr í för með sér ekki bara hættu samfara því að margar þyrlur em að athafna sig á litlu svæði. Það varð reyndar atvik hér sl. vor þar sem við vomm með tvær vélar að vinna á mjög þröngu svæði og allt í einu birtis þriðja þyrlan og flaug beint í gegn án nokkurrar aðvörunar. Þetta er auðvitað nógu slæmt en það sem er þó verra fyrir þyrluskíðunina og alla þessa aðila er að ef kúnninn upplifir að hann sé í kapphlaupi á morgnana til að verða fyrstur upp á eitthvert Ijail og í stressi allan daginn til að verða á undan einhverri annari þyrlu þá er ánægjan af þessu horfin. Þá geturðu allt eins farið á eitthvert skíðasvæði í Ölpunum og reynt að komast fyrstur í lyftumar þar á morgnana. Þessi vara sem við emm að selja - Þyrluskíðun - snýst um ósnertar brekkur, að setja fyrstu förin niður o.s.frv. En ert þú þá ekki tryggður með þínum einkaréttarsamningum? Ja það er svo hitt málið. Ef þessir aðilar hefðu minnsta vit á þyrluskíðun, þ.e. vissu hvað kúnninn er að sækjast eftir og hyggðust virða þessa samninga sem við höfum gert , þá hefðu þeir náttúrulega áttað sig á því að það er engin leið fyrir fleiri aðila að gera með góðu móti út á því takmarkaða svæði sem þeir hafa. Annað hvort em menn að hugsa um eitthvað míní prógram sem aldrei verður að neinu eða að þeir hyggjast ekki virða samningana og fara inn á þau svæði sem við emm með samninga um. Við erum auðvitað með samninga um mjög stóran hluta af bitastæðasta landsvæðinu héma við utanverðan fjörðinn. Ólíkt Dalvíkurbyggð og mörgum öðmm sveitarfélögum þá á Grýtubakkahreppur megnið af því landi sem er innan marka sveitarfélagsins. Dalvíkurbyggð á reyndar líka mjög stórt land en það á nú kannski eftir að breytast þegar endanlega verður úrskurðað í þjóðlendumálunum. Síðan erum við með samninga við fleiri einstaka landeigendur þannig að þetta er gríðarlega stórt landsvæði og mikið af bestu brekkunum. Fjallabyggð vildi ekki ganga til samninga við okkur og þar eru því ennþá finustu svæði sem engir samningar eru um. Eg er dálítið hræddur um að á fallegum skíðadögum geti orðið ansi mikill hávaði og læti inni í Ólafsfirði og Siglufirði ef margar þyrlur em þar að selflytja skíðamenn þvers og kruss allan daginn og þá fer nú mestur sjarminn af þessu fyrir heimamenn sem og sjálfa borgandi kúnnana. Sjarminn hverfur ef allir œtla að fara að selja þyrluskíðun segir Jökull Sparisjóður Norðurlands býóur alla velkomna og þakkar jafnframt viðskiptavinum sínum það traust sem þeir hafa sýnt sjóónum á undanförnum árum. Sparisjóður leggur áherslu á persónulega og faglega þjónustu hér eftir sem hingað til. ^SPARISJÓÐURINN DALVÍK - ÞÓRSHÖFN Hafskipakantur í Dalvíkurhöfn Á vegum Veitu- og hafnaráðs Dalvíkurbyggðar er nú verið að undirbúa byggingu hafskipakants í Dalvíkurhöfn. Þegar framkvæmdir stóðu yfir við stóra brimvamargarðinn var hugsunin sú að fyrir innan hann kæmi hafskipakantur í stefnu norður/suður, norður af enda Norðurgarðs, þar sem stærri skip gætu athafnað sig, m.a. skipin sem sigldu þá á ströndina og var sú framkvæmd hluti af líkanprófunum sem fóru fram á árunum 1993 - '94. En áður en til framkvæmdanna kom var ákveðið að hætta strandsiglingum og var framkvæmd við hafskipakantinn því slegið á frest. Eftir að Hafnasambandi EyjaíjarðarvarslitiðogHafnasjóður Dalvíkurbyggðar tók til starfa 2007 var því hreyft á nýjan leik að hafskipakanturinn yrði byggður og var beiðni um ríkisstyrk vegna þess, ásamt viðskiptaáætlun, í tvígang send til samgönguyfirvalda vegna gerðar samgönguáætlana ríkisins. Ekki fékkst vilyrði um ríkisstyrk og ekkert slíkt liggur fyrir, enda staða ríkissjóðs heldur bágborin þessi árin. Eigi að síður hefur Veitu- og hafnaráð samþykkt og sveitarstjóm staðfest þá ákvörðun að fara í framkvæmdina og hefur Siglingastofnun unnið að uppdráttum og kostnaðaráætlunum vegna þessa. Eins og kunnugt er eru strandsiglingar hafnar að nýju og þessi framkvæmd því mikilvægari en ella til að styrkja samkeppnisstöðu hafnarinnar. Einnig verður þessi kantur góð viðbót við höfnina vegna annarra skipa, landana stærri togara o.þ.h. Og þessi framkvæmd er forsenda fyrir frekari þróun hafnarinnar, fyrir byggingu frystiklefa, aukins útflutnings frá höfninni o.fl. Það var niðurstaðan að hér væri um svo mikilvæga framkvæmd að ræða að hún gæti ekki beðið þar til hagur ríkissjóðs vænkast og því mun hafnasjóður standa einn að framkvæmdinni. Kostnaður hafnasjóðs vegna framkvæmdarinnar verður um 300 m kr. og Ijóst að taka þarf lán fyrir stærstum hluta kostnaðar þar sem enginn ríkisstyrkur er fyrir hendi. Vonir standa svo til að síðar muni ríkissjóður koma með einhvem styrk í framkvæmdina þó ekkert sé í hendi með það. Bakhjarladálkurinn Þessir styrkja útgáfu Norðurslóðar Dalvíkurbyggð Dalvík Vélvirki ehf. HÚSASMIÐJAN Hádegisfyrirlestur í Bergi 7. nóvember „Hvert er ég kominn“? Fjórir íbúar af erlendum uppruna segja frá reynslu sinni af því að vera útlendingur á íslandi /Dalvíkurbyggð. Þau sem segja frá eru: Grzegorz Tomasz Maniakowski, Dalvík - frá Póllandi Myriam Dalstein, Skeiði - frá Þýskalandi Nimnual Khaklong, Dalvík - frá Tælandi Pál Barna Szabó, Hauganesi - frá Ungverjalandi Fyrirlesturinn hefst kl. 12:15 - allir eru velkomnir Bókasafn Dalvíkurbyggðar

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.