Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.11.2004, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 04.11.2004, Blaðsíða 4
> Leikfélag Keflavíkurfrumsýnir nýtt verk: Eftirlitsmaðurmn í Frumleikhúsinu Lcikfélag Kcflavíkur frumsýndi Eftirlits- manninn eftir Nikolaj Gogol í síðustu viku. Leikstjóri er Grindvíkingurinn Bergur Ingólfsson. Hann hefur stað- fært leikritiö talsvert og hefur það verið fært nær nútíman- um. Má þar nefna að hluti af sviösmyndinni verður heitur pottur fylltur af vatni og vín- flöskum. Leikritið gerist í borg einni i Rússlandi þar sem embættis- menn eru rotnir í gegn af spill- ingu og valdníðslu og gera lítið annað en að skemmta sér. Skyndilega kemur birtist eftirlits- maður frá æðstu stöðum og uppi verður fótur og fit. j samtali við Víkurfréttir sagði Bergur að mikil spenna væri í hópnum fyrir frumsýningar- kvöldið. „Það er gífurleg stemm- ing hjá okkur enda er þetta heitasta partýið á Suðumesjum.” Hann bætti því við að æfingar hefðu staðið allt frá miðjum sept- ember hjá þeim 11 leikurum sem taka þátt, en þar að auki stendur annar eins fjöldi að sýningunni. Bergur útskrifaðist úr Leiklistar- skóla íslands 1995 en hann lék aðalhlutverkið í Eftirlitsmannin- R507 stafrœn myndavél 4,1 milljón pixla upplausn 3x aðdráttur, 7 stafrænn aðdráffur Pentax linsa SAMHÆFNI = ollt er fromkvæmonlegt Hringbraut 96 • Sími 421 7755 • www.samhaefni.is • sala@samhaefni.is SAMBití um með Vox Arena, leikfélagið Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrir 15 árum siðan. Bergur hefur m.a. leikstýrt Moglí og Kristnihaldi undir Jökli auk fjölda áhuga- mannasýninga. Um þessar mundir leikur hann í fjórurn sýn- ingum samhliða því að leikstýra hjá LK: Chicago, Linu langsokk, Hýbýli vindanna og Héra Héra- syni. Bergur segir álagið vera nokkuð mikið. „Maður nær stundum að hvíla sig en það fer lítið fyrir fjölskyldulífinu.” YFIRLYSING vegna ummæla Hjördísar Árnadóttur, félagsmálastjóra Reykjanesbæjar Vegna ummæla Hjördísar Arnadóttur, félagsmála- stjóra Reykjanesbæjar í Víkurfréttum fimmtudaginn 21. okt. sl. um barnaverndar- samstarf Sandgerðis, sv. Garðs, Vatnsleysustrandahrepps og Reykjancsbæjar, þar sem hún segir að Reykjanesbær hafi farið inn í samstarfið af heilum hug og úr þeim orðum megi lesa að slíkt hafi ekki verið raunin af hálfu hinna sveitarfé- laganna, einnig að „þau (minni sveitarfélögin) eiga eftir að standa sig vel því þau hafa ef- laust lært ýmislegt af samstarf- inu (við Reykjanesbæ) sem þau munu búa að”,vill undirrituð að eftirfarandi komi fram: Af hálfu Sandgerðisbæjar var farið inn í samstarfið af heilum hug og með það að leiðarljósi að byggja upp markvisst og faglegt barnaverndarstarf á svæðinu. Gengið var út frá þvi að um raunverulegt samstarf jafnrétt- hárra sveitarfélaga væri að ræða. Undirrituð telur að það hafi ekki gengið eftir en ljóst er að ákveðnir hnökrar, bæði stjómun- arlegir og ijárhagslegir komu ífam í samstarfinu. Sandgerðisbær hefúr rekið skipu- lagða félagsþjónustu og barna- verndarnefnd til margra ára og hefúr verið lögð áhersla á að ráða fagmenntaða félagsráðgjafa til að sinna öllu barnaverndarstarfi sem og annarri félagslegri þjón- ustu. Það hefúr tekist með góð- um árangri. Einnig hafa til nefndarsetu valist fulltrúar sem hafa áratuga reynslu af vinnslu slíkra mála. Því lít ég svo á að Sandgerðisbær hafi alla buröi til að sinna bama- verndarstarfi af fagmennsku og alúð enda voru forsendur sam- starfs við Reykjanesbæ ekki byggðar á skorti á faglegum for- sendurn né úrlausnum heldur byggðar á fjölda íbúa. Við breyt- ingu á barnavemdarlögum árið 2002 varð íbúatala sveitarfélags að vera 1500 að lágmarki að baki barnaverndarnefnd. Því ákvað Sandgerðisbær að hefja samstarf við Reykjanesbæ til reynslu. Undirrituð leggur ennfremur áherslu á að sérstaða bamavemd- armála er mikil sökum eðlis þeirra og tel því að ekki eigi að blanda þeim inn í umræður eða pólitískt dægurþras um samein- ingannál. Að lokum þakka ég starfsmönn- um og fulltrúum barnaverndar- nefndar í Reykjanesbæ fyrir sam- starfið og óska þeim velfamaðar í starfi. Virðingarfyllst, Hólmfríöur Skarphéðinsdóttir formaður Félagsmálaráðs Sandgcrðisbæjar. Miðlun frétta og mynda Meö öflugri fréttavakt Víkurfrétta eru Ijósmyndarar og blaöamenn til taks allan sólarhringinn! FRÉTTASÍMINN (898 2222 f f r é t t i r Tveir með grím- urogeinn með riffil á Hafnar- götunni ✓ Aöðrum tímanum aðfararnótt sun- nudags veittu Iög- reglumenn athygli manni fyrir utan veitingastað- inn Paddy's í Keflavík sem var með riffil í hend- inni. Maður- inn var undir áhrifum áfcngis og var riffillinn, sem var eftirlíking, tckinn af honum. Hann kvað riffilinn vera hluta af “Hallowcen” búningi sínum en Halloween-hátíð var á vcitingahúsinu um helgnia. Skönuuu fyrir kl. 04 sömu nótt hafði lögreglan afskipti af tveimur mönnum á Hafnar- götu sem voru með andlits- grímur og stukku í veg fyrir þifreiðar sem ekið var hjá með tilheyrandi látbragði. Þeim var gefið tiltal fyrir þetta háttar- lag. Farþegum lcelandairfjölg- aði um12,4% íseptember Farþegum í áætlunar- flugi Icelandair fjölg- aði um 12,4% í sept- ember. Þeir voru tæp 115 þúsund í september í ár, en 102 þúsund í september í fyrra. Frá áramótum eru farþegar Icelandair tæplega 1060 þúsund, eða 18,2% fleiri en á fyrstu níu mánuð- um síðasta árs. Farþegum Flugfélags Islands í innanlandsflugi fjölgaði um 14,6% í september og hefur fjölgað urn 15% á fyrstu níu mánuðum ársins ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Þá fluttu Flugleiðir-Frakt 25,2% fleiri tonn í september en í september 2003 og hafa flutt 29% fleiri tonn á fyrstu níu mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra. í september voru svonefndir fartímar hjá Loftleiðum- Icelandic 44,4% fleiri en í sama mánuði á síðasta ári. A fyrstu níu mánuðum ársins eru fartímar hjá Loftleiðum- Icelandic 78,8% fleiri en í fyrra. 4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.