Kiwanisfréttir - 01.05.1969, Blaðsíða 3

Kiwanisfréttir - 01.05.1969, Blaðsíða 3
Kiwanisklúbburinn Kaldbakur var organiseraður 14. september 1968 á Akureyri, og voru stofnendur hans 26 að tölu. Hinn 19. október s.l. var klúbbnum afhent stofnskrá (charter) við hátíðlega athöfn, og meðal gesta var Kenneth P. Greenaway og frú, en hann veitir forstöðu aðalskrifstofu Kiwanis International Evrópa í Ziirich. Klúbburinn hefur unnið að stofnun endurhæfingarstöðvar fyrir fatlaða, og er stofnkostnaður við hana áætlaður kr. 300.000.00. Til að afla nauð- synlegs fjár til þessa verkefnis, hafa klúbbfélagar m.a. efnt til skemmti- kvölds í Sjálfstæðishúsinu, sem gaf af sér um 30 þúsund krónur, auk þess gengu klúbbfélagar í hús á Akureyri nú um páskana og seldu páskaegg. Var þeim hvarvetna vel tekið, og varð hreinn hagnaður af sölunni talsvert yfir 30 þúsund kr. Nú eru félagar í klúbbnum orðnir 32 og mikill framkvæmdahugur í öllum. Stjórn KaJdbaks er skipuð eftirtöldum mönnum: Jóhannes Sigvaldason, forseti Haukur Haraldsson, kjörforseti Stefán Gunnlaugsson, varaforseti Sveinn Tryggvason, féhirðir Guðm. Guðlaugsson, gjaldkeri Rafn Hjaltalín, ritari Pétur Jósefsson, erl. ritari Meðstjórnendur eru: Herbert Guðmundsson, Baldvin Bjarnason, Bragi Hjartarson, Sigurður Pálmason, Einar Bollason, Páll Helgason og Tómas Búi Böðvarsson. Fréttir frá Kötlu: Til upprifjunar hefi ég við höndina fundargerðabók, sem hefst í ágúst 1968. Þá ræddum við um að fara ferð í Saltvík, en það var saltað. Þá var tekinn inn þarfur félagi, Asgeir Einarsson, dýralæknir, reyndar höfðum við fyrir tvo dýralækna. Guðm. Pétursson kenndi þjónunum að lífga menn úr dauða- dái. 4. september gengu í gildi ný bjargráð rikisstjórnarinnar og Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, mætti samdægurs á fundi okkar til skrafs og ráðagerða. Þá gáfum við læknum slysavarðstofunnar bækur til þess að lesa á næturvaktinni, all- mjög spennandi læknabækur. Helgi Elíasson, fræðslumála- stjóri, ræddi sögu Rotaryhreyfingarinnar allt frá 1905. 27. september var Kötlugos undir stjórn Kristins með virðingu (Það er bakarinn). Helgi Sæmundsson ræddi um Hróarskeldu, Sigurður Einarsson varð þrítugur, Finnbogi Asgeirsson tekinn inn, og Rússar réðust inn í Tékkósló- vakíu. Frá því sagði Magnús Sigurðsson, blaðamaður. Jóhann Hafstein, ráðherra, ræddi iðnþróun Islands, við gáfum Judobúninga og sendum segulband til Kleppsspítalans. Eggert Bogason tekinn £ klúbbinn, Sigurlaugur Þorkelsson ræðir um Guðspekifélagið, og Sveinn Guðlaugsson tek- inn inn. Eggert Þorsteinsson, ráðherra, ræddi efnahagsmálin, Hermann Bridde benti honum á minkinn og Björn Sv. sendi kveðju. Séra Sigurður Haukur las yfir okkur fyrir jólin, þá seldum við heilmikið sælgæti undir stjórn þeirra Einars Kristjánssonar og Ölafs Finnbogasonar. Um áramótin tók Haraldur Dungal við stjórn ásamt Ingólfi Guðbrandssyni. Sig- urður Sigurgeirsson ræddi ura Vestur-Islendinga og Bjarni Björnsson um stöðu iðnaðarins. Tómas Karlsson tekinn inn, sem vegamálastjóri myndi vilja kalla Tómas H, Karlsson. Haraldur Sveinsson ræddi verðlagsmál, hafinn var lestur ritningagreina í upphafi funda.

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.05.1969)
https://timarit.is/issue/394871

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.05.1969)

Aðgerðir: