Norðurslóð - 25.11.2015, Síða 5
Norðurslóð - 5
ÖSP EIOJÁRN
SIGRÍDUR THORLACIUS
VALOIMAR GUÐMUNDSSON
fíM
JÓLABOÐ KRISTJÖNU ARNGRÍMSDÓTTUR
,3í* ''
a GAMLABIO
■ SUNNUDAGINN 13. DESEMBER KL. 20
JÓLABOÐIÐ VERÐUR STÆRRA (SNIOUM EN NOKKRU SINNI FYRR!
AUK KRISTJÖNU KOMA FRAM: SIGRÍÐUR THORLACIUS, VALDIMAR GUÐMUNDSSON
OG ÖSP ELDJÁRN. TÓNLISTARSTJÓRI ÖRN ELDJÁRN.
MIÐAVERÐ 5.900 KR. MIÐASALA A lix.is
XíV
Viltu eignast Norðurslóð
frá upphafi?
Allir árgangar Norðurslóðar frá upphafi 1977 til
dagsins í dag eru til í nokkrum eintökum hjá Sigríði
Hafstað á Tjörn.
Norðurslóð er ómetanleg heimild um sögu, sagnir,
vísur, Ijóð, menn og málefni íSvarfaðardal, Dalvík og
Árskógsströnd að fornu og nýju. Inn bundið er safnið
kjörgripurá hverju heimili.
Þeir sem áhuga hafa á að eignast heildarútgáfu
Norðurslóðar eða einstaka tölublöð er bent á að hafa
samband við Sigríði Hafstað á Tjörn ísfma 4661555.
Heildarsafnið kostar kr. 15.000 en einstaka blöð
eftir samkomulagi
Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dalvíkurbyggð auglýsir lausa til umsóknar stöðu sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Starfssvið:
• Stjórnun og daglegur rekstur fræðslu- og menningarsviðs
• Umsjón með fræðslu-, íþrótta-, æskulýðs- og menningarmálum
• Áætlanagerð og stefnumótun
• Undirbúningur og eftirfylgni mála sem falla undir fræðsluráð og íþrótta-
æskulýðs- og menningarráð
• Þátttaka í yfirstjórn sveitarfélagsins
• Önnur verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólapróf sem nýtist í starfið
• Þekking og reynsla af stjórnun og rekstri skilyrði
• Þekking og reynsla af stefnumótunarvinnu
• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
• Leiðtogahæfni og lipurð I mannlegum samskiptum
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Framúrskarandi þjónustulund
• Góð tölvukunnátta
• Gott vald á íslensku í ræðu og riti
Dalvíkurbyggð er 1900 manna sveitarfélag við Eyjafjörð. Þar er blómlegt atvinnulíf, öflugt menningarlíf og lærdómssamfélag og aðstaða til íþróttaiðkunar
framúrskarandi. Umhverfið er sérlega fjölskylduvænt og aðstæður til útivistar er með því besta sem gerist hér á landi, jafnt sumar sem vetur. Dalvíkurbyggð er
heilsueflandi samfélag. Gildi sviðsins eru virðing, jákvæðni og metnaður.
Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember 2015.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent, www.capacent.is.
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar
og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Þóra Pétursdóttir (thora.petursdottir@capacent.is)
og Helga Jónsdóttir (helga.jonsdottir@capacent.is) hjá Capacent.
capacent
Svarfdælskt kanabisbýli
Skv frétt frá Lögregluembættinu á Norðurlandi eystra voru sl
mánudag gerðar upptækar 58 kanabisplöntur og um 100 grömm af
kanabisefnum á bæ í framanverðum Svarfaðardal. 1 sömu aðgerð gerði
lögreglan upptæk efni til lyfjaframleiðlu þar eð tilskilin leyfi voru ekki
til staðar. Þrír menn voru handteknir í tengslum við málið og sleppt
að loknum yfirheyrslum. Málin eru til rannsóknar hjá lögreglu skv.
frettatilkynningu á heimasíðu lögreglunnar. Ekki mun vera stunduð
önnur landbúnaðarframleiðsla á bænum.
Húsabakki
Dalvíkurbyggð stefnir á sölu
Aðventukvöld í byrjun desember í Dalvíkursókn
Aðventukvöld f Dalvíkurkirkju verður 4. desember kl.
20:00. M.a. verður fluttur helgileikur af 6. bekk Dalvíkur-
skóla. Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttirflytur hugleiðingu.
Aðventukvöld í Tjarnarkirkju verður 11. desember kl.
20:00. Sigrún Stefánsdóttirfjölmiðlafræðingurflyturávarp.
Bjarni Th. Bjarnason hefur
fyrir hönd bæjarráðs óskað eftir
sanikomulagi við Húsabakka ehf
um að sveitarfélagið endurgreiði
félaginu breytingar innandyra
á Húsabakka skv. ákvæði þar
að lútandi í ieigusamningi.
Samhliða verði gert gagnkvæmt
samkomulagi um riftun tíu
ára leigusamnings félagsins á
húseignum.
Sem kunnugt er sagði
Dalvíkurbyggð upp leigusamningi
félagsins á Húsabakka í nóv. s.l. í
því augnamiði að koma fasteignum
á Húsabakka út úr bókum
sveitarfélagsins. Uppsögninni var
síðar frestað til haustsins eftir fundi
með stjóm félagsins. I bréfi sem
sveitarstjóri sendi stjórn Húsabakka
ehf. kemur fram að skoðaðar hafi
verið leiðir til að vinna að þessu
markmiði í sátt við félagið og eins
hvernig félagið gæti hugsanlega
eignast húsnæðið.
Það iiækir nokkuð málin að
ríkið á 30% húseigna á Húsabakka.
Eftir viðræður við lögfræðinga og
fulltrúa Ríkiskaupa sem sér um
sölu fasteigna rikisins sé þó ljóst
að bæði ríki og sveitarfélag eru
bundin stjórnsýslulögum varðandi
sölu eigna. Þvi sé það niðurstaða
Sveitarfélagsins að bjóða félaginu
að greiða því breytingar innan dyra
og rifta samningnum sem setja
megi eignimar í söluferli.
Stjórn Húsabakka hefur boðað
til hluthafafundar þann 2. desember
þar sem tekin verður afstaða til
tilboðs Dalvíkurbyggðar
Bakhjarladálkurinn
Þessir styrkja útgáfu
Norðurslóðar
Dalvíkurbyggð
Landsbanki
Vélvirki ehf.
HUSASMIÐJAN