Kiwanisfréttir - 01.05.1969, Blaðsíða 2

Kiwanisfréttir - 01.05.1969, Blaðsíða 2
Okkur er alltaf mikil ánægja að fá að sjá aðra Kiwanisbræður á fundum okkar, og viljum sérstaklega hvetja þá Kiwanisbræður utan af landi, sem koma í bæinn, að líta inn til okkar. Verið velkomnir. Hafið þið heyrt það nýjasta? Jólaraerkin 1969 eru þegar tilbúin til dreifingar, og eru allir þeir, sem ætla að benda sfnum vinum og kunningjum erlendis á jólamerkin, beðnir að fara að hugsa sér til hreifings. Ekki er ráð, nema í tíma sé tekið. Dagskrárnefndin hefur prentað dagskrá fyrir almenna fundi til maí-loka, eins og hér segir: 6. maí - Kynning stjórnmálaflokka: Framsóknarflokkur. 20. maí - ísland og norræn samvinna: Bjarni Benediktsson, forsætisráðh. I klúbbnum er starfandi nefnd, sem er að kanna möguleika á því aðklúbb- urinn geti eignast eigið húsnæði. Það er mikill hugur í Heklufélögum að fara að dæmi Helgafellsbræðra í þessu efni. Gjaldkeri klúbbsins er frekar áhyggjulaus þessa dagana, en ef einhver bróðir er ekki sáttur við hann, þá er auðvelt að framleiða bros á andliti hans, með því að taka upp tékkheftið. 01. Jensson Munið mig. BLÓÐBANKINN og mig MINNINGARSJÓÐUR ÁSGEIRS H. EINARSSONAR Kiwanisklúbburinn Helgafell var stofnaður hinn 28. september 1967.Stofn- endur hans voru 25. Starfsemin hefur gengið ágætlega, og hafa fundir ver- ið haldnir reglulega einu sinni í viku. Mætingar á fundum hafa verið nokkuð góðar, ef miðað er við atvinnuhætti. Það helzta, sem klúbburinn hefur gert á þessu liðna tímabili, er að gef- in hafa verið umferðamerki til Barnaskóla Vestmannaeyja og einnig til lög- reglunnar, er ætluð eru til kennslu í skólunum. Staðið hefur verið fyrir söfnun til kaupa á flóðljósum á íþróttavöllinn. Stofnuð hefur verið hér í Vestraannaeyjum blóðgjafasveit, og voru stofnend- ur hennar félagar Helgafells. Um jólin hafa nokkrir félagar verið dubbaðir í jólasveinabúninga, oghafa þeir farið á Sjúkrahúsið og Elliheimilið og gefið vistfólki og starfsliði sælgwti, og hefur þetta mælst mjög vel fyrir. Um síðustu áramót stofnuðu félagar Helgafells með sér hlutafélag, ernefn- ist Nausthamar h/f. Félagið festi kaup á húsi hér í bæ, er mun verða notað fyrir klúbbinn til fundarhalda f framtfðinni. Nú er klúbburinn að kaupa bækur, og eiga þær að verða vísir að stofnun bðkasafns, er gefið verður Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Meðlimir Helgafells eru nú 29 félagar. Núverandi stjórn skipa þessir menn: Forseti: Varaforseti: Ritari: Erl. ritari: Gjaldkeri: Féhirðir: Guðmundur Guðraundsson Kjartan B. Kristjánsson Einar M. Erlendsson Gunnlaugur Axelsson Richard B. Þorgeirsson Hörður Ejarnason E. M, E.

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.