Morgunblaðið - 20.01.2017, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.01.2017, Blaðsíða 4
S teinunni Diljá Högnadóttir hjá veitingastaðnum Happi lagar girnilegar, ljúffengar og næringarríkar máltíðir frá morgni til kvölds og veit sínu viti um hollustu matar. Það er því lag að heyra hvað hún hefur að segja um þorramatinn, sem senn hefur inn- reið sína á borð og í trog lands- manna. Þarf ekki að smakka súran hval eða hákarl aftur! Steinunn Diljá er alin upp í sveit svo ýmis innmatur og þorramatur var oftar á borðum en bara á þorranum, þó ekki súrmatur, að hennar sögn. „Svið, hangikjöt, slátur, harðfiskur og saltkjöt svo eitthvað sé nefnt en mér hefur aldrei líkað harðfiskur eða saltkjöt. Ég er lítið fyrir þorra- mat annan en hangikjöt, sviða- kjamma og flatkökur en það er allt- af stemning að smakka þorramatinn á þorrablóti með góðum vinum, það er hluti af upplifuninni. Þarf samt ekki að smakka súran hval eða há- karl aftur!“ bætir hún við. „Slátur og grjónagrautur eða flatkaka með hangikjöti er vinsælt á mínu heimili og því aðeins oftar á borðum en á þorranum. Slátur er líka mjög járn- ríkt og gott að grípa til þess ef járn- skortur gerir vart við sig.“ Það er kunnara en frá þurfi að segja að bragðgæði og hollusta fer ekki alltaf saman; sumt sem er bráð- hollt fær ekki endilega bragðlauk- ana til að dansa, og ýmiskonar ljúf- meti er að sama skapi ekki endilega gott fyrir kroppinn. Hvernig horfir þorramatur við Steinunni frá nær- ingarfræðilegu sjónarmiði? Er eitt- hvað hollt við hann? Eða er eitthvað beinlínis óhollt við hann? Sumir ættu að fara varlega „Þorramaturinn sem er saltur og feitur er náttúrulega ekki hollur í sjálfu sér og ekki til að neyta oft og í miklu magni allt árið um kring,“ svarar hún. „Sjaldan og í hóflegu magni ætti ekki að skipta heilsuna miklu máli. En það eru líka góð heilsubætandi áhrif af súrsuðum mat og má í því sambandi nefna súrsað eða gerjað grænmeti. Það væri mjög sniðugt að taka það inn á þorranum og halda svo áfram að borða það allt árið. Gerjað grænmeti getur haft afar góð áhrif á bakt- eríuflóru meltingarvegarins og stuðlað að bættu ónæmiskerfi og sterkari grunnheilsu.“ Þar höfum við það! Eins og alkunna er fara margir sér hreinlega að voða með áti um jólahátíðina enda veislumatur þess árstíma í senn saltur, reyktur og jafnvel haugsykraður í ofanálag. Er öllum óhætt að borða þorra- mat eða er eitthvað sem einhverjir ættu að sneiða hjá? „Þeir sem hafa háþrýsting og aðra hjarta- og æðasjúkdóma ættu að fara varlega í mikið unninn og saltaðan mat. Líka þeir sem glíma við bólgutengda sjúkdóma svo sem þvagsýrugigt. Það er athyglisvert að um hátíðir sem tengjast neyslu á þungum mat, s.s. jól og þorra, aukast innlagnir á sjúkrahús lands- ins marktækt. Það er ef til vill vís- bending um að við ættum að huga að því betur hvað við látum inn fyrir okkar varir. Það er gott að halda í þjóðlegar hefðir en við ættum samt ekki að fórna heilsunni,“ segir Stein- unn. Í framhaldinu er Steinunn innt eftir því hvað gæti verið sniðugt að hafa á litlu hlaðborði fyrir þá sem ekki hafa lyst á súrmat en langar samt að bragða svolítið af mat sem er á einhvern hátt „íslenskur“ og þjóðlegur? Hún er fljót til svars. „Í mínum huga er fátt íslenskara en fiskur, lamb og rótargrænmeti. Til eru ótal réttir í mismunandi út- færslum með þessu hráefni í for- grunni og við á Happi ákváðum að leyfa þremur góðum réttum að fylgja með,“ segir Steinunn Diljá og uppskriftirnar má sjá hér á síðunni. Að endingu spyr ég Steinunni hvort það séu í hennar huga ein- hverjar séríslenskar matarhefðir sem henni finnst að við ættum að halda í heiðri og vera duglegri við? „Mér finnst skyrið okkar svo frá- bært og ostagerðin hefur aukist og það er til fyrirmyndar. Það er verið að gera svo marga skemmtilega hluti í nýsköpun í matvælageiranum sem er spennandi að fylgjast með. Það þarf að styðja við þá þróun sem þar er í gangi.“ jonagnar@mbl.is Heilsubætandi áhrif af súrsuðum mat Það er óhætt að segja að skiptar skoðanir séu á hinum hefðbundna þorramat. Sumir geta ekki hugsað sér að fara á mis við hann en aðrir geta ekki hugsað sér að smakka hann. En burt- séð frá bragði og smekk, er þorramatur hollur eða kannski alls ekki? Morgunblaðið/Eggert Veislumatur „Það er gott að halda í þjóðlegar hefðir en við ættum samt ekki að fórna heilsunni,“ segir Steinunn Diljá. 6-8 lambaskankar olía 2 gulrætur 1 stilkur sellerí 1 laukur 4 hvítlauksrif 2 lárviðarlauf 10 piparkorn 4 greinar timjan 500 ml rauðvín 300 ml vatn 1 lítil dós tómatpúrra 25 g smjör salt Grænmeti er grófskorið í bita og brúnað á pönnu í olíu. Skankarnir eru settir í eldfast mót (mér finnst best að nota steikarpott með loki) með olíu, salti og pipar. Ofninn er hit- aður í 200 gráður og potturinn settur inn (án loks). Eftir 10 mínútur er hitinn lækkaður í 100 gráður, grænmeti og kryddi bætt út á ásamt vökvanum og tómatpúrrunni, lokinu skellt á og skankarnir eldaðir í 5-6 klst. Þá er soðinu hellt af þeim gegnum sigti ofan í pott og þykkt með sósujafnara, smjörinu bætt út í. Gott er að smakka sósuna til með salti og pipar. Hægeldaður lambaskanki með bankabyggi og rótargrænmeti fyrir 4 Bankabygg 300 g bankabygg 900 ml vatn salt 200 ml rjómi 50 g ísbúi (Óðalsostur) nokkur graslauksstrá Bankabygg, vatn og salt sett saman í pott og látið sjóða í um 40 mínútur eða þangað til byggið er mjúkt. Að lokinni suðu er afgangsvatn sigtað frá og byggið sett í pott ásamt rjómanum og ostinum, brætt saman, smakkað til með salti og toppað með graslauknum sem er saxaður. Rótargrænmeti Í raun má nota hvaða rótargrænmeti sem er. Rófan hefur verið samtíða Íslendingum hvað lengst og ómissandi á þorr- anum en það má vel nota hana í fleira en rófustöppu. 2 rófur 4 gulrætur ferskt rósmarín salt pipar olía Rófan og gulrætur flysjað, skorið í bita og velt upp úr olíu. Sett í eldfast mót með salti, pipar og rósmarín. Eldað á 180 gráðum í 12-15 mínútur. 4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2017 2 gulrætur ½-1 hvítkálshaus (fer eftir stærð) ½ chili 1 dós sýrður rjómi 1 sítróna ½ tsk hunang salt Gulrætur og hvítkál rifið niður eða smátt saxað, chili saxað smátt. Sýrður rjómi og hunang hrært saman í skál, smakkað til með sítrónu og salti. Grænmeti bætt saman við. Hrásalat Sæt kartafla flysjuð og skorin í bita, velt upp úr olíu og bakað í ofni á 180 gráðum í 14 mínútur. Þorskur settur í eldfast mót og eldaður í ofni á 160 gráðum í 10-15 mínútur eða þang- að til fiskurinn er eldaður, fer allt eftir stærð. Laukur saxaður og steiktur í olíu í potti, smjöri bætt út á og þá hveiti sáldrað út á. Þegar hveiti og smjör er komið saman er mjólk bætt rólega saman við og hrært á með- an til að forðast kekki. Blandan er látin sjóða og svo eldast á lágum hita. Ef hún þykir of þykk má bæta mjólk við. Saltað og piprað eft- ir smekk. Fiski og kartöflum þá blandað saman við og sett í eldfast mót, osti stráð yfir og bakað í ofni á 180 gráðum í 15-20 mínútur eða þang- að til osturinn er orðinn gullinn og fallegur. Plokkfiskur 1 laukur 2 hvítlauksrif 1 msk olía 50 gr smjör 50 gr hveiti 500 ml mjólk salt 600 gr þorskur 400 gr sætar kartöflur svartur pipar eftir smekk 200 gr rifinn ostur Svartbaunabuff 1 dós niðursoðnar svartbaunir 150 gr fersk brauðmylsna af grófu brauði (best er að rista brauð og raspa niður) 150 gr fínt saxaður laukur 100 gr tómatamauk 1 tsk cumin 2 msk ferskt, fínsaxað kóríander Vökvanum af baununum er hellt af og þær settar í skál, maukaðar með gaffli. Hráefnunum bætt saman við og hrært, buff mótuð og steikt á pönnu eða bökuð í ofni við 200 gráður í 15 mínútur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.