Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.11.2004, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 04.11.2004, Blaðsíða 17
Texti: Hilmar Bragi Bárðarson • Myndir: Úr kynningu Lykil RáðgjafarTeymis im á Suðurnesjum Aðstaða Bláa lóns- Hns stækkar jafnt ogþétt.Þarer húðlækningastöð' aðverðatilb'úinl geimferðastofiiun Bandarikjanna hefur gefið það út að Sandvík og Surtsey hafa sambærilegt lands- lag og á tunglinu. Því var kastað fram að þar mætti setja upp hvolfþak, klæða fólk upp í geim- búninga og bjóða upp á göngu- ferð um tunglið. Ennffemur hafa margir látið í veðri vaka að Rauðhólar á Reykjanesi séu sam- anburðarhæfir við landslagið á Mars. Flugminjasafn á Patterson A fundinum var einnig greint ffá því að Flug- og herminjasafn Reykjaness verði formlega stofh- að þann 16. nóvember nk. Þar koma að aðilar úr ýmsum áttum Efniviður byggður á siglingum, viðskiptum, trúarbrög hernaði víkinganna er gríðarlega merkilegur og markaðsvaénfí " með tæki, tól og gögn tengd flug- inu, Vamarliðinu og flugsögu Is- lands. „Blue Sky” gæti orðið heillandi aðdráttarafl í þemagarð- inum. Tengd þjónusta Við demantinn tengja þeir félag- ar svo til dæmis heimsóknir í Saltfisksetrið í Grindavík og í Fuglaskoðunar- og vitasafn á Garðskaga, Brú milli heimsálfa eða á Fræðasetrið (Háskólasetr- ið) í Sandgerði, svo eitthvað sé nefnt. Það er því ljóst að mögu- leikar Suðurnesja eru miklir til ffamtíðar. Eins og það var orðað á aðalfundi SSS, þá eru hug- myndimar stórar, en ef aðeins lít- ill hluti þeirra kemst í fram- kvæmd, þá ættu Suðumesjamenn að vera á grænni grein. Yfirferð Lykil Ráðgjafar Kynning Ríkharðs ffamkvæmda- stjóra Lykil Ráðgjafar og Guð- mundar stjórnarformanns fólst ekki eingöngu í Blue Diamond. Sýndu þeir einnig 9 mínútna kynningarmynd um það „pro- ject” (BLUE DIAMOND - PRO- MOTIONAL FILM - FIRST CUT) en tóku ennfremur fyrir; byggðaþróun á Stór-Reykjavík- ursvæðinu til ffamtíðar, Norður- Isahafsleiðina, Helguvík - Iðn- garða, 6. sveitarfélagið (Vamar- liðið) og nokkur önnur verkefhi afReykjanesi. Blái demanturinn er fjórir áfangastaðir á Reykjanesi sem geta dregið að sérfjölda ferðamanna. Sé dregin lína á milli þessara staða verða til útlínur demants. Ályktun um atvinnumál Aðalfundur SSS haldinn I Sandgerði 30. október 2004, lýsir yfir áhyggjum sínum af uppsögnum starfsmanna vamarliðsins á Keflavík- urflugvelli. Fundurinn telur löngu tímabært að sveitarstjómarmenn á Suðumesjum fái nákvæmar upplýsingar um stöðu og framtíð vamar- liðsins og fyrirhugaða þróun á næstu árum og hvetur ríkisvaldið til að hafa virkt samráð við sveitarstjómir á Suðumesjum vegna málsins. Aðalfundurinn minnir á kosti svæðisins fyrir stóriðju og hvetur ráð- herra iðnaðarmála til að horfa I meira mæli til Reykjaness þegar um- ræðu um stóriðju ber á góma. Nauðsynlegt er að Reykjanesið standi jafhfætis öðmm landshlutum þegar staðarvalshugmyndir eru ræddar milli Iðnaðarráðuneytis og fjárfesta. Mikil gróska hefur verið í störfum tengdri ferðaþjónustu á Suðurnesj- um en ferðaiðnaður er sú atvinnugrein sem vaxið hefur mest á undan- fömum árum. Mikilvægt er að sú uppbygging sem á sér stað á svæðinu s.s. uppbygg- ing starfsemi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sé í góðu samráði við heima- menn þannig að tryggt sé að svæðið njóti afraksturs ffamkvæmdanna á öllum sviðum. Aðalfhndurinn hvetur hagsmunaaðila í ferðaþjónustu til að efla eins og kostur er kynningar og markaðssfarf fyrir Reykjanes. Aðalfundurinn telur að með markvissu og fjölbreyttu markaðsstarfi, þar sem kynntir em kostir landsvæðisins, megi laða að atvinnurekstur sem auki fjölbreytni atvinnulífsins. Ályktun um heilbrigðismál Aðalfundur SSS haldinn í Sandgerði, 30. október 2004 fagnar viljayfir- lýsingu sem heilbrigðisráðherra og Heiibrigðisstofnun Suðumesja und- irituðu þann 1. júní s.l. um uppbyggingu og framtíðarsýn heilbrigðis- þjónustu á Suðumesjum. Aðalfundur SSS skorar á ráðherra og fjárveitingavaldið að fýlgja fast eftir þeirri framtíðarsýn í verki með þeirri fjármögnun sem til þarf, bæði til ffamkvæmda og rekstrar. Mjög mikilvægt er að Heilbrigðisstofhun Suðurnesja geti byggt sig markvisst upp bæði fjárhagslega og faglega eftir þá mikiu erfiðleika sem stofnunin hefur gengið í gegnum. Jafnffamt fagnar aðalfundurinn áformum um nýtt hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ sem heilbrigðisráðherra hefur samþykkt. Fundurinn treystir á að ffamkvæmdir verði í samræmi við undirritaðar yfirlýsingar ráðherra. Ályktun um tekjustofna og verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga Aðalfundur SSS haldinn í Sandgerði, 30. október 2004 telur eðlilegt að tiilögur um verkefhatilfærslu ffá ríki til sveitarfélaga og breytingar á tekjustofhum sveitarfélaga verði lagðar ffam áður en afstaða er tekin til tillagna um sameiningu sveitarfélaga. Aðalfúndurinn krefst þess að sveitarfélögum verði tryggðar tekjur til að standa undir kostnaði við aukin verkefni sem löggjafinn felur þeim. Fundurinn telur að mörg verkefni hafi bæst á verkefhaskrá sveitarfélag- anna á síðustu árum án þess að greiðslur hafi komið á móti. Mikilvægt er að ljúka viðræðum ríkisvaldsins og sveitarfélaganna í landinu um tekjuskiptingu þessara tveggja stjómsýslustiga og styrkja fjárhag sveit- arstjómastigsins. Þá er mikilvægt að öll lagaffumvörp og reglugerðir verði kostnaðar- metnar á undirbúningsstigi með tilliti til kostnaðar sveitarfélaga sem af þeim hlýst. VlKURFRÉTTIR I 45.TÖLUBLAÐ2004 I FIMMTUDACURINN 4. NÖVEMBER 2004 117

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.