Morgunblaðið - 20.01.2017, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2017
Þ
eir sem eru á ferðinni um borgina Nor-
folk í Virginíu 11. febrúar ættu að
leggja við hlustir, og þá kannski að
þeir heyri þá óminn af íslenskum ætt-
jarðarsöngvum. Ef gengið er á hljóðið ætti
ferðalangurinn að hitta fyrir reifan hóp Íslend-
inga og Bandaríkjamanna sem mættir eru á
þorrablót Íslendingafélagsins á Hampton
Roads-svæðinu.
Ef spurt er um gestgjafann þá verður bent á
Sesselju Siggeirsdóttur Seifert, eða Sellu, en
hún stofnaði félagið fyrir rösklega þremur ára-
tugum og hefur árlega efnt til þessarar veg-
legu veislu.
„Við fáum fólk alls staðar að, bæði meðlimi
félagsins sem teygir sig um Virginíu- og Karól-
ínu-svæðið, en líka alla leið frá New York,
Flórída og víðar. Er sömu sögu að segja um 17.
júní-fögnuðinn, að margir gestanna hafa lagt
upp í langt ferðalag til að komast til okkar,“
segir Sesselja og hreykir sér af því um leið að
þorrablótið í Norfolk sé ekki aðeins það ódýr-
asta og besta sem finna má í Bandaríkjunum
heldur líka það fjölmennasta.
Örlagaríkur dagur á launadeildinni
Leið Sesselju til Norfolk lá í gegnum varn-
arliðsstöðina í Keflavík. Þar hafði hún fengið
starf við launadeildina en þá vildi svo til að átti
að gera nýjan samning milli Íslands og Banda-
ríkjanna um þjónustu við herinn. Mynd-
arlegum kapteini var falið það verkefni að
finna út hve margir Íslendingar störfuðu á
vellinum, og vissi hann að auðveldast væri að
finna þær upplýsingar hjá launadeildinni.
Til að gera langa sögu stutta var Sesselja
fljótlega gengin í hjónaband og ári síðar fylgdi
hún Robert Seifert, eða Bob eins og hún kallar
hann, til Stuttgart. Þar bjó parið í bandarískri
herstöð í þrjú ár, og því næst í þrjú ár í herstöð
Bandaríkjahers stutt frá Napólí. Þar hætti
Bob störfum fyrir herinn, eftir rúmlega 32 ára
glæstan feril, og settust hjónakornin að í Nor-
folk, þar sem sjóherinn hefur sína stærstu
bækistöð. Lést Bob árið 2013.
Fjölbreyttur hópur
Þegar komið var til Bandaríkjanna beið Sess-
elja ekki boðanna og reyndi að hafa uppi á öðr-
um Íslendingum á svæðinu. Var þá ekkert Ís-
lendingafélag starfandi á þessum slóðum en
Sesselja þóttist vita af nokkrum íslenskum
konum sem höfðu, eins og hún, gifst banda-
rískum hermönnum og flutt til þessarar borg-
ar. Fyrr en varði var nokkuð öflugt Íslendinga-
félag farið að taka á sig mynd. „Félagsmenn
eru ekki bara brott fluttir Íslendingar heldur
líka námsmenn sem hafa styttri viðdvöl á
svæðinu, og bandarískir hermenn sem höfðu
viðdvöl í Keflavík, kunnu vel við sig á Íslandi
og vilja halda tengslum við landið – og fá að
smakka aftur íslensku pulsurnar á 17. júní-
samkomunni enda í uppáhaldi hjá mörgum,“
segir Sesselja. „Þeir brott fluttu Íslendingar
sem eiga börn eru oft duglegir að sækja sam-
komurnar okkar enda er það tækifæri fyrir
yngstu kynslóðina að æfa sig í málinu og kynn-
ast öðrum börnum í sömu sporum.“
Það er ekki lítið verkefni að boða til 220
manna veislu en Sesselja er þrautþjálfuð og
sér til þess að allt gangi smurt fyrir sig, og
þorrablótið verður núna haldið í sama veislu-
salnum í þrítugasta sinn. Miðaverðið er ekki
nema 15 dollarar, en allt árið safnar Sesselja
fyrir leigu á sal og fyrir veitingum, m.a. með
því að selja meðlimum Íslendingafélagsins ís-
lenskt nammi – oft fyrir hundruð dollara í einu.
„Er húsið mitt stundum kallað Sellubúð enda
fullt af súkkulaði og lakkrís og hægt að ná í
góðan pening með því að selja þennan varn-
ing.“
Maður er manns gaman
Dagskráin er formföst og hæfilega einföld.
Ekki er verið að flytja inn íslenska tónlist-
armenn eða skemmtikrafta, enda segir Sess-
elja að það væri of dýrt, en vaninn er að sendi-
herrann í Washington mæti og haldi ræðu, og
sömuleiðis að formaður Íslendingafélagsins
flytji stutt ávarp. „Ég er síðan með nokkra
stráka af svæðinu sem geta spilað fyrir dansi,“
útskýrir Sesselja.
Húsið er opnað klukkan hálfsex og opinn bar
allt kvöldið. „Boðið er upp á hefðbundinn
þorramat og að auki bandaríska rétti eins og
roastbeef og kalkún, fyrir þá sem eru ekki
hrifnir af þjóðlega íslenska matnum.“
Áður fyrr fékk Sesselja þorramatinn með
gámaflutningaskipi Eimskips sem hafði reglu-
lega viðkomu í Norfolk, en eftir að siglingaleið-
inni var breytt hefur hún þurft að skipuleggja
loftbrú til Íslands og er fólk sem er á ferðinni
milli Virginíu og Íslands nýtt til að taka aftur
með sér til Bandaríkjanna eins og eina tösku af
hefðbundnum íslenskum mat. Segir Sesselja
að aldrei hafi komi upp vandræði í tollinum.
„Fólkið sem þar starfar er þaulvant og veit að
það er í fínasta lagi að flytja inn íslensk mat-
væli til Bandaríkjanna.“
Hákarlinn ekki svo slæmur
Hákarlinn er á sínum stað en Sesselja heldur
honum aðskildum frá hinum réttunum enda
lyktin og bragðið ekki fyrir alla. Segir hún Ís-
lendingana oft skemmta sér við að mana
bandarísku gestina til að smakka. „Margir láta
vaða og eru vitanlega ekki hrifnir, en hafa oft á
orði að bragðið sé ekki eins slæmt og þeir
höfðu ímyndað sér.“
Annast Sesselja eldamennskuna og segir
hún ekki mikinn vanda að standa yfir pott-
unum á meðan slátrið er soðið. „Það eina sem
ég hef sleppt eru sviðakjammarnir því það get-
ur átt til að blæða mikið úr þeim í flutningum
og ekki hægt að biðja fólk um að flytja þá. Í
staðinn höfum við sviðasultu og ekki mikið yfir
því kvartað að kjammana vanti.“
Hefð fyrir biðlista
Er glatt á hjalla og fer veislan vel fram þó að
barinn sé galopinn. Segir Sesselja að góð
stemningin og lágt verðið þýði líka að aðsóknin
er góð og yfirleitt komast færri að en vilja. „Nú
þegar eru allir 220 miðarnir uppseldir og kom-
inn biðlisti. Er alltaf einhver sem dettur út á
síðustu stundu og þá vonandi hægt að koma
öðrum inn í staðinn,“ segir Sesselja og bætir
við að áhugasamir geti haft samband með því
að leita uppi „Icelandic Association Virginia“ á
Facebook. ai@mbl.is
Rætur Gestahópurinn er fjölbreyttur og margir sem koma á blótið ár eftir ár Söngur Tónlistin getur verið lífleg. Gestgafi Sesselja tekur sig vel út í þjóðbúningnum og stýrir veislunni af fimi.
Hefur haldið þorra-
blót í Norfolk í rösk-
lega þrjá áratugi
Margir ferðast um langan veg til að koma á þorrablótið í Norfolk.
Þar eiga bæði Íslendingar og bandarískir Íslandsvinir góða stund
saman en matur fyrir 220 gesti hefur verið ferjaður skipulega til
Bandaríkjanna með því að nota laust pláss í ferðatöskum. Kræsingar Vegleg langskip er notað undir þjóðlegan matinn. Íslenskara gerist það varla.
Fótafimi Glatt er á hjalla á þorrablótinu, og jafnvel stiginn dans. Tenging Sungnir eru hefðbundnir þorrablóts söngvar og taka allir undir. Kappi Salurinn er þjóðlega skreyttur.