Norðurslóð - 26.03.2015, Qupperneq 1
Fulltrúar TS-Sliipping, sveitarstjórnar og Mannvits sitjafyrir svörum i Arskógi (Ljósm. Kristján E Hjartarson)
Skipaförgun TS-Shipping
Fjölmennur kynningarfundur
Sitt sýndist hverjum um
byggingu skipaförgunarstöðvar
TS-Shipping norðan Hauganess á
Arskógsströnd á kynningarfundi
um stöðina sem haldinn var sl.
miðvikudag í Arskógi.
Um 130 manns voru á fundinum
og að vonum fjölmenntu íbúar
af Hauganesi og úr nágrenni
stöðvarinnar fyrirhuguðu
en fundurinn var haldinn að
frumkvæði eigenda fyrirtækisins.
Mættir voru fúlltrúar frá
félaginu, sveitarstjómarmenn í
Dalvíkurbyggð, Rúnar Dýrmundur
Bjamason frá Verkfræðistofunni
Mannvit sem hefur haft milligöngu
fyrir félagið um leyfísmál varðandi
mat á umhverfísáhrifum, og fleiri.
Stórt verkefni
Ljóst er af kynningu verkefnisins
að hér er á ferðinni stærsta einstaka
atvinnuverkefni sem litið hefur
dagsins Ijós á þessu svæði. Gert er
ráð fyrir að 150 starfsmenn vinni
við stöðina og em það störf af
ýmsum toga. Fyrirtækið stefnir á
endurvinnslu allt að 45 skipa á ári
sem samsvarar um 450.000 tonnum
af stáli. Lóðin sem um ræðir er
um 54 ha norðan við Hauganes.
Byggður verður um 440 m
viðlegukantur meðfram ströndinni
þar sem unnt verður að leggja
skipum sem koma til endurvinnslu.
Innan lóðar verða ýmis mannvirki
s.s. starfsmannaaðstaða, verkstæði,
geymsluþrær og geymslusvæði.
Stærsta mannvirkið verður þurrkví,
þar sem skipin em færð inn og
tekin í sundur með vélklippum sem
ganga fyrir rafmagni. Markvisst
flokkunarkerfi úrgangs verður
innan lóðar og úrgangsefnum
skilað til móttökustöðvar fyrir
úrgang í samræmi við lög. Afurðir
stöðvarinnar, einkum stál verður
selt til notkunar í stálvinnslur á
alþjóðlegum markaði.
Nokkrir valkostir
Bjami Th Bjamason bæjarstjóri
gerði í kynningu sinni að umtalsefni
umfjöllun ríkisútvarpsins um
málið sem hann lýsti sem
lævíslegum fréttaflutningi sem
sáði fræjum tortryggni um verkið.
Dalvíkurbyggð bæri að skoða
öll tilboð um atvinnustarfsemi í
sveitarfélaginu ekki síst í ljósi þess
að íbúum hefði fækkað verulega á
undanfömum árum.
I máli Pontusar Wallin
talsmanns verkefnisins kom fram
að verkefnið hefúr verið í langan
tíma í undirbúningi. Nokkrir
staðsetningarmöguleikar hafa verið
skoðaðir hér á landi. Fyrst var
horft til lóðar við Gmndartanga
en hún reyndist til muna minni en
upphaflega var ráð fyrir gert. Þá
var horft á Dysnes við Eyjafjörð en
þar reyndist lóð einnig óheppileg
og að hluta til á landfyllingu sem
ekki hentar undir þessa starfsemi.
Fleiri staðir vom til skoðunar en
niðurstaðan var að á Arskógsströnd
væru aðstæður ákjósanlegastar.
á heimasíðu Dalvíkurbyggðar).
Ljóst er þó að framkvæmdin er af
þeirri stærðargráðu að hún þarfnast
umhverfísmats. Slíkt mat tekur
í það minnsta eitt ár. Auk þess
þurfa að koma til breytingar á
svæðisskipulagi og aðalskipulagi
og í kjölfarið þarf að gera nýtt
deiliskipulag. Þetta ferli þarf lögum
samkvæmt að kynna almenningi á
öllum stigum þess.
Deildar meiningar
Ljóst var á spumingum
fundargesta, og einkum þeirra
sem næst búa, að margir hafa
efasemdir varðandi umhverfismál,
hávaðamengun, sjónmengun og
meðferð mengandi efna sem hljóti
að finnast í ríkum mæli um borð
í skipunum. Bent var á að um
borð í gömlum skipum væru ýmis
mengandi efni s.s. asbest og ýmis
kemísk efni sem borist gætu út í
umhverfið. Því var til svarað að
umhverfismatinu væri einmitt ætlað
að skoða ýmsa umhverfisþætti
s.s. meðferð spilliefna, hvemig
Fyrirhuguð lóð TS-Shipping nœr nokkrtt norðar en lóðiit á myttdinni. Við
Itaita bœtist laitdrœma úr landi Selár norðan við lóðina á myndinni en ríkió
á Selá. Sjálf niðurrifsstöðin verður nyrst á lóðinni niður undan túninu sem
glittir i efst í rammanum að sögn Þorsteins Björnssonar hjá tœ
Umhverfísmat nauðsynlegt
A fundinum í Arskógi kom fram
að enn er málið í byrjunarferli og
mörgum spumingum enn ósvarað.
(Geta má þess að glæmr með því
helsta úr erindum fundarins má finna
mannvirki munu blasa við frá
landi og sjó, hávaðamengun,
förgunarferli o.þ.h. Verkefnið í
heild væri vistvæn starfsemi með
sérstakri áherslu á umhverfisþætti
sbr. yfirskrift þess - lceland Green
Lík í óskilum hjá
Leikfélaginu
„Þetta er frábær farsi en þó rétt að taka fram að það er dálítið
blótað á sviðinu“ segir Sonja Kristín Guðmundsdóttir formaður
Leikfélags Dalvíkur um leikritið „Lík í óskilum“ sem Leikfélagið
frumsýnir á föstudagskvöldið.
Lík í óskilum er svört kómedía eftir skotann Anthony Neilson.
Leikritið fjallar um tvær löggur (Aron Birkir Oskarsson og Hans Friðrik
Hilaríus Guðmundsson) sem fá það erfiða hlutverk að segja öldnum
hjónum, (Dönu Jónu Sveinsdótlur og Gísla Rúnari Gylfasyni), frá láti
dóttur þeirra. Fyrir einhvem misskilning standa þau hjónin í þeirri trú að
málið snúist um hundinn þeirra en ekki dóttur og gengur á mestu brösum
fyrir lögreglumennina að vinda ofan af þeim misskilningi, raunar tekur
það verkefni allt leikritið. Aðrir leikarar sem taka þátt í sýningunni
eru þau Benedikt Snær Magnússon sem leikur prest, Guðbjörg Anna
Oladóttir og Pálína Osk Lárusdóttir sem leika samkynhneigða konu og
dóttur hennar. Leikstjóri er Aðalsteinn Bergdal.
Frumsýning er eins og áður segir í Ungó nk. föstudagskvöld og
önnur sýning á sunnudagskvöld. Þá verður þétt sýnt um páskahelgina
og eitthvað ffam í apríl eftir atvikum.
Ship Recycling.
I kynningu fyrirtækisins var lögð
áhersla á að hér væri um að ræða
fyrsta flokks vinnustað á heimsvísu.
Hljóð frá vélum verði ekki meira
en 67 dB. Lýsing verði aðeins á
hluta svæðis og á svæði sem liggur
lágt og sjónræn áhrif svipuð og af
slippi. Starfseminni fylgi engin
vatns-eða loftmengun. Notast
væri við rafmagn og 100% græna
orku sem væri m.a. ástæða þess
að Island varð fyrir valinu. Vinna
færi öll fram á steyptum plönum
sem fyrirbyggi mengun á jarðvegi
og mikil áhersla á heilbrigðis og
öryggismál starfsmanna
Ekki var á fundinum unnt að
sýna útlitsteikningu af svæðinu þar
sem slík teikning er ekki enn til
staðar. Gert er ráð fyrir að þurrkví
verði sprengd inn í klöppina nyrðst
á svæðinu og nær hún 12-13 m
niður fyrir sjávarmál. Þangað
verður skipunum siglt og sjó síðan
dælt burt. Skipsskrokkamir eru því
að mestu undir sjávarmáli þegar
þeir eru rifnir.
Skip sem rífa á í stöðinni koma
þangað fyrir eigin vélarafli og er
fyrst lagt upp að viðlegukanti þar
sem þau eru tæmd að innan. Þá
er skipið fært i þurrkví þar sem
skipsskrokkurinn er klipptur niður
med rafmagnsskærum. Flutningur
á stáli fer fram med rafseglum. Allt
efni er geymt á staðnum þangað
til kemur að sölu. Aukahlutir og
raftæki eru geymdir í sérgeymslu og
selt til endurvinnslu á markaðnum.
Auðheyrt er á máli manna í
Dalvíkurbyggð að íbúar eru á
báðum áttum með framkvæmdina.
Margir vilja þó sjá nánari útlistun
á verkefninu, úttekt á hinu
sænska fyrirtæki, drög að útliti og
staðsetningu mannvirkja og úttekt
á umhverfisáhrifum áður en þeir
mynda sér endanlega skoðun. 1
opna fésbókarhópnum Hauganes -
nafli alheimsins gefur að líta líflegar
umræður um málið og eru skoðanir
manna fjarri því á einn veg. Þar
hafa m.a. komið fram hugmyndir
um að TS-shipping leggi fram fé
til uppbyggingar ferðaþjónustu á
Hauganesi samhliða uppbyggingu á
skipaförguninni.
Bjarni Th. Bjamason bæjarstjóri
sagðist í samtaliðvið Norðurslóð
skilja vel áhyggjur manna vegna
þessa verkefnis, og einkum þeirra
sem næsl búa. Næsta skref hjá
bæjarstjóm segir hann að gera
lóðaleigusamning með öllum
fyrirvörum en fyrir svíunum liggur
að sækja um Umhverfismat sem er
langt ferli.
„Sjálfur er ég langt í frá búinn
að gera upp hug minn en finnst
sjálfsagt og eðlilegt að skoða
málið ofan í kjölinn og sjá hverju
umhverfismat skilar.
Eg vil þó gjaman ítreka það
sem ég sagði á fundinum að við
Islendingar erum skipaþjóð og erum
gagnvart umheiminum jafnábyrg
og aðrir að skipum sé fargað
sómasamlega en ekki grafin niður
í fjörusandinn í austur Asíu eins
og tíðkast hefur. Hvort skipaförgun
eigi heima norðan við Hauganes
eða á einhverjum öðrum stað er svo
önnur saga“ segir Bjami.
Opnunartími: Mðn. • fðs. 10-19 Matvöruverslun - rétt hjá þér
laug. 10-18 sun. 13-17 Hafnartorg - Dalvík - s: 466 1202