Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.02.2006, Síða 8

Víkurfréttir - 23.02.2006, Síða 8
POST Leiðrétting frá SRFS Inæst síðasta tbl. Víkur- frétta birtust ljóð frá Sál- arrannsóknarfélagi Suð- urnesja, sem byrjaði svona: „Vertu alltaf hress í huga”. Höfund þekktum við ekki en það gerði Inga Sveins í Grinda- vík sem hringdi á skrifstofu fé- lagsins og upplýsti okkur um höfundinn, sem mun hafa borið skáldanafnið Erla. Samkvæmt eftirgrennslan mun Erla þessi hafa verið Guðfinna Þorsteins- dóttir og gaf hún út bókina Hélublóm árið 1937. Þökkum við Ingu fyrir þessa ábendingu. Inga gat þess jafnframt ekki heíði verið farið rétt með ljóðið og birtum við það hér eins og það kom upphaflega frá höf- undi. Vertu alltaf hress í huga, hvað sem kann að mæta þér. Lát ei sorg né böl þig buga. Baggi margra þungur er. Treystu því, að þér á herðar þyngri byrði’ ei varpað er en þú hefir afl að bera. Orka blundar næg í þér. Grafðu jafnan sárar sorgir sálar þinnar djúpi í. Þótt þér bregðist besta vonin, brátt mun lifna önnur ný. Reyndu svo að henni’ að hlynna, hún þó svífi djarft og hátt. Segðu aldrei: „Vonlaus vinna!” Von um sigur ljær þér mátt. Dæmdu vægt, þótt vegfarandi villtur hlaupi gönuskeið. Réttu hönd sem hollur vinur, honum beindu’ á rétta leið. Seinna, þegar þér við fætur þéttast mótgangs-élið fer, mænir þú til leiðarljóssins, ljóss, sem einhver réttir þér. Dæmdu vægt um veikan bróður veraldar í ölduglaum’, þótt hans viljaþrek sé lamað, þótt hann hrekist fyrir straum’. Sálarstríð hans þú ei þekkir þér ei veist hvað mæta kann, þótt þú fastar þykist standa; þú ert veikur eins og hann. Fyrr en harða fellir dóma, fara skaltu’ í sjálfs þíns barm. Margur dregst með djúpar undir; dylur margur sáran harm. Dæmdu vægt þíns bróður bresti; breyskum verður sitthvað á. Mannúðlega og milda dóma muntu sjálfur kjósa’ að fá. Þerrðu kinnar þess, er grætur. Þvoðu kaun hins særða manns. Sendu inn í sérhvert hjarta sólargeisla kærleikans. Vertu sanngjarn. Vertu mildur. Vægðu þeim, er mót þér braut. Biddu guð um hreinna hjarta, Hjálp í lífsins vanda’ og þraut. Hugmyndasam- keppni um nafn Fasteignafélagið Þrek er núna að taka í notkun fyrstu íbúðinar í nem- endagörðum sem eru að rísa við Krossmóa, á Samkaupsvæð- inu. Reist verða þrjú hús á svæðinu, alls 75 íbúðir. Félagið hefur ákveðið að fara í hugmyndasamkeppni um nafn á þessum nemendagörðum og eru vegleg verðlaun í boði eða kr. 100.000.- Tillögum skal skila til Fasteigna- félagsins að Hafnargötu 20 eða á netfangið husanes@simnet.is Skilafrestur er til 15 mars nk. og I samræmi við 1. mgr. 25. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 erhérmeð auglýst til kynningar eftirfarandi tillaga: Tillaga að nýju deiliskipulagi neðan við Sunnubraut. Skipulagið tekurm.a. til einbýlishúsalóða neðan Sunnubrautar. Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Garðs á Melbraut 3 frá og með 27. febrúar 2006 til 27. mars 2006. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 10. apríl 2005. Skila skal inn athugasemdum á skrifstofu Sveitarfélagsins Garðs, Melbraut 3, Garði. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkja hana. Bæjarstjóri er öllum frjálst að taka þátt og senda inn ótakmarkaðan fjölda af hugmyndum. Úrslitin verða síðan kynnt á veglegri formlegri víglsuathöfn í apríl. Taka 100 milljóna lán fyrir Vörðunni Bæjarráð Sandgerðis samþykkti samhljóða á síðasta fundi sínum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfé- laga að fjárhæð 100.000.000 kr. til 16 ára. Það var í samræmi við lánstilboð sem lá fyrir á fundinum. Lán þetta er tekið til að fjár- magna kaup á húsnæði bæjar- ins í Vörðunni Miðnestorgi og standa tekjur sveitarfélagins til tryggingar á láninu. Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ás- bjarnarson, fékk jafnframt ótak- markað umboð til að undirrita lánssamninga sbr. ofannefnt mál og einnig til að móttaka, undirrita, og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og til- kynningar, sem tengjast lántöku þessari. n. /ACFiCíða 6Cómaskreytíngar * Opið mán. - fim. 10 -18 föst. - lau. 10 -19 sun. 12 -18 ** Blóndmd Tjamargötu 3 - Keflavík sími 421 3855 ATVINNA Óskum eftir starfsfólki. Hlutastörf koma til greina. Tilvalið fyrir skólafólk. Vaktavinna 2-2-3 Upplýsingar og umsóknareyðublöð á staðnum. Bogga Bar • Vikurbraut 21 • 230 Keflavik • 421 5051 VÍKURFRÉTTiR i 8. TÖLUBLAÐ ! 27. ÁRGANGUR VÍKURFRÉTTiR Á NETINU -www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.