Norðurslóð - 26.03.2015, Síða 2

Norðurslóð - 26.03.2015, Síða 2
2 - Norðurslóð Norðurslóð Útgefandi: Norðurslóð ehf. kt: 460487-1889 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hjörleifur Hjartarson, Laugasteini, 621 Dalvík, nordurslod@simnet.is - sími: 8618884 Dreifing: Sigríður Hafstað, Tjöm. Sími: 466 1555 Umbrot: Hjörleifur Hjartarson Prentvinnsla: Ásprent Stíll ehf., Akureyri Fréttahorn Næsta verkefni að bæta námsárangur Rætt við Hildi Ösp Gylfadóttur um nýja skólastefnu Dalvíkurbyggðar Hildur Ösp Gylfadóttir að er mikið um hvers kyns hátíðir í Dalvíkurbyggð þessa dagana. Árshátíð Dalvíkurskóla hófst í gær og stendur yfir ídag. Um helgina rekur hver viðburðurinn annan. Svarfdælskur mars stendur yfir alla helgina með upplestri grunnskólanema, heimsmeistarakeppni í brús, marsi í Rimum og málþingi um Ingvildi fagurkinn í Bergi. Leikfélag Dalvíkur frumsýnir farsann “Lík í óskilum” n.k föstudag og á laugardagskveldið verður Rokkhátíð Dalvikur/Reynis og Bruggsmiðjunnar í Árskógi Rokkhátíðin er nú haldin í 3ja sinn eftir að hún var endurvakin en ágóði hennarrennur til félagsstarfs Dalvíkur/Reynis. Sautján söngvarar og söngatriði eru skráð til leiks og segir Iris Hauksdóttir skipuleggjandi hátíðarinnar að gestir geti átt von á óvæntum andlitum í þeirra hópi. Húsið opnar kl 21 en sjóið hefst hálftíma síðar. Að vanda er það hin fomfræga sveit Bylting sem sér um allan undirleik og síðan stuðdansleik á eftir. Kynnir kvöldsins verður Kristinn Ingi Valsson. r A50 ára afmæli Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar afhenti Samherji hf skólanum 500 dvd diska með upptöku af útitónleikum að kvöldi Fiskidagsins mikla 2014 en að þeim standa Samherji í samvinnu við Rigg viðburði og Fiskidaginn mikla. Sigurður Jörgen Oskarsson, afhenti gjöfxna og mæltist til þess þess að skólinn seldi þessa diska og nýtti andvirðið til hljóðfærakaupa. Ný Skólastefna fyrir Dalvíkurbyggð var samþykkt í sveitarstjórn 16. desember si. Nú á dögunum birtist plaggið litprentað með fjölda Ijósmynda og var dreift inn á öll heimili í sveitarfélaginu. Jafnframt er það aðgengilegt á vef Dalvíkurbyggðar. Skólastefnan er skýr og aðgengileg og sjáanlega unnin af faglegum metnaði. Norðurslóð hafði samband við Hildi Ösp Gylfadóttur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og spurði hver væri tilgangurinn með útgáfu slíkra plagga og hvaða vinna lægi þar að baki. „Fyrir það fyrsta er það í lögum að sveitarfélög hafi opinbera skólastefnu en þar að auki viljum við vinna stefnumiðað og setja markið hátt. Skólastefnan endurspeglar þau gildi sem Fræðslu- og menningarsvið Dalvíkurbyggðar hefur sett sér, þ.e.a.s. virðingu, jákvæðni og metnað og eiga þau svo að einkenna allt starf. Þetta er í fyrsta sinn sem Dalvíkurbyggð gerir heildstæða skólastefnu fyrir leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla. Fyrri skólastefnur voru unnar fyrir leikskólastigið sér og grunnskólann sér. I Aðalnámsskrá leik -og grunnskóla eru taldir upp grunnþættir menntunar sem eru: læsi, sjálfbæmi, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, sköpun, heilbrigði og velferð. Það er síðan okkar að innleiða áætlun þar sem þessum þáttum er sinnt. Við höfum hér í Dalvíkurbyggð t.d. lagt sérstaka áherslu á jafnrétti í víðum skilningi s.s. með tilliti til fjölmenningar, valddreifmgar í starfsháttum, kyngervis og útgöngupunkturinn er alltaf velferð nemandans. Við viljum hafa metnað, framþróun og samvinnu að leiðarljósi í öllu skólastarfi. Að gera sífellt betur. Við leggjuiu áherslu á sjálfstæða og gagnrýna hugsun og styðjum bömin til ábyrgðar í anda uppbyggingarstefnunnar. Við leggjum líka áherslu á að nám tengist sem mest raunverulegum verkefnum og leggjum áherslu á að nýta nýjustu miðla og upplýsingatæknina í þeim efnum. Við erum með frábært starfsfólk sem líður vel i starfi, góða stoðþjónustu og kannanir sýna að hér er lítil áhættuhegðun ungmenna og bömunum okkar líður vel. Við getum því verið stolt af fjölmörgum þáttum í skólastarfínu en veiki þátturinn hjá okkur er námsárangurinn og hann viljum við bæta með markvissum leiðum" Getur ekki verið að öll þessi áhersla á þróunarstarf jafnrétti, lýðræði og sköpun komi hreinlega niður á námsárangri? „Nei það tel ég ekki. Þetta er í rauninni ekkert nýtt hjá okkur. Við höfum lengi verið undir landsmeðaltali í einkunnum samræmdra prófa, vissulega með undantekningum þó, en það hlýtur að vera markmið okkar að ná meðaltalinu í það minnsta. Árangurinn er t.d. oft betri á yngri stigum hjá okkur en dalar svo í efri bekkjum og við þurfum að skoða ofan í kjölinn hvað það er sem orsakar þetta. Það er næsta stóra verkefni.“ Hildur Ösp er nú á leiðinni í hálfs árs leyfi og leggur af stað nú í júní með fjölskyldu sína um borð í Norrænu áleiðis til Evrópu. Þar eyðir fjölskyldan sumrinu á ferðalagi en með haustinu og fram til áramóta dvelja þau á Englandi við nám og störf. „ Eg held að allir hafi gott af að takast á við nýjar óþekktar aðstæður, þar sem maður hefur ekki hefðbundna stuðningsnetið sitt og annað tungumál, upplifir nýja hluti og þarf að fóta sig í nýju kerfí. Eg held að það sé hollt, bæði fyrir fullorðna og böm, auki viðsýni, skilning og virðingu fyrir margbreytileikanum. Auk þess sem gott er að fá fjarlægð á hlutina, næra sig og fá nýjar hugmyndir og koma þá ferskari til baka, hlaðinn hamingju og búin að bæta vel á reynslubankann. Samstarfskona, sagði við mig þegar hún var að samgleðjast okkur yfir að vera taka þetta skref, að markmið þeirra hjóna hefði verið að rífa sig upp á 10 ára fresti, fara eitthvað og gera eitthvað nýtt. Mér finnst það til fyrirmyndar og nokkuð sem ég myndi vilja lifa eftir „ Nýtt rit um Kvenfélagið Tilraun Þann 1. apríl 2015, verða hundrað ár síðan Kvenfélagið Tilraun var stofnað. Þessara merku tímamóta í sögu félagsins - og byggðarlagsins verður meðal annars minnst með því að gefa út afmœlisrit sem dreift verður á öll heimili í Dalvíkurhyggð. Margrét Guðmundsdóttir, sagnfrœðingur hefur safnað efni i ritið og unnið úr því. Starfssvœði félagsins nœr í dag til Svarfaðardals og Dalvíkur eins og á fyrstu áratugimum i sögu þess. 1 ritinu verður Jjallað um félagsstörf kvenna, stofnun kvenfélagsins og helstu frumkvöðla þess og foiystukonur. Fáeinar kvenfélagskonur munu taka til máls á síðum ritsins. Þœr munu ekki aðeins lýsa félagsstörfum heldur einnig því umhverfi sem fóstraði þœr og samferðarmenn þeirra. Kastljósinu verður jafnframt beint að helstu baráttumálum félagsins. Þau verkefni sem félagskonur beittu sér fyrir eru ágœtis spegill á þróun heilbrigðis- og vejferðarmála á þeirri öld sem liðin er síðan kvenfélagið var stofnað. Féiagið hefur þannig lagt töluvert af mörkum við að byggja upp mikilvœga innviði samfélagsins. Þá verður einnig fjallað um framlag félagsins til mennta- og menningarstarfa. Kvenfélagskonur - bœði fyrr og síðar - mótuðu með starfi sínu fjölbreyttara og litríkara mannlíf í byggðarlaginu. Ekki verður unnt að rekja sögu félagsins í iöngu máli en áhersla lögð á að draga einstaka þætti starfssögunnar fram I dagsljósið, bœði þá sem jlestir þekkja í dag en einnig hina sem myrkur sögunnur hefur hulið. Spor Kvenfélagsins Tilraunar liggja víða - mun víðar en margur hyggur. Markmið félagsins með útgáfu afmœlisritsins er ekki aðeins að heiðra minningu genginna félagskvenna heldur að vekja athygli á framlagi formœðra okkar við uppbyggingu þess samfélags sem íbúar Dalvíkurbyggðar njóta í dag. A sjálfan afmœlisdaginn, þann 1. apríl n.k. kl. 14:30 fagna félagskonur sem nú eru um fimmtiu talsins, afmœlinu með því að a/henda Dalbœ, heimili aldraðra á Dalvík veglega gjöf til heimilisins. Um kvöldið fagna félagskonur svo afmælinu í Menningarhúsinu Bergi. Þann 11. apríl býður félagið til afmœlisfögnuðar með dagskrá og kajfiveitingum að Rimum í Svarfaðardal. Fleiri viðburðir eru fyrirhugaðir á árinu og verða auglýstir þegar nœr dregur. Stjórn félagsins skipa: Formaður: Halla Soffia Karlsdóttir, Hóli, Svarfaðardal Ritari: Ingibjörg Ragnheiður Kristinsdóttir, Hnjúki, Skíðadal Gjaldkeri: Hildur Birna Jónsdóttir, Ytra Garðshorni, Svarfaðardal Skíðabraut 2 verður rifin Umhverfis og tæknisvið Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt með fjórum atkvæðum að ganga að tiboði Steypustöðvar Dalvíkur um niðurrif Skíðabrautar 2 á Dalvík. Tilboðið hljóðaði upp á 745 þúsund kr. Áður hafði Umhverfísráð auglýst húseignina til sölu með þeim skilmálum að hún yrði flutt af lóðinni en Vegagerðin hyggst breyta gatnamótunum á þessum slóðum og færa götuna inn á lóð hússins. Ekkert tilboð barst í húsið. Helga íris Ingólfsdóttir greiddi atkvæði gegn því að húsið yrði rifið og lét bóka eftirfarandi: „Það er leitt að sjá á eftir rúmlega sjötíu ára gömlu húsi i gamla miðbœ Dalvíkui: Mikilvœgt er að sveitarfélagið móti sér stefim í varðveislu gamalla húsa“. Húsið er 105 m2 timburhús, byggt árið 1943 af Jóhanni G Sigurðssyni sem rak þar bæði skóverkstæði og bókaverslun og „þjónaði sveitungum sínum í báða enda“ eins og segir í Dalvíkursögu. Sjálfúr bjó hann í suðurenda hússins. Hann verslaði þar með bækur til ársins 1974. Fleiri upplýsingar um húsið má lesa í húsakönnun Dalvíkurbyggðar. VIRÐING - JÁKVÆÐNI - METNAÐUR

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.