Norðurslóð - 26.03.2015, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 26.03.2015, Blaðsíða 3
Norðurslóð - 3 Tónlistarskóli Dalvíkur í fímmtíu ár Glefsur úr söguannál Þórarins Hjartarsonar á afmœlishátíð skólans Laugardaginn 7. mars sl. var afmælishátíð haldin í tilefni 50 ára afmælis Tónlistarskóla Dalvíkur en skólinn hóf starfsemi í janúar 1965. Á meðal atriða á hátíðnni var samantekt Þórarins Hjartarsonar á sögu skólans. Norðurslóð sem lætur sér enga sagnfræði í Dalvíkurbyggð óviðkomandi fékk leyfi til að birta glefsur úr samantektinni. 1964 í nóvember er stofnaður Tónlistarskóli Dalvíkur. Frumkvæðið tekur nýstofnuð Tóniistardeild Svarfaðardals og Dalvíkur. Kosin er skólastjóm eða skólanefnd: Formaður hennar er Jóhannes Haraldsson, Ámi Gestur Hjörleifsson Amgrímsson gjaldkeri og Stefán Snævarr ritari. Þetta er kraftmikil stjóm sem mun starfa óbreytt næstu 10 árin. Það liggur strax fyrir að fyrsti kennari hins nýja skóla verður Gestur Hjörleifsson, organisti í kirkjunum hér allt síðan 1928 og stjómandi Karlakórs Dalvíkur frá stofnun hans 1960. 1965 Skólinn hefur starfsemina í janúar. Gestur er eini kennari þann vetur, kennir á Dalvík og Húsabakka. Jafnframt lætur hann gmnnskólabömin syngja. Kennd er píanótónlist en á Húsabakka er ekkert píanó svo píanótónlistin er kennd á harmóníum. Mestallt hljóðfæranám tónlistarskólanna í landinu miðast við píanó. Að vísu er annað hljóðfæri nú miklu meira áberandi í dægurtónlistinni, nefnilega gítarinn. I hitteðfýrra gaf hljómsveitin The Beatles frá Liverpool út fyrstu stóm plötu sína og gerði allt vitlaust og hljómsveitin The Rolling Stones gaf út sina fyrstu einmitt á stofnári skólans, í fyrra. En þessi tónlist flokkast að svo komnu máli undir „garg“ svo ekki stendur til að kenna á gítara í Tónlistarskóla Dalvíkur. Gestur Hjörleifsson þykir nokkuð strangur og nákvæmur hljóðfærakennari en léttara er yfir söngtímunum hjá honum. Eftir þennan fyrsta vetur er ákveðið að bæta við kennara. Um haustið er ráðinn til kennslu fngimar Eydal, hinn vinsæli danshljómsveitarsjóri á Akureyri, en Gestur er nú titlaður „skólastj óri“. Keypt er rússneskt píanó til skólans á Dalvík. Þeir Gestur og Ingimar kenna tveir tvo næstu vetur - á píanó og orgel. Nemendumir em á 4. tuginn. Ingimar kennir nú sönginn í Dalvíkurskóla en Gestur á Húsabakka. Ingimar kemur á Skódanum frá Akureyri þegar fært er og borðar hjá Jóhannesi Haralds og Steinunni, en Gestur ekur á Willis-jeppa sínum fram í Húsabakka og breiðir jafnan ullarteppi yfir húddið og vélina meðan hann stendur þar við orgelið og kennir. 1969 Þennan vetur og tvo næstu starfar Hannes Arason við skólann og æfir lúðrablástur á hljóðfæri sem Lionsklúbbur Dalvíkur hefur gefið skólanum. Hannes sækir þessa vinnu frá Akureyri í miklum snjóþyngslum, keyrandi á Landrover-jeppa sínum sem var erfitt sökum snjóþyngsla. Hannes er mjög þungur maður og Landroverinn sígur niður vinstra megin. En hann stofnar litla lúðrasveit sem marserar 17 júní 1971, spilandi ættjarðarlög, frá Bamaskólanum og út á Kaupfélagstún. 1972 Dalvíkurhreppur gerir samning við Kára Gestsson um styrk vegna 3 ára náms í Englandi, en á móti skuldbindur Kári sig að námi loknu til að starfa a.m.k. 5 ár við Tónlistarskóla Dalvíkur. 1975 Um vorið er gefinn út hljómplatan Svarfaðardalur með Karlakór Dalvíkur undir stjóm Gests. Um haustið kemur svo Kári Gestsson til starfa við skólann sem skólastjóri, en Gestur verður þá óbreyttur kennari. Kári hefur fjölbreytt áform um skólastarf, meðal annars s.k. bamamúsíkkennslu, hópkennslu í tónfræði og bamakór. Fyrir bamamúsíkkennsluna er keypt hljóðfærasett, flautur, litlir sílófónar, kastanettur, munnhörpur og bjöllur. 1977 I október er stofnaður blandaður kór, Samkór Dalvíkur, undir stjóm Kára Gestssonar. Bergþórshvoll, salur Kiwanismanna, hefur fengist leigður til tónlistarkennslu auk aðstöðunnar í Ungó og Víkurröst. Pantaður er flygill. Það er gert í nafni Tónlistarskólans til hagræðis, uppá skjótari afgreiðslu og von um eftirgjöf á tollum, en án vitundar skólastjómarinnar. Eiginlegur aðstandandi flygilkaupanna er sk. Tónlistarfélag Dalvíkur, nýstofnað. Rausnarleg upphæð barst féiaginu frá fjölskyldu Snorra Sigfússonar sem áður hefur gefið skólanum gjafir. Flygillinn er keyptur og settur í Víkurröst. 1979 Nú rætist nokkuð úr húsnæðismálunum. Tón- listarskólinn fær stóraukið kennsluhúsnæði í gamla læknishúsinu í Gimli, þrjú lítil herbergi á neðri hæðinni. Þetta býður upp á talsvert fjölbreyttari kennslu. M.a. hefst nú gítarkennsla. Þennan vetur fer tala nemenda upp í 55. Jafnframt fer Rögnvaldur Skíði, nýr skólanefndarfonnaður, í bygginganefnd nýs gmnnskóla á Dalvík því fyrirhugað er að Tónlistarskólinn fái pláss í komandi nýbyggingu þegar hún rís eftir nokkur ár. Rúnar Georgsson saxófónleikari er ráðinn til að kenna flautuleik og málmblástur svo lúðramir komast aftur í gagnið. 1982 Þungt er fyrir fæti. ítrekað er auglýst eftir skólastjóra en í miðjum september hefur það enn engan árangur borið. En í septemberlok nær Heimir Kristinsson símsambandi við ungan mann í Englandi, Colin Virr, og ræður hann eftir hálftíma samtal. Áður en hann kemur er keyptur nýr Petroff flygill, af Braga Stefánssyni héraðslækni, nýfluttum til Dalvíkur, sem kom flyglinum ekki inn í húsið sitt. Flygillinn fer nú inn á Gimli. Colin Virr sem er aðeins 21 árs gamall kemur ekki til starfa fyrr en í nóvember. Þegar hann kemur setur hann strax mikinn kraft í starfið. Keypt er píanó í viðbót við flygilinn nýja svo píanókennslan er á grænni grein. Auk þess er kennt á þverflautu sem er aðalhljóðfæri Colins, blokkflautu og gítar. 1984 Antonía Oganovsky frá Liverpool kennir hér söng og fleira. Colin stofnar barnakór en Antonía stjómar Karlakór Dalvíkur. I dalnum er Samkór sóknanna einnig öflugur undir stjóm Olafs á Hvarfi. Kórstarf byggðalagsins er því með blóma. 1985 Gestur Hjörleifsson lætur af kennslustörfum um vorið, á 77. ári, eftir 20 ára samfellt starf við skólann. 1988 Roar Kvam hættir störfum eftir tveggja ára stjómun en Hlín Torfadóttir úr Reykjavík er ráðin skólastjóri. Hún kennir á píanó, harmonikku o.fl auk tónfræði. I nóvember erGesti Hjörleifssyni haldin veisla í tilefni 80 ára afmælis hans. Þar upplýsir hann að hann hafi farið nauðugur í orgelnám forðum daga, sig hafi alla tíð dreymt um að læra frekar á fiólínið sem hann spilaði á fyrir dansi á unglingsárum norður í Fljótum. Hlín Torfadóttir hætti skólastjóm árið 2007 eftir 19 ára stjómun. Þá tók við Kaldo Kiis frá Eistlandi sem áður hafði starfað á Laugum í sex ár. Nú stýrði hann Tónlistarskóla Dalvíkur í fimm ár til 2012. Kaldo er básúnuleikari að mennt en kona hans Margot Kiis er söngvari sem kenndi einnig við skólann. Kaldo sagði í viðtali að sér fyndist menningarlíf í sveitum og dreifbýli merkilegt fyrirbæri á Islandi, en í sínu landi væri menningarlífið að mestu bundið við borgir. Árið 2012 tók Ármann Einarsson við stjóminni og hafði hana með höndum út árið 2013. Þá hætti hann skólastjóm á miðjum vetri. I framhaldi af því var gerður samstarfssamningur við Tónlistarskóla Fjallabyggðar og skólastjóri hans Magnús G. Olafsson tók við skólastjóminni hér, en Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson var skipaður deildarstjóri Tónlistarskóla Dalvíkur. Á síðustu áratugum hefur Dalvíkurbyggð getið sér orð sem uppsprettulind tónlistarfólks. Nefna má stjömur eins og Friðrik Omar Hjörleifsson og Eyþór Inga í því samhengi. Vart þarf að taka fram að þeir stunduðu báðir nám við Tonlistarskóla Dalvíkur. Það gerði líka Öm Eldjám hinn eftirsótti gítaristi frá Tjöm. Þekktir músíkantar í alvarlegri geiranum útskrifaðir frá Tónlistarskóla Dalvíkur eru Kristján Karl Bragason píanist'i á Suðumesjum og Ella Vala Ármannsdóttir hornleikari, bráðum á Böggvisstöðum. Tónlistarskóli Dalvíkur er 50 ára. Eigum við ekki að segja að hann myndi á sinn hátt grundvöllinn undir tónlistarlífinu í þessu tæplega 2000 manna byggðarlagi norður undir heimsskautsbaug? Það er þá merki um gott starf á þessum 50 árum að tónlistarlífið í Dalvíkurbyggð er ríkt, auk þess sem vaxtarspírurnar sem skólinn hlúir að blómgast og berast vítt um landið. Ekki skal þó leggja árar i bát því svo er að sjá að hlutverk tónlistarinnar í samfélaginu verði stærra með hverjum áratug sem líður. Hvað ætlar þú að verða vinur þegar þú ert orðinn stór? Þessari spurningu skaut itpp í huga mér þar sem égsat á annars ágætum íbúafundi í Arskógarskóla þar sem fundarmenn voru meðal annars spurðir hvortþeir gœtu hugsað sér að börn eða barnabörn þeirra myndu starfa við það að klippa niður skip og skola olíutanka. Min jyrsta minning um draumastarfið er þegar ég gaf það út að ég œtlaði að verða prestur til að geta jarðað mömmu þegar hún myndi deyja, móðurástin átti sér engin takmörk og á elcki enn þótt þessi draumur hafi nú rjátlast af mér þegarfram liðu stundir. Rétt undir tvítugt var ég í svipuðum sporum og mörg ungmenni ent eflaust í í dag, ég vissi ekki alveg hvað ég vildi verða og í stað þess að fara í skóla bara til aðfara i skóla þáfór ég út á vinnumarkaðinn og sinnti ýmsum störfum. Eg vann í fiskvinnslu, málaði hús, vann sem hafnarverkamaður og sem vaktmaður I framleiðslu hjá Sœplasti. Þarfann ég loks jjölina mína og ákvað að þetta vœri vinnustaður sem ég myndi gjarnan vilja vinna á í framtíðinni. I fyrstu fannst mér œðislegt að vera á vöktum, geta sofið þegar aðrir vöktu og vakað þegaraðrirsváfu. Tekiðþátt íaðframleiða hágœðavöru fyrir kröfitharða viðskiptavini. Þegarfram liðu stundir fór mig að langa til að takast á við önnur verkefni, draumastarfið var að verða framleiðslustjóri og taka þátt I að leiða jj’rirtœkið áfram inn í framtíðina. Ég sinnti áfram framleiðslustörfum um nokkurt skeið en gekk svo menntaveginn til að bœta þekkingu mína og hœfni til að takast á við draumastarfið. Samhliða námi hélt ég áfram að vinna sem hafnarverkamaður og i framleiðslu Sœplasts og í dag sé ég ekki eftir einni einustu klukkustund af þeim tíma sem ég sinnti þessum störfum, i mínum huga voru þau mikilvœg og ekkert til að skammast sín fyrir. En ajhverju skyldi ég hafa farið að velta þessum hlutum fyrir mér sitjandi á ibúafundinum? Jú, spurning Jökuls Bergmanns, frumkvöðuls og framkvœmdastjóra eins af mörgum frábœntm jyrirtœkjum I Dalvíkurbyggó, minnti mig á svipað atvik frá öðrum fttndi jtar sem til umræðu var fyrirhuguð stofimn Menntaskóla viö utanverðan Eyjajjörð. Einn af fulltrúum ferðaþjónustunnar á þeim fundi fann sig knúinn til að koma því á framfœri að menntastofnun við utanverðan Eyjafiörð œtti ekki að vera uppeldisstöð fyrir framleiðshistarfsfólk i Sœplasti, það vœri ekki framtíðarsýn sem foreldrum hugnaðist. Égfór því að velta því jyrir mér hvort þetta vœri virkilega algengt viðhorf I ferðaþjónustunni, að iðnverkastörf séu á einhvern hátt óœðri þeim störfum sem fólk í ferðaþjónustu sinnir? Eigi veit ég það svo gjörla en hitt veit ég að það er engin skömm að því að sinna framleiðslustörfum, vinna í fiskvinnslu, þrífa hótelherbergi eða keyra með túrista um landið og þaðan af síður er skömm að því að sinna sorphirðu eða endurvinnslustörfum. Ég get alveg séð börnin mín fyrir mér sinna einhverjum slíkum störfum á lífsleiðinni en það er ákvörðun sem þau munu taka ekki ég. Þeir sem telja sig hafa efni á að tala niður til verkamannastarfa t.d. í framleiðslufyrirtœkjum og endurvinnslu œttu að velta því aðeins fyrir sér hvernig þeirra daglega líf gengi fyrir sig ef ekki vœru til þessi störf. Að þessu sögðu vil ég taka það fram að ípistli þessum felst engin afstaða til þess hvort starfssemi TS-Shipping eigi erindi við Dalvíkurbyggð. Til að svara þeirri spurningu tel ég mikilvœgt að frekari upplýsingar liggi fyrir og að hlustað verði á sjónarmið ibúa Hauganess sem munu vœntanlega verða fyrir mestum áhrifum af þessu fyrirtœki ef af verður. Ég skil áhyggjur þeirra mœtavel. Daði Valdimarsson

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.