Norðurslóð - 24.10.2013, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 24.10.2013, Blaðsíða 1
Svarfdælsk byggð & bær 37. ÁRGANGUR FlMMTUDAGUR 24. OKTÓBER. 2013 10.TÖLUBLAÐ Morgunbirtan getur verið mögnuð um þetta leyti árs þegar sól roðar ský og skuggar hopa hœgtfyrir geis/um hennar. Þessa dulúðugu inyitd af Dalvíkurbœ tók Haukur Snorrason að morgni 12. okt. s.ll Tréverk byggir á Deplum Alþjóðlegur jjárfestingarisi reisir lúxusdvalarstað Tréverk á Dalvík hefur mörg járn í eldinum í vetrarbyrjun. Að sögn Björns Friðþjófssonar forstjóra er mestur kraftur núna settur í að ljúka utanhússvinnu við 10 íbúðir, tveggja hæða raðhús við Sómatún á Akureyri. I vetur verður unnið innan dyra og fyrstu íbúðimar verða afhentar í vor. A Dalvík er Tréverk í ýmsum smærri verkefnum s.s. lokafrágangi á þaki Ungó og lokafrágangi á fjósbyggingu á Hóli í Svarfaðardal. Deplar Farm Þá stendur til að hefja innan tíðar framkvæmdir á ferðaþjónustuhúsi að Deplum í Fljótum. Tréverk hefur samið við fyrirtækið Fljótabakki ehf, sem Orri Vigfússon er í forsvari fyrir, um fyrsta áfanga viðamikillar uppbyggingar ferðaþjónustuhúsa þar. I þessum fyrsta áfanga verður annars vegar byggt 230 m2hús með eldhúsi, veitingasal og setustofú og hins vegar ráðist í lagfæringar og breytingar á íbúðarhúsinu að Deplum. Að sögn Björns stóð til að byrja nú í vikunni en veðrið setur líklega strik í reikninginn. Stefnt er að því að vinna eins mikið og hægt er í vetur en um verkalok eru ekki ákvæði í samningnum að sögn Bjöms. „Deplar í Fljótum em einn ellefu lúxus „áfangastaða“ sem fyrirtækið The Elleven Experience er að byggja upp á völdum stöðum i heiminum fyrir vel stæða ferðamenn. A heimasíðu félagsins er að frnna svohljóðandi lýsingu á verkefninu: A noróvestur Islandi em heimkynni einnar sérstæðnstu eignarinnar í Elleven safninu. Nú er verið að breyta henni úr sauðjjárbúi í lúxusdvalarstað. „Eleven Deplar Fann" stendur í afskekktum dal umluktum 3000 feta háum jjallstindum. Gestir upplifa stórbrotna þyrluskíðatúra, Jluguveiði á Atlantshafslaxi og heimskautableikju. Aœtlað er að Deplar Farm opni sumarið 2014. “ Samkvæmt grein á heimasíðu Financial Times um verkefnið er áætlað að nóttin að Deplum kosti 11-15 þúsund dollara (1.3 -1.8 millj íslenskar krónur) Byggðakvóti Dalvíkur minnkar Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2013/2014. Dalvík fær samkvæmt henni 99 þorskígildistonn, Hauganes fær 15 tonn og Arskógssandur 300 tonn. Hauganes og Arskógssandur hafa verið með sama tonnafjölda um árabil en sveiflur hafa verið á kvóta Dalvíkur. Á síðasta fískveiðiári fékk Dalvík 300 þorskígildistonn en ekkert á fiskveiðiárinu 2011/2012. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Dalvíkurbyggð er reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa efnislega óbreytt frá fyrra ári. Ef sveitarfélög vilja setja sérstök skilyrði umfram ákvæði reglugerðarinnar þurfa þau að skila rökstuddum tillögum til ráðuneytisins eigi síðar en 1. nóvember nk. Á næstunni mun Atvinnumálanefnd Dalvíkurbyggðar því fara yfir reglugerðarákvæðin og gera þá mögulega tillögur um breytingar til sveitarstjómar. Nökkvi í IJ-15 Stefnir á ólympíuleika œskunnar á næsta ári Nökkvi Þeyr Þórisson, fjórtán ára Dalvíkingur, var á dögunum valinn í 18 manna landsliðshóp karla undir fímmtán ára (U-15) í knattspyrnu. Fyrsta verkefni landsliðsins var að taka þátt í forkeppni Olympíumóts æskunnar í Genf í Sviss nú um helgina 17.-22. október. Liðið lék þar tvo leiki gegn Finnlandi og Moldavíu, sigraði báða leikina og tryggði sér með því sæti á Olympíuleikunum sem fram fara í Nanjing í Kína í ágúst á næsta ári. Að sögn Hugrúnar Felixdóttur, móður Nökkva er þetta frábær viðurkenning og tækifæri fyrir hann. Þjálfarinn muni í framhaldinu vísast skoða stærri hóp knattspymustráka svo ekki sé sjálfgefið að hann verði með í Kína. „Nú þarf hann bara að sanna sig áfram. Þorri Mar tvíburabróðir hans hefur líka mikinn hug á því að komast í landsliðshópinn svo það verður ekki slegið slöku við á heimilinu ef ég þekki þá rétt“ segir Hugrún. Þess má geta að þeir tvíburabræður fengu fyrr í sumar boð um að æfa með unglingaliði FC í Kaupmannahöfn og dvöldu þar við æfíngar í byrjun ágúst sl. Gráhegrinn mættur Gráhegrl hefur sést að undanförnu híma hér og þar í bleytunni í Friðlandi Svarfdæla. Gráhegrar hafa sést hér mörg undanfarin ár um þetta leyti. Þeir em flækingar á Islandi og hafa aldrei orpið hér á landi svo vitað sé. Aftur á móti hanga þeir stundum hér allan veturinn, einkum á Suðurlandi, og fara svo aftur burt þegar vorar. Gráhegrinn hefur sést spígspora í leirunum í Svarfaðardalsá sunnan við Hrísatjömina. Myndin er að vísu ekki af honum heldur fengin að láni af netinu Atak í nýtingu upplýsingatœkni í skólunum Allir fá spj aldtölvu Allir nemendur 7. bekkur Dalvíkurskóla og Árskógarskóla munu í næsta mánuði fá spjaldtölvu til afnota í skólanum. Þá munu allir leikskólar sveitar- félagsins eignast spjaldtölvur á næstu vikum sem nýttar verða á ýmsan hátt. Stefnt er á að fleiri spjaldtölvur fylgi í kjölfarið á næstu missemm og standa vonir til þess að innan fárra ára muni allir nemendur skólanna geta nýtt sér spjaldtölvutækni við nám og leik. Þá hafa skjávarpar verið settir upp í heimastofúm allra bekkja Dalvíkurskóla. Starfsfólk skólans mun í kjölfarið í auknum mæli sækja sér menntun og þjálfun í tæknivæddum kennsluháttum. Bjöm Gunnlaugsson skólastjóri segir að þessi tölvuvæðing skólanna sé liður í átaki sem byggðaráð samþykkti á dögunum en hún endurspegli vissulega hans persónulega áhuga og bakgmnn í skólastarfí. Bjöm er sem sagt sérstakur áhugamaður um nýtingu upplýsingatækni á sviði menntunar og hefur sett þau mál á oddinn eftir að hann tók við stjóm skólans í haust. Hann segir að þróun upplýsingatækni verði hraðari með hverju árinu sem líður og að íslenskt skólakerfi þurfi að nýta sér möguleika hennar mun betur en gert er. Víða um land séu nemendur og kennarar í auknum mæli að nýta sér tölvur, netið og fartækni við nám og kennslu. Ljóst er að á vinnumarkaðnum er vaxandi eftirspum eftir tæknimenntuðu fólki og þeim störfum fjölgar sem hægt er að vinna óháð staðsetningu með aðstoð tækninnar. Opnunartími: Mðn. - fös. 10-19 Matvöruverslun - rétt hjá þér laug. 10-18 sun. 13-17 Hafnartorg - Dalvík - s: 466 1202 Iöj

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.