Kiwanisfréttir - 01.05.1969, Blaðsíða 1

Kiwanisfréttir - 01.05.1969, Blaðsíða 1
Kæru Kiwanisbræður. Fyrir skömmu minntumst við þess að fimm ár eru liðin síðan Kiwanis- hreyfingin hðf göngu sína hðr á landi með stofnun Kiwanisklúbbsins Heklu. Ég tel, að Kiwanishreyfingin hafi sannað tilverurétt sinn afdráttarlaust með öllu þv£ góða, sem hún hefur komið til leiðar, bæði fyrir einstakling- ana, sem tilheyra henni, bæjarfélögin, sem bera gæfu til að hafa Kiwanis- klúbba starfandi innan sinna vébanda, og þjóðfélagið í heild. Auk þessa hefur íslenzka Kiwanishreyfingin hlotið þá sérstöku viður- kenningu að vera falið að halda fyrsta þing Kiwanis International Evrópa, sem valið hefur verið nafnið: "Midnight Sun Convention". Það erstoltokk- ar að þetta þing fari sem bezt fram, og að þeir erlendir Kiwanisbræður, sem sækja okkur heim í sambandi við það, verði ánægðir með veru sína hér. Þess vegna heiti ég á ykkur öll að leggjast á eitt að þetta þing megifara sem bezt fram og verða okkur öllum sem ánægjulegast. Að lokum óska ég ykkur til hamingju með þetta fyrsta málgagn Kiwanis- hreyfingarinnar á Islandi og bið alla að styðja ritstjóra þess, óskar Lilliendahl, sem bezt í starfinu. Páll H. Pálsson Kiwanisklúbburinn Askja, Vopnafirði, var stofnaður í júní 1968. Klúbb- urinn hefur undanfarin tvenn jðl gefið staðnum falleg og stór jólatré, fullskreytt, sem komið hefur verið fyrir í hjarta bæjarins. Klúbburinn eignaðist á árinu 1968 minningarsjóð og selur minningarkort f því sam- bandi. Takmark sjóðsins er að styrkja fátækar mæður og ekkjur. Fjáröflun hefur farið fram á ýmsan hátt, með sælgætissölu fyrir jólin, einnig peru- sölu. Agóði hefur einnig orðið af dansleikjum og diskóteki. Klúbburinn hefur gefið slysavarnadeild staðarins fullkomna dúkku til að kenna á lífgunaraðferðir við öndun og hjartahnoð. Klúbburinn hefur boð- ið aðstoð sína við unglingaklúbb staðarins, sem hefur það markmið aðsafna uppstoppuðum fuglum og gefa skóla staðarins. Aðalmarkmið klúbbsins er að styrkja byggingu nýs sjúkraskýlis á stað- num og einnig að útbúa það fullkomnum tækjum. Forseti klúbbsins er Haraldur Gíslason, sveitarstjóri, og kjörforseti Víglundur Pálsson. Fram yfir mitt ár verða fundir hjá okkur í Tjarnarbúð við Vonarstræti. Fundir eru á hverjum þriðjudegi kl. 19.30, nema á tímabilinu júlí, ágúst og september, þá eru stjórnar- & nefndafundir hvern þriðjudag í hádeginu, en almennir fundir falla niður þessa mánuði.

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.